Vikulegar markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku.

 

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku. Smelltu hér ef þú vilt skrá þig á listann.

Innlend skuldabréf

Löng verðtryggð skuldabréf lækkuðu um 0,55% en millilöng verðtryggð skuldabréf hækkuðu um 0,43%. Löng óverðtryggð skuldabréf lækkuðu um 2,86% en millilöng óverðtryggð skuldabréf lækkuðu um 0,23%.

Mikill söluþrýstingur var í löngum óverðtryggðum skuldabréfum og greinilegt að fjárfestar óttast aukna verðbólgu. Til marks um það er verðbólguálag til 6 ára nú komið yfir 5%. Fjárfestar virðast einnig smeykir við vaxtahorfur því löng verðtryggð skuldabréf lækkuðu í verði.

Á morgun, miðvikudag, mun peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynna vaxtaákvörðun sína en okkar spá er að vöxtum verði haldið óbreyttum.

 

Innlend hlutabréf

Í síðustu viku lækkaði OMXI6ISK vísitalan um 0,69%.  Eina félagið sem hækkaði í vikunni var Össur, en gengi bréfanna hækkaði um 1,55% og endaði í 196,5.  Gengi Atlantic Petroleum (Fo-Atla) lækkaði mest í vikunni, eða um 2,49% og endaði í 196.

Velta með bréf á OMXI6ISK var tæpar 197,5 miljónir. Aðra vikuna í röð voru bréfin í Marel með mestu veltuna, nú fyrir rúmar 90,4 milljónir.  Icelandair og Marel voru með 86% viðskipta vikunnar.

Atlantic Petroleum tilkynnti um kaup á 6,6% af eigin hlutabréfum fyrir um 800 milljónir króna. Kaupin fóru fram á genginu 208 DKK á hlut.  Kaupin voru hugsuð annars vegar sem greiðsla fyrir hlutafé í olíuleitarfélaginu Volantis og hins vegar sem fjárfesting.

 

Félög/vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
BNORDIK 123,00 0,00% 0,00% -6,11% -13,38% -13,38% -18,00%
FO-AIR 110,00 0,00% 0,00% -5,17% -6,78% -5,17% -14,06%
FO-ATLA 196,00 -2,49% -4,16% -11,31% -8,41% -9,89% 27,27%
ICEAIR 4,67 -1,89% -0,85% 4,01% 33,43% 48,25% 50,65%
MARL 122,00 -2,79% -3,94% -2,79% 22,00% 22,00% 46,99%
OSSRu 196,50 1,55% 2,08% -0,25% -7,31% -3,20% 5,65%
OMXI6ISK 979,81 -0,69% -0,61% -2,45% 3,32% 4,93% 8,35%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Nasdaq OMX Nordic, 14. júní 2011)

 

Erlend hlutabréf

Töluverð lækkun var á helstu hlutabréfavísitölum í síðustu viku.  S&P 500 í Bandaríkjunum lækkaði um 2,24%, DAX í Þýskalandi um 0,55%, FTSE í Bretlandi um 1,52% og heimshlutabréfavísitalan MSCI lækkaði um 2,40%.

Alþjóðasamtök flugfélaga (IATA) gerir ráð fyrir að flugfélög muni hagnast minna á þessu ári en spár gerðu ráð fyrir. Ástæðan er hækkun olíuverðs, ólga í Mið-Austurlöndum og í N-Afríku.  Jarðskjálftinn í Japan hefur líka mikið að segja en 10% af öllum seldum flugfarmiðum í heimi koma þaðan.

Vandamál Grikklands heldur áfram, sérfræðingar telja að landið þurfi 45 milljarða evra til viðbótar við þá 110 milljarða sem Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur lánað landinu.  Bankar norðar í álfunni eiga mikið af skuldabréfum á Grikkland og því mikilvægt að forðast greiðslufall landsins.

