Jólagjöf til hjálparsamtaka

Eins og undanfarin ár þá hafa Íslensk verðbréf dregið úr jólakortasendingum til viðskiptavina og þess í stað styrkt hjálparsamtök á Akureyri um hálfa milljón króna.

 

Eins og undanfarin ár þá hafa Íslensk verðbréf dregið úr jólakortasendingum til viðskiptavina og þess í stað styrkt hjálparsamtök á Akureyri um hálfa milljón króna. Þessi fjárhæð ásamt fjölmörgum öðrum styrkjum og gjöfum verður nýtt til aðstoðar einstaklingum og fjölskyldum fyrir jólin. Að hjálparsamtökunum standa Mæðrastyrksnefnd Akureyrar, Hjálparstarf kirkjunnar, Hjálpræðisherinn og Rauði krossinn.

Að sögn Sigríðar M. Jóhannsdóttur hjá Mæðrastyrksnefnd þá nær aðstoðin til íbúa á svæðinu frá Siglufirði til Grenivíkur að Hrísey og Grímsey meðtöldum. Ríflega 300 heimili munu fyrir þessi jól njóta aðstoðar hjálparsamtakanna.