Vikulegar markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku.

 

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku. Smelltu hér ef þú vilt skrá þig á listann.

 

Innlend skuldabréf

Löng verðtryggð skuldabréf lækkuðu um 0,17% en millilöng verðtryggð skuldabréf hækkuðu um 0,31%.  Hinsvegar lækkuðu öll óverðtryggð skuldabréf, löng bréf lækkuðu um 0,79% og millilöng óverðtryggð skuldabréf um 0,85%.

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,26% og er 12 mánaða verðbólga nú rúm 5%.  Búast má við frekari aukningu á verðbólgunni, sem ætti að hafa neikvæð áhrif á óverðtryggð skuldabréf. Erfitt er að sjá fyrir sér hvaða áhrif óróinn á erlendum mörkuðum hefur á þróun verðlags en það mun hafa áhrif hér á landi í gegnum innfluttar vörur.  Einnig eru áhrif nýgerðra kjarasamninga ekki komin fram nema að litlu leyti.

 

Innlend hlutabréf

Í vikunni  lækkaði  OMXI6ISK hlutabréfavísitalan um 2,63%.  Bréf Icelandair group hækkuðu um 4,51% en bréf Atlantic Petroleum lækkuðu um 18,9% í fáum og litlum viðskiptum.

Heildarvelta hlutabréfa í OMXI6ISK hlutabréfavísitölunni var rúm 241 milljón. Mest velta var með bréf Icelandair group, eða um 74% af heildarveltu vikunnar.

Á mánudaginn birti Bank Nordik uppgjör fyrir annan ársfjórðung 2011.  Uppgjörið var frekar slakt fyrir fyrstu 6 mánuði ársins, en bankinn skilaði 23 milljóna DKK hagnaði. Til samanburðar skilaði bankinn  372 milljóna DKK hagnaði árið 2010. Arðsemi eigin fjár fyrir fyrstu 6 mánuðina var 2,2% og hafa tekjur af grunnstarfsemi bankans dregist saman á milli ára.

Bankinn hefur lokað útibúum í Færeyjum og lækkað kostnað í Danmörku og hefur þannig lækkað kostnað á milli fjórðunga. Afskriftir útlána eru fremur litlar, eða 13,1% af hreinum vaxtatekjum.

Afkomuspá stjórnenda Bank Nordik fyrir skatta og gengishagnað var lækkuð í uppgjörinu úr 100-140 milljónir DKK í 70-110 milljónir DKK.

BankNordik keypti hluta af starfsemi Amagerbankans sem fór í þrot fyrr á þessu ári. Við kaupin yfirtók BankNordik 24 bankaútibú í Danmörku og viðskiptavinum fjölgaði um 90 þúsund.

Eftir yfirtökuna verður eiginfjárhlufall bankans 14,5%  (lágmarkið er 8,8%) og í tilkynningu um uppgjörið kemur fram að bankinn sé vel fjármagnaður og staða bankans sterk. Innlán bankans eru nú um 1,3 milljörðum DKK hærri en útlán hans.

 

Félög/vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
BNORDIK 90,00 -13,46% -15,09% -28,00% -28,00% -36,62% -36,17%
FO-AIR 105,00 0,00% 0,00% -3,64% -2,75% -8,62% -10,92%
FO-ATLA 139,50 -18,90% 18,90% 28,83% -40,13% -35,86% -7,00%
ICEAIR 5,33 4,51% 7,68% 10,58% 19,51% 69,21% 52,29%
MARL 121,50 1,25% -4,33% -2,41% 3,85% 21,50% 32,07%
OSSRu 196,00 -1,51% -1,26% -0,51% -0,51% -3,45% -2,49%
OMXI6ISK 926,56 -2,63% -4,89% -6,40% -5,15% -0,77% -0,55%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Nasdaq OMX Nordic, 29. ágúst 2011)

 

Erlend hlutabréf

Nokkur hækkun var á erlendum hlutabréfum í vikunni.  S&P 500 vísitalan í Bandaríkjunum hækkaði um 4,77%, Dax í Þýskalandi um 1,05% og heimshlutabréfavísitalan MSCI hækkaði um 2,81%.

