Hagnaður af rekstri Íslenskra verðbréfa hf. nam 138 milljónum króna árið 2013


Hagnaður af rekstri Íslenskra verðbréfa hf. árið 2013 nam 138 m.kr. Félagið hefur skilað hagnaði óslitið frá árinu 2002. Eigið fé félagsins nam 591 m.kr. í árslok og eiginfjárhlutfall reiknað samkvæmt 84. grein laga um fjármálafyrirtæki var í árslok 35,5%.
 

Íslensk verðbréf hafa ávallt verið á lista Creditinfo yfir fyrirmyndarfyrirtæki. 

Sveinn Torfi Pálsson, framkvæmdastjóri Íslenskra verðbréfa, segir niðurstöðuna ánægjulega. „Ég er ánægður með afkomu félagsins á árinu 2013 og yfirstandandi ár leggst vel í mig. Eignir í stýringu námu 112 milljörðum króna í árslok og ávöxtun eignasafna í umsjá félagsins var með besta móti.“ 

Um Íslensk verðbréf hf.

Íslensk verðbréf eru sérhæft eignastýringarfyrirtæki sem sinnir viðskiptavinum um allt land. Félagið var stofnað árið 1987 og starfsmenn félagsins eru 16 talsins.

Viðskiptavinir Íslenskra verðbréfa eru margir af stærstu lífeyrissjóðum landsins, tryggingarfélög, fyrirtæki, sveitarfélög og einstaklingar. Íslensk verðbréf bjóða upp á fjölbreytta eignastýringu fyrir einstaklinga, fyrirtæki, félagasamtök og fagfjárfesta.

 

Fréttatilkynning frá Íslenskum verðbréfum fimmtudaginn 27. febrúar 2014.

Nánari upplýsingar veitir Sveinn Torfi Pálsson,

framkvæmdastjóri ÍV, í síma 460 4700