Slit Íslenska hlutabréfasjóðsins

Stjórn Rekstrarfélags verðbréfasjóða ÍV hf. hefur tekið ákvörðun um slit Íslensks hlutabréfasjóðs.  Bréf þessa efnis hefur verið sent eigendum sjóðsins.Stjórn Rekstrarfélags verðbréfasjóða ÍV hf. hefur tekið ákvörðun um slit Íslensks hlutabréfasjóðs.  Bréf þessa efnis hefur verið sent eigendum sjóðsins.


Ástæða slitanna er sú að skráðum félögum í Kauphöll Íslands hefur fækkað með þeim afleiðingum að nær ógerningur er að starfrækja íslenskan hlutabréfasjóð innan ramma laga um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði.


Slit sjóðsins fara fram samkvæmt 9. grein reglna sjóðsins og skal lokið í síðasta lagi 9. nóvember næstkomandi. Fjármálaeftirlitið hefur beint þeim tilmælum til Rekstrarfélagsins að lokað skuli fyrir innlausnir úr sjóðnum meðan á slitum hans stendur til að gæta jafnræðis sjóðfélaga.  


Þegar sölu allra eigna er lokið verður fjármunum ráðstafað til sjóðfélaga í samræmi við hlutfallslega eign þeirra.  Ráðgjafar Íslenskra verðbréfa svara fúslega spurningu sem kunna að vakna - síminn er 460 4700 og einnig er hægt að senda fyrirspurn á netfangið iv@iv.is.