Hækkunin var kærkomin eftir lækkanir undanfarnar vikur. En það sem af er ágúst mánuði hefur S&P 500 vísitalan lækkað um 8,94%, Dax um 22,65% og MSCI um 10,95%.

Hlutabréfaverð hækkaði á föstudaginn þegar Ben Bernanke, Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, tilkynnti að hagkerfi Bandaríkjanna væri smám saman að ná bata og að bankinn hefði úrræði til að örva hagvöxt ef á þyrfti að halda.

Fjárfestar áttu von á að seðlabankastjórinn myndi tilkynna áætlun um hvernig bandarískt efnahagslíf yrði örvað en Bernanke boðaði ekki slíkar aðgerðir í ræðu sinni.

 

Vísitölur Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
Heimsvísitala (MSCI) 1163,02 2,81% -10,95% -13,11% -13,96% -9,14% 6,77%
Þýskaland (DAX) 5537,48 1,05% -20,73% -20,79% -21,97% -17,93% -4,65%
Bretland (FTSE) 5131,10 1,78% -11,78% -13,62% -14,42% -13,05% -1,38%
Frakkland (CAC) 3087,64 2,35% -14,05% -20,14% -23,23% -17,07% -10,04%
Bandaríkin (Dow Jones) 11433,71 4,36% -5,84% -8,10% -6,48% -1,24% 12,64%
Bandaríkin (Nasdaq) 2529,46 5,91% -8,23% -9,56% -9,09% -4,65% 17,45%
Bandaríkin (S&P 500) 1195,99 4,77% -7,45% -10,15% -9,89% -4,90% 12,34%
Japan (Nikkei) 8797,78 0,90% -9,98% -7,04% -16,69% -13,47% -1,55%
Samnorræn (VINX) 79,76 1,95% -13,55% -21,74% -23,05% -22,85% -6,84%
Svíþjóð (OMXS30) 904,32 3,06% -13,00% -19,30% -17,83% -19,75% -8,98%
Noregur (OBX) 332,89 2,80% -10,84% -14,46% -16,24% -14,59% 6,74%
Finnland (OMXH25) 1891,49 1,68% -10,83% -23,21% -25,09% -25,87% -11,28%
Danmörk (OMXC20) 337,12 -3,39% -17,58% -23,53% -26,82% -24,25% -11,91%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Bloomberg, 29. ágúst 2011)

 

Krónan

Gengisvísitalan hækkaði um 0,25% og endaði í 219,45 stigum.

Frá áramótum hefur krónan veikst um 5,2%.  Krónan hefur veikst gagnvart öllum helstu myntum nema Bandaríkjadal, en þar nemur styrkingin um 1%.  Mest er veikingin gagnvart svissneskum franka, 14,26%.

 

Vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
GVT ISK 219,45 0,25% -1,28% -0,68% 1,36% 5,22% 5,54%

(Gengisvísitala krónunnar, Bloomberg, 29. ágúst 2011)

 

Fyrirvari

Markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa eru unnar af starfsmönnum Íslenskra verðbréfa hf. Þær eru stutt samantekt og ber ekki að líta svo á að í þeim sé að finna allar tiltækar upplýsingar um þau viðfangsefni sem til umfjöllunar eru.

Við vinnslu fréttanna er stuðst við innlendar og erlendar upplýsinga- og fréttaveitur sem taldar eru áreiðanlegar, en einnig við opinberar upplýsingar, eigin úrvinnslu og mat starfsmanna á hverjum tíma. Íslensk verðbréf hf. ábyrgjast þó ekki nákvæmni upplýsinganna, áreiðanleika eða réttmæti þeirra.

Markaðsfréttirnar eru einungis birtar í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á þær sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum.

Ábyrgðarmaður Vikulegra markaðsfrétta Íslenskra verðbréfa er Björn Snær Guðbrandsson, forstöðumaður eignastýringar.