Vikulegar markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku. Smelltu hér ef þú vilt skrá þig á listann. Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku. Smelltu hér ef þú vilt skrá þig á listann.
Innlend skuldabréf

Í vikunni hækkaði verð ríkisskuldabréfa. Löng verðtryggð skuldabréf hækkuðu um 0,8% og millilöng verðtryggð bréf hækkuðu um 0,1%. Millilöng óverðtryggð skuldabréf hækkuðu um 0,2%.

Efnahags-og viðskiptaráðuneytið birti áætlun um losun gjaldeyrishafta á föstudaginn. Í áætluninni kemur m.a. fram að eigendur gjaldeyris geti keypt krónur í útboðum Seðlabankans en þurfa að ráðstafa þeim í ríkisskuldabréf.

Til að koma til móts við þennan hóp fjárfesta verður gefinn út nýr flokkur verðtryggðra bréfa með lokagjalddaga 2030. Á móti verður útgáfa ríkisvíxla og ríkisbréfa minnkuð um þá fjárhæð sem útgáfa nýja flokksins nemur. Ef þessi leið gengur upp þá mun ríkið lengja töluvert í líftíma lánasafnsins.

Skv. áætluninni er ljóst að það er langt í að íslenskir fjárfestar geti fjárfest erlendis fyrir íslenskar krónur. Það verður því áfram mikil eftirspurn eftir ríkisskuldabréfum og því ætti krafa þeirra að lækka. Ennfremur er líklegt að þessi ákvörðun skapi svigrúm fyrir frekari lækkun stýrivaxta.

Innlend hlutabréf

Í vikunni hækkaði OMXI6ISK vísitalan um 0,5%. Mest hækkun var hjá Færeyska olíuleitar fyrirtækinu Atlantic Petroleum, um rúm 1,4%. Icelandair lækkaði hins vegar mest eða um 1,56%.

Velta með bréf á OMXI6ISK nam tæpum 619 milljónum króna. Mest velta var með bréf Marels fyrir um 275 milljónir króna og hækkuðu bréf félagsins í vikunni um 1,21%. 

Frá áramótum hefur mest velta verið með bréf Icelandair og Marels en velta með bréf Össurar hefur farið dvínandi eftir að félagið óskaði eftir afskráningu úr Kauphöllinni.

Á föstudag var Össur afskráður úr Kauphöllinni en verður tekinn aftur til viðskipta á mánudag samkvæmt einhliða ákvörðun Kauphallarinnar. Er það gert til að gæta jafnræðis innlendra og erlendra hlutahafa Össurar.

 

Félög/vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
BNORDIK 124,00 -0,80% -0,80% -11,43% -10,14% -12,68% -22,50%
FO-AIR 114,00 0,00% 4,59% -3,39% -4,20% -1,72% -13,64%
FO-ATLA 214,50 1,42% -7,94% 0,23% 33,64% -1,38% 34,48%
ICEAIR 4,42 -1,56% -0,90% 35,58% 26,29% 40,32% 33,94%
MARL 125,50 1,21% 7,26% 26,77% 37,91% 25,50% 57,86%
OSSRu 196,00 0,51% -0,51% -5,77% -9,89% -3,45% 2,89%
OMXI6ISK 988,73 0,50% 1,21% 5,69% 5,04% 5,89% 3,14%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Nasdaq OMX Nordic, 28. mars 2011) 

Erlend hlutabréf

Mikil hækkun var á helstu hlutabréfamörkuðum í vikunni. Heimsvísitalan MSCI hækkaði um 3,01%,  FTSE vísitalan í Bretlandi um 3,19%, S&P500 í Bandaríkjunum hækkaði um 2,70% og samnorræna VINX vísitalan hækkaði um 2,37%.

Fjárfestar halda áfram að fjárfesta í gulli og er gullverð í hæstu hæðum. Rekja má hækkanir á gulli til átaka í Mið-Austurlöndum. Gull er talið nokkuð örugg fjárfesting og leita fjárfestar í það þegar mikil óvissa ríkir.

Matsfyrirtækið Moody‘s lækkaði lánshæfismat þrjátíu spænskra banka í kjölfarið á því að þeir lækkuðu lánshæfismat spænska ríkisins í þar síðustu viku.  Ástæðan fyrir lækkun á lánshæfi er vegna þess að Moody‘s telur að spænska ríkið muni ekki styðja við bankana ef þeir lenda í fjárhagsvanda.

Vandamál Portúgals aukast með hverri vikunni, Fitch Ratings lækkaði lánshafismat ríkisins í annað sinn á síðustu þremur mánuðum. Áhættuálag á portúgölsk ríkisskuldabréf fór í hæstu hæðir eftir að forsætisráðherra landsins baðst lausnar.

