Vikulegar markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku.

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku. Smelltu hér ef þú vilt skrá þig á listann.

Innlend skuldabréf

Löng verðtryggð skuldabréf hækkuðu um 0,88% en millilöng verðtryggð skuldabréf hækkuðu um 0,26%. Löng óverðtryggð skuldabréf lækkuðu um 0,75% og millilöng óverðtryggð skuldabréf hækkuðu um 0,39%. Þessar verðbreytingar endurspegla vel þann verðbólguótta sem enn virðist vera hjá fjárfestum, sérstaklega virðast fjárfestar smeykir við að taka stöðu í löngum óverðtryggðum bréfum.

Lánamál ríkisins var með ríkisbréfaútboð í vikunni. Boðnir voru tveir flokkar, RIKB 13 0517 og RIKB 16 1013. Þremur tilboðum var tekið í fyrri flokknum fyrir 6,4 ma.kr. að nafnverði, ávöxtunarkrafa 2,87%, og 12 tilboðum var tekið í þeim síðari fyrir 3,1 ma.kr., ávöxtunarkrafa 5,59%.

Hagstofan birti nú í morgun (25. júlí) verðbólgumælingar í júlí og hækkaði vísitalan um 0,1% á milli mánaða. 12 mánaða verðbólga mælist nú 5%.

 

Innlend hlutabréf

OMXI6ISK vísitalan lækkaði um 1,68%.  Ekkert félag í vísitölunni hækkaði.  BankNordik lækkaði mest, um 10,17%.

Heildarvelta á OMXI6ISK var um 364 m.kr., mest voru viðskipti með bréf í Icelandair fyrir um 229 m.kr.  72% af veltu vikunnar var með bréf í Marel og Icelandair.

Á næstunni birta Marel og Össur uppgjör fyrir 2. ársfjórðung.  Marel birtir sitt upgjör 27. júlí og Össur svo daginn eftir.

Talsverður munur var á gengi Össurar í Kauphöllinni í Kaupmannahöfn og hér heima í lok viku, gengið var um það bil 13% hærra hér heima.  Síðustu vikur hefur verið nokkur munur, en engin viðskiptavakt er lengur með bréf félagsins á markaðinum hér heima.

 

Félög/vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
BNORDIK 106,00 -10,17% -13,82% -16,54% -23,19% -25,35% -26,39%
FO-AIR 106,00 0,00% -0,93% -3,64% -5,36% -8,62% -9,40%
FO-ATLA 171,50 0,00% -12,50% -16,14% -19,48% -21,15% 20,77%
ICEAIR 4,96 -1,78% -0,40% 10,96% 22,47% 57,46% 41,71%
MARL 128,00 0,00% 4,49% 1,19% 12,78% 28,00% 37,04%
OSSRu 198,50 -1,73% 2,06% 4,20% -3,64% -2,22% 4,47%
OMXI6ISK 977,28 -1,68% 1,87% -0,61% -0,93% 4,66% 5,36%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Nasdaq OMX Nordic, 25. júlí 2011)

 

Erlend hlutabréf

Eftir miklar lækkanir að undanförnu hækkuðu helstu hlutabréfavísitölur í vikunni.  Heimsvísitalan MSCI hækkaði um 2,70%, S&P 500 í Bandaríkjunum hækkaði um 2,19%, DAX í Þýskalandi um 1,47% og Nikkei í Japan um 1,58%.

Hækkanirnar komu í kjölfar samkomulags sem leiðtogar evru ríkjanna gerðu með sér um hvernig eigi að taka á skuldavanda Grikklands.  Aðgerðirnar fela m.a. í sér að Grikkland hafi aðgang að lánsfé frá Evrópusambandinu, Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og einkabönkum fyrir samtals 160 ma. evra.

Auk þess virðast fjárfestar vera ágætlega bjartsýnir á bandarísk hlutabréf sem hafa hækkað um 6,95% frá áramótum.  Samkvæmt Bloomberg fréttaveitunni hafa 82% fyrirtækja í S&P 500 vísitölunni, sem hafa birt ársfjórðungsuppgjör frá 11. júlí, birt betra uppgjör en afkomuspár sögðu til um.

 

Vísitölur Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
Heimsvísitala (MSCI) 1348,69 2,70% 5,74% -0,65% 2,88% 5,36% 20,69%
Þýskaland (DAX) 7326,39 1,47% 5,69% 0,20% 3,55% 5,72% 18,55%
Bretland (FTSE) 5935,02 1,56% 3,85% -1,68% -0,01% 0,29% 11,38%
Frakkland (CAC) 3842,70 3,12% 0,92% -5,02% -4,97% 0,39% 5,90%
Bandaríkin (Dow Jones) 12681,16 1,61% 6,26% 1,61% 5,88% 9,53% 21,65%
Bandaríkin (Nasdaq) 2858,83 2,47% 7,76% 1,17% 5,13% 7,76% 25,97%
Bandaríkin (S&P 500) 1345,02 2,19% 6,04% 0,73% 4,17% 6,95% 21,98%
Japan (Nikkei) 10132,11 1,58% 3,84% 3,91% -3,96% -1,75% 6,56%
Samnorræn (VINX) 97,48 1,89% 3,64% -8,52% -8,12% -8,72% 6,90%
Svíþjóð (OMXS30) 1091,00 1,05% 2,95% -4,80% -5,75% -5,99% 2,70%
Noregur (OBX) 392,43 2,31% 6,74% -3,72% 1,54% -2,01% 18,38%
Finnland (OMXH25) 2286,60 0,91% 0,29% -13,11% -14,43% -13,54% 2,04%
Danmörk (OMXC20) 438,05 1,28% 4,94% -6,39% -5,60% -4,61% 6,20%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Bloomberg, 25. júlí 2011)

 

Krónan

Krónan styrktist lítillega í vikunni. Gengisvísitalan lækkaði um 0,25% og endaði í 221,7849 stigum. Frá áramótum hefur krónan veikst um 6,20% og við teljum líklegt að hún haldi áfram að veikjast út árið.

Helstu breytingar gagnvart einstökum myntum voru þær að krónan styrktist um 2,40% gagnvart svissneskum franka, eftir mikla veikingu vikuna á undan, og styrktist um 1,84% gagnvart Bandaríkjadal. Hins vegar veiktist krónan um 1,75% gagnvart sænsku krónunni og um 1,11% gagnvart norsku krónunni.

Vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
GVT ISK 221,78 -0,25% 0,97% 1,76% 3,83% 6,61% 4,05%

(Gengisvísitala krónunnar, Bloomberg, 25. júlí 2011)

 

Fyrirvari

Markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa eru unnar af starfsmönnum Íslenskra verðbréfa hf. Þær eru stutt samantekt og ber ekki að líta svo á að í þeim sé að finna allar tiltækar upplýsingar um þau viðfangsefni sem til umfjöllunar eru.

Við vinnslu fréttanna er stuðst við innlendar og erlendar upplýsinga- og fréttaveitur sem taldar eru áreiðanlegar, en einnig við opinberar upplýsingar, eigin úrvinnslu og mat starfsmanna á hverjum tíma. Íslensk verðbréf hf. ábyrgjast þó ekki nákvæmni upplýsinganna, áreiðanleika eða réttmæti þeirra.

Markaðsfréttirnar eru einungis birtar í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á þær sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum.

Ábyrgðarmaður Vikulegra markaðsfrétta Íslenskra verðbréfa er Björn Snær Guðbrandsson, forstöðumaður eignastýringar.