 

Vísitölur Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
Heimsvísitala (MSCI) 1288,49 -2,40% -4,07% -0,99% 1,64% 0,66% 18,08%
Þýskaland (DAX) 7069,90 -0,55% 5,69% 4,94% 2,54% 4,22% 17,64%
Bretland (FTSE) 5765,80 -1,52% -2,11% 0,45% -1,53% -1,68% 11,51%
Frakkland (CAC) 3805,09 -2,20% -4,26% -0,78% -1,41% 1,13% 6,11%
Bandaríkin (Dow Jones) 11951,90 -1,64% -5,10% -0,34% 4,15% 3,24% 17,29%
Bandaríkin (Nasdaq) 2643,73 -3,26% -6,67% -2,27% 0,46% -0,50% 17,64%
Bandaríkin (S&P 500) 1270,98 -2,24% -4,93% -1,89% 2,44% 1,13% 16,72%
Japan (Nikkei) 9553,69 0,65% -1,05% -0,76% -7,45% -6,66% -3,36%
Samnorræn (VINX) 98,14 -4,23% -6,72% -3,07% -4,49% -7,11% 9,79%
Svíþjóð (OMXS30) 1095,69 -5,50% -5,24% 1,26% -4,37% -4,35% 7,05%
Noregur (OBX) 386,57 -2,66% -2,39% -1,89% 0,78% -2,90% 20,26%
Finnland (OMXH25) 2390,14 -2,82% -7,92% -4,71% -6,96% -9,35% 7,52%
Danmörk (OMXC20) 438,79 -3,47% -4,94% -4,62% -2,03% -3,71% 9,54%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Bloomberg, 14. júní 2011)

 

Krónan

Krónan var nær óbreytt í vikunni. Gengisvísitalan hækkaði um 0,04% og endaði í 220,6.

Í vikunni gekk ríkissjóður frá erlendu láni upp á 1 milljarð dala til 5 ára.  Kjörin eru góð að mati margra, en ávöxtunarkrafan er um 4,99%, sem jafngildi 3,20% álagi á vexti á millibankamarkaði.  Í upphafi stóð til að taka 500 milljónir dala að láni sem var svo tvöfaldað en lánveitendur vildu lána 2 milljarða dala.

Þessi mikla umframeftirspurn hefði átt að hafa áhrif á vaxtakjör til lækkunar en útlit er fyrir að kjörin hafi verið fest, en ekki uppboðsform með hámarkskröfu. Því má leiða líkur að því að betra hefði verið að taka lægri fjárhæð að láni og þannig opna markaðinn og sækja meira síðar með það að markmiði að bæta kjörin.

Engu að síður er um mjög jákvætt skref að ræða, sem ætti að hjálpa öðrum innlendum aðilum að sækja erlent lánsfjármagn, en einnig er sýnt fram á að ríkissjóður Íslands getur sótt sér fjármagn á alþjóðlega markaði.

Þessi lántaka ásamt vel heppnuðu gjaldeyrisuppboði Seðlabanka Íslands á dögunum ætti að öðru óbreyttu að geta flýtt fyrir afnámi gjaldeyrishaftanna. Þrátt fyrir það verður að hafa í huga að gjaldeyrisforðinn er að lang stærstum hluta tekinn að láni.

Því eru verulegar efasemdir um hvort trúverðugleiki sjálfstæðrar peningamálastefnu verði nægur, þó að þrýstingur af aflandskrónum reynist minni en áður var talið.  Margir innlendir aðilar, t.d. lífeyrissjóðir, munu vilja dreifa eignasafni sínu með kaupum á erlendum eignum sem mun setja þrýsting á krónuna.

Einnig er afgangur af viðskiptum með vörur og þjónustu ekki nægur til að vega upp á móti miklu útflæði vegna vaxtagreiðslna og afborgana ef erlendum lánum.

 

Vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
GVT ISK 220,63 0,04% 0,98% 1,56% 7,33% 6,05% 3,06%

(Gengisvísitala krónunnar, Bloomberg, 14. júní 2011)

 

Fyrirvari

Markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa eru unnar af starfsmönnum Íslenskra verðbréfa hf. Þær eru stutt samantekt og ber ekki að líta svo á að í þeim sé að finna allar tiltækar upplýsingar um þau viðfangsefni sem til umfjöllunar eru.

Við vinnslu fréttanna er stuðst við innlendar og erlendar upplýsinga- og fréttaveitur sem taldar eru áreiðanlegar, en einnig við opinberar upplýsingar, eigin úrvinnslu og mat starfsmanna á hverjum tíma. Íslensk verðbréf hf. ábyrgjast þó ekki nákvæmni upplýsinganna, áreiðanleika eða réttmæti þeirra.

Markaðsfréttirnar eru einungis birtar í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á þær sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum.

Ábyrgðarmaður Vikulegra markaðsfrétta Íslenskra verðbréfa er Björn Snær Guðbrandsson, forstöðumaður eignastýringar.