Leiðtogar evruríkjanna samþykktu svo að styðja lánveitingar til Portúgals en með þeim skilyrðum að Portúgal uppfylli skilyrði Evrópusambandsins í efnahagsmálum. Portúgal á fárra kosta völ þar sem 9,2 milljarðar evra eru á gjalddaga hjá ríkinu á næstu þremur mánuðum.

 

Vísitölur Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
Heimsvísitala (MSCI) 1325,85 3,01% -1,91% 3,94% 11,97% 3,58% 11,10%
Þýskaland (DAX) 6946,36 4,23% 5,69% -0,05% 11,03% 0,79% 13,86%
Bretland (FTSE) 5900,76 3,19% -1,22% -1,46% 6,14% 0,36% 3,82%
Frakkland (CAC) 3972,38 4,26% -3,03% 3,29% 5,94% 4,76% -0,08%
Bandaríkin (Dow Jones) 12220,59 3,05% -0,05% 5,57% 12,55% 5,55% 12,63%
Bandaríkin (Nasdaq) 2743,06 3,77% -1,41% 3,01% 15,27% 3,40% 14,53%
Bandaríkin (S&P 500) 1313,80 2,70% -1,01% 4,39% 14,47% 4,47% 12,62%
Japan (Nikkei) 9536,13 3,58% -10,78% -7,91% -0,18% -7,34% -13,80%
Samnorræn (VINX) 104,24 2,37% -2,17% -2,20% 8,87% -1,90% 15,00%
Svíþjóð (OMXS30) 1127,10 3,27% -0,16% -2,84% 3,31% -2,49% 9,68%
Noregur (OBX) 408,96 2,46% 0,09% 1,61% 17,54% 2,06% 20,49%
Finnland (OMXH25)  2617,25 3,90% 0,63% -0,80% 9,09% -0,42% 15,03%
Danmörk (OMXC20) 459,85 -0,46% -3,01% -0,15% 10,41% 0,40% 19,46%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Bloomberg, 28. mars 2011)

Krónan

Gengi krónunnar var nær óbreytt í vikunni. Gengisvísitalan hækkaði um 0,07% og endaði í 215,95 stigum. Frá áramótum hefur krónan veikst um 3,66%.

Í áætlun um losun gjaldeyrishafta, sem nú hefur verið birt, kemur fram að höftin geta staðið að einhverju leyti til ársins 2015. Nokkuð mörg skref verða tekin og má þar nefna uppboð á gjaldeyri þar sem aðilar geta skipt aflandskrónum fyrir gjaldeyri og þeir sem selja gjaldeyri er skylt að fjárfesta í langtíma krónueignum.

Í sumum tilfellum er skilyrt að sá sem fjárfestir hér á landi komi með helming fjárfestingarinnar í erlendum gjaldeyri.

Aðgerðirnar snúa að því að losa um krónueignir erlendra aðila sem eru fjárfestar að mestu til skemmri tíma, í stuttum ríkisbréfum og innlánum. Í staðinn vilja stjórnvöld lengja í fjármögnun ríkissjóðs, koma þessum fjármunum í atvinnulífið og reyna að draga samhliða inn nýtt erlent fé.

Einnig mun það freista lífeyrissjóðanna að færa fjármagn til landsins, því líklegt er að þeir muni geta keypt krónur á lágu verði. Þar sýnist sitt hverjum með tilliti til gengisáhættu og áhættudreifingar, en nú þegar er mjög stór hluti eigna lífeyrissjóðanna í íslenskum ríkistryggðum skuldabréfum.

Erfitt er að spá fyrir um áhrif á krónuna en ef allt gengur að óskum og fjárfestar verða ginkeyptir fyrir þeim leiðum sem verða í boði þá gæti krónan styrkst og fremur lítið skarð rofið í gjaldeyrisforðann.


Vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
GVT ISK 215,95 0,07% -0,34% 3,21% 3,37% 3,80% -6,07%
(Gengisvísitala krónunnar, Bloomberg, 28. mars 2011)

Fyrirvari 

Markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa eru unnar af starfsmönnum Íslenskra verðbréfa hf. Þær eru stutt samantekt og ber ekki að líta svo á að í þeim sé að finna allar tiltækar upplýsingar um þau viðfangsefni sem til umfjöllunar eru.

Við vinnslu fréttanna er stuðst við innlendar og erlendar upplýsinga- og fréttaveitur sem taldar eru áreiðanlegar, en einnig við opinberar upplýsingar, eigin úrvinnslu og mat starfsmanna á hverjum tíma. Íslensk verðbréf hf. ábyrgjast þó ekki nákvæmni upplýsinganna, áreiðanleika eða réttmæti þeirra.

Markaðsfréttirnar eru einungis birtar í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á þær sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum.

Ábyrgðarmaður Vikulegra markaðsfrétta Íslenskra verðbréfa er Björn Snær Guðbrandsson, forstöðumaður eignastýringar.