Vikulegar markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku.

 

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku. Smelltu hér ef þú vilt skrá þig á listann.

Innlend skuldabréf

Löng verðtryggð skuldabréf hækkuðu um 0,84% og millilöng verðtryggð skuldabréf hækkuðu um 0,41%. Löng óverðtryggð skuldabréf lækkuðu um 0,19% en millilöng óverðtryggð skuldabréf hækkuðu um 0,18%.

SÍ er nú farinn af stað með seinni hluta gjaldeyrisútboðsins.  Nú er ætlunin að selja krónurnar sem keyptar voru og fá gjaldeyri í staðinn.  Í boði er nýr flokkur skuldabréfa, RIKS 30 0701.  Flokkurinn ber 3,25% vexti og verður skráður í Kauphöllinni.

Það verður fróðlegt að sjá hvort að fjárfestar hafi áhuga á þessum viðskiptum.  Flokkurinn er seldur með kvöðum, þ.e. ekki verður hægt að eiga viðskipti með hann í fimm ár.  Þessar kvaðir hljóta að draga verulega úr áhuga fjárfesta auk þess sem aðgengi að gjaldeyri er mjög takmarkaður og því spurning hvort fjárfestar séu til í að ganga á þær erlendu eignir sem þeir þó eiga.

 

 

Innlend hlutabréf

Markaðurinn var aðeins opinn í þrjá daga í síðustu viku og lækkaði OMXI6ISK vísitalan um 0,69% .  Eina félagið í vísitölunni sem hækkaði var Icelandair, um 1,71%.  Marel lækkaði mest í vikunni, um 1,23% og endaði gengi félagsins í 120,5.

Nokkuð rólegt var yfir markaðinum í vikunni og einungis velta með bréf Marels, Icelandair og Össurar.  Heildarvelta á OMXI6ISK var um 223 miljónir, þar af voru viðskipti með bréf í Marel fyrir um 123 milljónir.  Icelandair og Marel voru með rúm 97% af veltunni.

BankNordik tilkynnti í morgun að félagið hefði gefið út víkjandi skuldabréf fyrir 600 milljónir DKK.  Við útgáfu skuldabréfanna mun arðgreiðsluhlutfall fara niður í 10% af árlegum hagnaði og að hámarki verður greitt út 10 milljónir DKK.  Arðgreiðslustefna verður endurskoðuð ef grunneiginfjárstaða styrkist.

Talsverð lækkun var á gengi BankNordik í kauphöllinni í Kaupmannahöfn í síðustu viku. Gengið endaði vikuna um 8,9% lægra en á markaðnum hér heima, en engin viðskipti voru með bréf félagsins í íslensku kauphöllinni í síðustu viku.

 

Félög/vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
BNORDIK 123,00 0,00% -2,77% -1,60% -13,38% -13,38% -16,33%
FO-AIR 110,00 0,00% 0,00% -3,51% -6,78% -5,17% -9,84%
FO-ATLA 196,00 0,00% -1,01% -7,33% -8,41% -9,89% 27,27%
ICEAIR 4,75 1,71% -2,06% 5,79% 45,71% 50,79% 53,23%
MARL 120,50 -1,23% -6,59% -2,82% 22,96% 20,50% 40,94%
OSSRu 195,00 -0,76% -0,51% 0,00% -5,34% -3,94% 8,33%
OMXI6ISK 973,03 -0,69% -2,83% -1,09% 4,58% 4,21% 8,63%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Nasdaq OMX Nordic, 20. júní 2011)

 

Erlend hlutabréf

Hlutabréf réttu aðeins úr kútnum eftir almennar lækkanir síðustu 6 vikur.  DAX í Þýskalandi hækkaði um 1,33%, S&P 500 í Bandaríkjunum um 0,04% og CAC í Frakklandi um 0,49%. Aftur á móti lækkaði heimsvísitalan um 0,61% og einnig voru töluverðar lækkanir á norðurlöndunum.

Með hverri vikunni verður ástand Grikklands verra. Standard & Poor's lækkaði lánshæfi landsins úr B í CCC en ekkert ríki í heiminum er með lægra lánshæfi. Standard & Poor's telur miklar líkur á því að Grikkland ráði ekki við skuldir sínar sem endi svo með greiðsluþroti.

