Þrír nýir starfsmenn

Íslensk verðbréf hf. auglýsti nýlega eftir starfsfólki í kjölfar aukinna verkefna félagsins.  Skemmst er frá því að segja að fjöldi umsókna bárust og er umsækjendum þakkað fyrir áhugann.

Búið er að ganga frá ráðningu þriggja nýrra starfsmanna, sem koma til starfa á næstu vikum:

  • Helga Sigurðardóttir, viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Bifröst 2007. Helga starfar nú sem þjónustufulltrúi hjá SPNOR en þar hefur hún starfað í 6 ár.

 

  • Brynjólfur Sveinsson, viðskiptafræðingur frá HÍ og nú í mastersnámi í fjármálum við Háskólann á Akureyri. Brynjólfur starfar nú hjá KPMG Akureyri en starfaði áður hjá KB banka, Akureyri um 6 ára skeið.

     

  • Börkur Árnason, M.Sc. í Investment management frá Háskólanum í Reykjavík 2006 og B.Sc. í Sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri 1998. Börkur hefur verið forstjóri Nordic Sea frá því í september 2006.