Vikulegar markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku.

 

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku. Smelltu hér ef þú vilt skrá þig á listann.

 

Innlend skuldabréf

Löng verðtryggð skuldabréf hækkuðu um 1,17% og millilöng verðtryggð skuldabréf hækkuðu um 0,57%.  Löng óverðtryggð skuldabréf lækkuðu um 0,86% og millilöng óverðtryggð skuldabréf lækkuðu um 0,09%.

Lánamál ríkisins héldu útboð föstudaginn 6. júlí, í boði voru RIKB 14 0314 og RIKB 22 1026.  Í RIKB 14 0314 var tilboðum tekið fyrir 1.900 m.kr. að nafnverði á ávöxtunarkröfunni 4,45% og í RIKB 22 1026 var tilboðum tekið fyrir 2.200 m.kr. að nafnverði á ávöxtunarkröfunni 7,06%.

 

Innlend hlutabréf

OMXI6ISK vísitalan hækkaði í síðustu viku um 0,94%.  Mest hækkaði Marel, um 3,62%.  Mesta lækkun var hjá BankNordik, um 6,67%.

Heildarvelta á OMXI6ISK var rúmir 1,2 milljarðar króna.  Mest voru viðskipti með bréf Regins fyrir um 581 milljón króna í fyrstu viku félagsins á markaði.  Útboðsgengi Regins var 8,2 og í vikulok var gengi félagsins 8,47. 

Í síðustu viku birti Icelandair flutningstölur fyrir júní mánuð.  Félagið flutti 246 þúsund farþega í millilandaflugi og nam aukningin 15% frá sama mánuði í fyrra.  Framboð jókst um 15% á milli ára.  Sætanýting nam 82,5% og jókst um 1,7 prósentustig á milli ára.

Stærsti hluthafi Össurar William Demant Invest A/S hefur birt tilboðsyfirlit, en félagið tilkynnti þann 22.maí 2012 um valfrjálst tilboð i hlutabréf Össurar.  Fjármálaeftirlitið hefur samþykkt tilboðsyfirlitið og hefur það verið sent til allra hluthafa í hluthafaskrá Össurar þann 4.júlí 2012.

WDI hefur ekki í hyggju að taka Össur yfir og eru hluthafar ekki hvattir til að selja bréf sín.  WDI er ráðandi hluthafi með 39,58% hlut en gerir tilboðið til að tryggja sveigjanleika sinn sem ráðandi hluthafi.  Tilboðið á ekki að hafa áhrif á rekstur eða starfsemi félagsins og WDI hefur ekki í hyggju að afskrá Össur.

Tilboðsverð er 202 IKR / 8,2 DKK fyrir hvert hlutabréf í Össuri. Greitt með reiðufé.  Tilboðið er í gildi frá 9.júlí og rennur út 7.ágúst 2012.

Gengi bréfa Össurar var í lok viku 209,5 í kauphöllinni hér heima og 8,2 í kauphöllinni í Kaupmannahöfn.

Félög/vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
BNORDIK 70,00 -6,67% -6,67% -10,27% -13,58% -13,58% -41,67%
HAGA 18,20 -1,62% -1,36% -2,41% 9,31% 11,31% 14,11%
ICEAIR 6,83 3,33% 2,48% 11,34% 41,30% 35,69% 31,76%
MARL 157,50 3,62% 1,29% 7,88% 23,53% 25,50% 21,62%
Reginn 8,47 0,00% 0,00% 0,00% 0,00% 0,00% 0,00%
OSSRu 209,50 -2,56% -2,10% 2,95% 8,55% 13,24% 6,35%
OMXI6ISK 1066,91 0,94% -0,82% 3,34% 15,12% 17,29% 7,29%

 (Verðbreyting í viðkomandi mynt, Nasdaq OMX Nordic, 9. júlí 2012)

 
 

Erlend hlutabréf

Erlend hlutabréf ýmist hækkuðu eða lækkuðu í síðustu viku.  S&P 500 hlutabréfavísitalan í Bandaríkjunum lækkaði um 0,55%, Dax í Þýskalandi um 0,10% og heimsvísitalan MSCI um 0,51%.  Nikkei í Japan hækkaði hins vegar um 0,16%, FTSE í Bretlandi um 1,64% og KFX í Danmörku um 3,17%.