Evrópusambandið leggur mikið upp úr því að Grikkland fari ekki í þrot og hefur kanslari Þýskalands, Angela Merkel hvatt banka til að styðja við Grikkland, enda mikið undir hjá mörgum bönkum í Evrópu.

 

Vísitölur Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
Heimsvísitala (MSCI) 1280,58 -0,61% -4,19% -0,51% 1,65% 0,04% 14,81%
Þýskaland (DAX) 7164,05 1,33% 5,69% 6,27% 0,91% 2,43% 13,92%
Bretland (FTSE) 5714,94 -0,88% -4,81% -0,98% -3,89% -4,03% 7,83%
Frakkland (CAC) 3823,74 0,49% -5,45% -0,97% -2,87% -0,82% 2,34%
Bandaríkin (Dow Jones) 12004,36 0,44% -4,06% 1,23% 4,58% 3,69% 14,87%
Bandaríkin (Nasdaq) 2616,48 -1,03% -6,66% -1,03% -1,25% -1,37% 13,28%
Bandaríkin (S&P 500) 1271,50 0,04% -4,63% -0,60% 1,96% 1,10% 13,78%
Japan (Nikkei) 9351,40 -2,12% -2,63% 1,60% -8,44% -8,55% -6,41%
Samnorræn (VINX) 95,76 -2,43% -10,78% -7,37% -10,22% -11,23% 3,92%
Svíþjóð (OMXS30) 1083,44 -1,12% -8,64% -2,30% -7,62% -7,73% 1,11%
Noregur (OBX) 375,88 -2,77% -6,90% -6,83% -5,09% -7,13% 12,67%
Finnland (OMXH25) 2345,19 -1,88% -11,20% -9,11% -11,71% -12,90% 2,94%
Danmörk (OMXC20) 423,19 -3,55% -9,27% -9,21% -7,59% -8,34% 0,52%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Bloomberg, 20. júní 2011)

 

Krónan

Krónan var nær óbreytt í vikunni. Gengisvísitalan lækkaði um 0,03% og endaði í 220,5.

Í vikunni urðu nokkuð miklar breytingar á gengi helstu gjaldmiðla gagnvart krónu.  Bandaríkjadalur styrktist um 1,89%, japanskt jen um 1,12% og svissneskur franki um 1,04%. Á móti lækkaði sænska krónan um 1,68%, evra, norsk og dönsk króna lækkuðu um 0,6%.

Aukinn ótti við greiðslufall Grikklands knýr áfram þessa þróun og ekki síst vegna þess að margir óttast að vandinn muni breiðast hratt út ef landinu verður ekki bjargað.  Ekki er líklegt að Evrópa hlaupi frá skuldunum, líkt og gert var hér á landi, því stærstur hluti eigenda skulda Grikklands eru aðilar á evrusvæðinu.  Verkefnið snýst um að lágmarka tjónið, en óvissan grefur stöðugt undan evrunni.

Varðandi þróun krónu gagnvart evru þá kostar evra nú um 7,2% meira en um áramót. Evra vigtar um 40% í gengisvísitölunni og veiking hennar gæti haft þó nokkur áhrif ef krónan væri á floti.  Hins vegar eru viðskipti með krónur á millibankamarkaði lítil og strjál og því líklegra en hitt að krónan hreyfist minna á móti evru en tilefni kynni að vera til.

 

Vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
GVT ISK 220,55 -0,03% 0,82% 2,07% 5,93% 6,02% 3,42%

(Gengisvísitala krónunnar, Bloomberg, 20. júní 2011)

 

Fyrirvari

Markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa eru unnar af starfsmönnum Íslenskra verðbréfa hf. Þær eru stutt samantekt og ber ekki að líta svo á að í þeim sé að finna allar tiltækar upplýsingar um þau viðfangsefni sem til umfjöllunar eru.

Við vinnslu fréttanna er stuðst við innlendar og erlendar upplýsinga- og fréttaveitur sem taldar eru áreiðanlegar, en einnig við opinberar upplýsingar, eigin úrvinnslu og mat starfsmanna á hverjum tíma. Íslensk verðbréf hf. ábyrgjast þó ekki nákvæmni upplýsinganna, áreiðanleika eða réttmæti þeirra.

Markaðsfréttirnar eru einungis birtar í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á þær sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum.

Ábyrgðarmaður Vikulegra markaðsfrétta Íslenskra verðbréfa er Björn Snær Guðbrandsson, forstöðumaður eignastýringar.