Vikulegar markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku.

 

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku. Smelltu hér ef þú vilt skrá þig á listann.

Innlend skuldabréf

Löng verðtryggð skuldabréf hækkuðu um 1,32% og millilöng verðtryggð skuldabréf hækkuðu um 0,68%. Löng óverðtryggð skuldabréf hækkuðu um 1,33%, og millilöng óverðtryggð skuldabréf hækkuðu um 1,58%.

Ríkistryggð skuldabréf halda því áfram að hækka í verði og sem fyrr er það takmarkað framboð fjárfestingakosta sem því veldur.

Mikil eftirspurn var í ríkisvíxlaútboði Lánamála ríkisins sem var s.l. fimmtudag, en boðnir voru tveir flokkar að venju. Alls bárust tilboð fyrir tæpa 29 milljarða að n.v. og var tilboðum tekið fyrir rúma 19 milljarða að n.v.

 

Innlend hlutabréf

Góður gangur var á innlendum hlutabréfum í vikunni. OMXI6ISK vísitalan hækkaði um 2,52%. Mest hækkuðu bréf Icelandair, um 4,55% en mest lækkuðu bréf Bnordik, um 2,47%.

Heildarvelta OMXI6ISK vísitölunnar þessa vikuna var rúmur 1,1 ma. kr.  Mest var veltan með Marel eða rúmar 681 m.kr.

Marel hefur hækkað um 5,58% frá áramótum og var gengið þess í lok síðustu viku 132,5 kr á hlut sem er hæsta gengi félagsins frá skráningu þess á markað.

 

Félög/vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
BNORDIK 79,00 -2,47% -2,47% 5,33% -33,05% -2,47% -43,57%
FO-ATLA 164,50 0,00% 7,52% 48,87% -4,08% 7,52% -22,77%
HAGA 17,10 2,70% 0,00% 0,00% 0,00% 4,59% 7,21%
ICEAIR 5,05 4,55% -3,44% -10,46% 0,00% 0,40% 31,17%
MARL 132,50 3,92% 3,52% 14,72% 3,52% 5,58% 19,37%
OSSRu 198,00 2,59% 6,45% 7,03% -1,98% 703,00% -1,00%
OMXI6ISK 950,12 2,52% 2,90% 10,05% -4,41% 4,45% -1,24%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Nasdaq OMX Nordic, 16. janúar 2012)


Erlend hlutabréf

Nokkur hækkun var á erlendum hlutabréfum í síðustu viku.  Heimshlutabréfavísitalan MSCI hækkaði um 0,80%,  DAX í Þýskalandi um 1,41% og S&P 500 í Bandaríkjunum um 0,88%.

Búast má við erfiðri viku framundan þar sem matsfyrirtækið Standard & Poor‘s lækkaði á föstudag lánshæfiseinkunn níu evruríkja, þar á meðal Frakklands, Spánar, Ítalíu og Austurríkis.

Ákvörðunin hefur verið gagnrýnd af ýmsum leiðtogum Evrópu og er talin leiða til frekari niðursveiflu á svæðinu.  Frakkland gegnir til að mynda mikilvægu hlutverki í björgunarsjóði ESB og lækkun lánshæfiseinkunn Frakka um einn flokk úr AAA- í AA+ getur haft áhrif á fjármögnunarkostnað sjóðsins.

Seðlabanki Evrópu ákvað í vikunni að halda stýrivöxtum óbreyttum í 1,00% sem var í takt við spá greiningaraðila.

 

Vísitölur Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
Heimsvísitala (MSCI) 1201,06 0,80% 4,76% 1,24% -8,54% 1,56% -8,25%
Þýskaland (DAX) 6143,08 1,41% 7,44% 2,66% -15,15% 3,86% -13,42%
Bretland (FTSE) 5636,64 -0,23% 4,32% 2,82% -3,82% 0,86% -6,36%
Frakkland (CAC) 3196,49 1,88% 6,96% -1,21% -14,69% 0,61% -20,19%
Bandaríkin (Dow Jones) 12422,06 0,50% 4,68% 6,68% -0,46% 1,67% 5,38%
Bandaríkin (Nasdaq) 2710,67 1,37% 6,08% 1,61% -2,84% 4,05% -1,62%
Bandaríkin (S&P 500) 1289,09 0,88% 5,69% 5,27% -2,06% 2,50% -0,32%
Japan (Nikkei) 8500,02 0,13% -0,28% -4,22% -16,00% 0,53% -20,20%
Samnorræn (VINX) 90,26 0,38% 9,57% 8,13% -5,64% 3,19% -16,49%
Svíþjóð (OMXS30) 1009,00 0,68% 7,47% 5,37% -6,66% 2,02% -14,11%
Noregur (OBX) 365,06 0,32% 6,57% 5,20% -5,36% 1,52% -10,15%
Finnland (OMXH25) 2007,13 0,92% 10,38% 0,27% -11,20% 3,61% -25,05%
Danmörk (OMXC20) 401,19 0,70% 7,87% 15,11% -7,04% 3,11% -13,37%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Bloomberg, 16. janúar 2012)

 

Krónan

Gengisvísitala krónunnar hækkaði um 0,68% í síðustu viku og endaði í 219,18 stigum. Veiking varð einnig í fyrstu viku ársins og hefur gengisvísitala krónunnar hækkað um 0,88% það sem af er árs.

Krónan hefur gefið eftir gagnvart öllum helstu myntum. Mest hefur japanskt jen hækkað í verði, um 2,40% og kanadadalur um 1,76%. Hins vegar hefur dönsk króna hækkað minnst, um 0,17% og evra um 0,21%.

 

Vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
GVT ISK 219,18 0,68% 1,56% 2,56% -0,77% 0,87% 4,18%

(Gengisvísitala krónunnar, Seðlabankinn, 16. janúar 2012)

 

Fyrirvari

Markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa eru unnar af starfsmönnum Íslenskra verðbréfa hf. Þær eru stutt samantekt og ber ekki að líta svo á að í þeim sé að finna allar tiltækar upplýsingar um þau viðfangsefni sem til umfjöllunar eru.

Við vinnslu fréttanna er stuðst við innlendar og erlendar upplýsinga- og fréttaveitur sem taldar eru áreiðanlegar, en einnig við opinberar upplýsingar, eigin úrvinnslu og mat starfsmanna á hverjum tíma. Íslensk verðbréf hf. ábyrgjast þó ekki nákvæmni upplýsinganna, áreiðanleika eða réttmæti þeirra.

Markaðsfréttirnar eru einungis birtar í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á þær sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum.

Ábyrgðarmaður Vikulegra markaðsfrétta Íslenskra verðbréfa er Björn Snær Guðbrandsson, forstöðumaður eignastýringar.