Seðlabanki Evrópu lækkaði vexti um 25 punkta í liðinni viku sem var í takt við spár sérfræðinga.  Þar með lækkuðu stýrivextir úr 1,00% í 0,75%.  Einnig voru lækkaðir vextir Í Danmörku og Kína en Seðlabanki Bretlands ákvað að halda stýrivöxtum sínum óbreyttum í 0,50%.

Atvinnuleysi í Bandaríkjunum mælist nú 8,2% og 80.000 ný störf voru sköpuð í liðnum mánuði.  Þessar mikilvægu hagtölur ollu miklum vonbrigðum þar sem markaðsaðilar áttu von á að fleiri störf hefðu orðið til.  Fréttirnar höfðu töluverð áhrif á markaði sem lækkuðu í kjölfarið.

Vísitölur Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
Heimsvísitala (MSCI) 1229,37 -0,51% 3,41% -3,97% 3,09% 3,96% -8,47%
Þýskaland (DAX) 6410,11 -0,10% 4,25% -5,67% 6,21% 8,36% -13,66%
Bretland (FTSE) 5662,63 1,64% 3,72% -1,51% 0,45% 1,17% -5,89%
Frakkland (CAC) 3168,79 -0,87% 3,50% -4,86% 0,98% -0,05% -19,30%
Bandaríkin (Dow Jones) 12772,47 -0,84% 1,74% -1,22% 3,06% 4,54% 0,91%
Bandaríkin (Nasdaq) 2937,33 0,08% 2,76% -3,60% 9,74% 12,75% 2,71%
Bandaríkin (S&P 500) 1354,68 -0,55% 2,19% -1,99% 5,78% 7,72% 0,81%
Japan (Nikkei) 9020,75 0,16% 5,17% -6,80% 6,04% 5,22% -12,24%
Samnorræn (VINX) 92,80 1,75% 5,82% -3,98% 2,85% 5,46% -7,24%
Svíþjóð (OMXS30) 1023,87 0,47% 4,62% -1,50% 2,40% 3,34% -8,90%
Noregur (OBX) 374,99 -0,15% 4,64% -4,26% 3,44% 4,31% -3,21%
Finnland (HEX25)  1883,91 0,65% 0,84% -11,90% -5,27% -3,65% -21,30%
Danmörk (KFX) 460,20 3,17% 6,83% 0,44% 12,93% 16,87% 4,06%

 (Verðbreyting í viðkomandi mynt, Bloomberg, 9. júlí 2012)

 

Krónan

Gengisvísitala krónunnar hækkaði um 0,76% í vikunni og endaði í 220,23 stigum.  Krónan veiktist um 1,73% gagnvart Bandaríkjadal og um 0,07% gagnvart evru.

Innstreymi gjaldeyris frá ferðamönnum styður við gengi krónunnar yfir sumarið.  Gistinætur á hótelum í maí voru um 139.700 samanborið við 120.500 í maí í fyrra og fjölgaði því um tæp 16% milli ára.  Gistinætur á hótelum fyrstu fimm mánuði ársins voru 568.900 en voru 460.600 fyrir sama tímabil árið 2011 og nemur aukningin 23,5%.

Vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
GVT ISK 220,23 0,76% -1,27% -4,18% 1,16% 1,36% -0,03%

 (Gengisvísitala krónunnar, Seðlabankinn, 9. júlí 2012)

 

Fyrirvari

Markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa eru unnar af starfsmönnum Íslenskra verðbréfa hf. Þær eru stutt samantekt og ber ekki að líta svo á að í þeim sé að finna allar tiltækar upplýsingar um þau viðfangsefni sem til umfjöllunar eru.

Við vinnslu fréttanna er stuðst við innlendar og erlendar upplýsinga- og fréttaveitur sem taldar eru áreiðanlegar, en einnig við opinberar upplýsingar, eigin úrvinnslu og mat starfsmanna á hverjum tíma. Íslensk verðbréf hf. ábyrgjast þó ekki nákvæmni upplýsinganna, áreiðanleika eða réttmæti þeirra.

Markaðsfréttirnar eru einungis birtar í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á þær sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum.

Ábyrgðarmaður Vikulegra markaðsfrétta Íslenskra verðbréfa er Sveinn Torfi Pálsson, forstöðumaður eignastýringar.