Vikulegar markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku.

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku. Smelltu hér ef þú vilt skrá þig á listann.

 

Innlend skuldabréf

Löng verðtryggð skuldabréf lækkuðu um 0,58% og millilöng verðtryggð skuldabréf lækkuðu um 2,5%. Löng óverðtryggð skuldabréf hækkuðu um 1,34% og millilöng óverðtryggð skuldabréf hækkuðu um 0,54%.

Verðtryggð skuldabréf lækkuðu mikið í verði í kjölfar þess að Alþingi herti lög um gjaldeyrishöft og fækkaði undanþágum. Ástæðan er sú að erlendir fjárfestir voru búnir eignast stóran hlut af HFF14 og nú þegar ekki er hægt fara út nema með vextina þá minnkar áhugi þeirra á flokknum og ljóst að í kjölfarið yrði sölupressa sem smitaðist síðan út í allt verðtryggða vaxtaferlið.

Óverðtryggðu bréfin voru hins vegar keypt og hefur verðbólgu álagið því minnkað verulega þrátt fyrir að verðbólguhorfur séu svipaðar.

 

Innlend hlutabréf

OMXI6ISK vísitalan hækkaði um 1,6% í vikunni.  Mest hækkuðu bréf Össurar, um 4,64%.  Ekkert félag í vísitölunni lækkaði í vikunni.

Heildarvelta á OMXI6ISK var um 9,5 milljarðar króna.  Viðskipti með Marel voru fyrir um 8,4 milljarða króna.  Eyrir Invest skipti við Landsbankann á eigin hlutum fyrir 2,5% hlut í Marel á genginu 140. Upphæð viðskiptanna var í kringum 2,6 milljarðar króna.

Þá var Landsbankinn með útboð á 5% eignarhlut í Marel, eftirspurn var fyrir um 10,1% af heildarhlutafé Marels.  Sölugengi í útboðinu var ákvarðað 142 krónur á hlut. Heildarnafnverð samþykktra tilboða eftir skerðingu var 36.778.455 hlutir. Heildarsöluverðmæti útboðsins var því í kringum 5,2 milljarða króna.

Fyrirhuguð skráning Landsbankans á Horni Fjárfestingarfélagi í Kauphöll hefur verið frestað en bankinn telur óvíst að ná því markmiði að selja 80-90% hlut í félaginu á skömmum tíma með skráningu.  Í tilkynningu bankans kemur fram að það sé verið að kanna fleiri leiðir varðandi sölu á félaginu og upplýst verði á næstu vikum hvaða leið verði farin. Áfram er því bið eftir næstu skráningu í Kauphöllina.

Aðalfundur Icelandair fer fram á föstudaginn og liggur fyrir tillaga um að greiða út arð upp á 0,16 krónur á hlut.  Heildararðgreiðsla myndi því nema 800 milljónum króna.  Fyrirhugað er að greiða út arðinn 20. apríl 2012.

 

Félög/vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
BNORDIK 70 0,00% 7,69% -13,58% -16,67% -13,58% -44,00%
FO-ATLA 178,5 0,00% -7,03% 16,67% 31,25% 16,67% -15,60%
HAGA 17,6 0,57% 2,03% 0,00% 0,00% 7,65% 10,34%
ICEAIR 5,91 4,05% 7,45% 13,22% 11,72% 17,50% 31,63%
MARL 145 0,69% 3,94% 14,17% 23,40% 15,54% 16,94%
OSSRu 203 4,64% 6,84% 7,41% 6,84% 9,73% 4,10%
OMXI6ISK 1011,34 1,63% 4,22% 9,34% 13,00% 11,18% 2,80%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Nasdaq OMX Nordic, 19. mars 2012)

 

Erlend hlutabréf

Miklar hækkanir voru á helstu vístölum í vikunni.  Heimasvísitalan MSCI hækkaði um 2,25%, DAX í Þýskalandi um 4,03%, Nasdaq í Bandaríkjunum um 2,24% og Nikkei í Japan hækkaði um 2,02%.

Í kjölfar lánveitingar evruríkjanna til Grikklands og gríðar mikilla afskrifta á skuldum gríska ríkisins hækkaði Fitch Ratings lánshæfismat Grikklands úr flokknum D, sem þýðir gjaldþrot, í flokkinn B- sem er ruslflokkur.  Fitch Ratings telur því að komið hafi verið í veg fyrir gjaldþrot gríska ríkisins með lánveitingunni, afskriftum og lengingu skulda.

Góðar hagtölur í Bandaríkjunum, óbreyttir stýrivextir og upplýsingar um traust bankakerfi áttu þátt í því að hlutabréfaverð hækkaði í vikunni.  Nasdaq vísitalan fór yfir 3.000 stig og hefur ekki náð því gildi síðan árið 2000.  Frá áramótum hefur Nasdaq vísitalan hækkað um 17,28%.

 

Vísitölur Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
Heimsvísitala (MSCI) 1320,96 2,25% 2,56% 16,35% 14,22% 11,70% 2,63%
Þýskaland (DAX) 7157,82 4,03% 3,85% 25,41% 31,31% 20,57% 6,71%
Bretland (FTSE) 5965,58 1,33% 0,49% 10,61% 12,83% 6,49% 3,78%
Frakkland (CAC) 3594,83 3,08% 3,69% 19,92% 21,31% 12,88% -6,39%
Bandaríkin (Dow Jones) 13232,62 2,40% 2,18% 12,46% 16,07% 8,31% 11,59%
Bandaríkin (Nasdaq) 3055,26 2,24% 3,51% 21,09% 16,93% 17,28% 15,57%
Bandaríkin (S&P 500) 1404,17 2,43% 3,15% 16,49% 16,62% 11,65% 9,77%
Japan (Nikkei) 10129,83 2,02% 8,08% 22,25% 14,42% 19,95% 10,16%
Samnorræn (VINX) 100,80 2,27% 1,40% 21,97% 26,43% 14,96% -1,22%
Svíþjóð (OMXS30) 1123,35 3,08% 1,78% 19,79% 24,98% 13,29% 2,54%
Noregur (OBX) 401,64 2,03% 3,61% 18,96% 20,63% 12,30% 0,61%
Finnland (HEX25) 2290,00 3,09% 1,14% 26,00% 20,99% 17,45% -9,45%
Danmörk (KFX) 458,93 0,61% 1,90% 22,57% 34,72% 17,80% -0,56%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Bloomberg, 19. mars 2012)

 

Krónan

Gengisvísitala krónunnar hækkaði um 0,57% í vikunni og endaði í 228,47 stigum. Krónan veiktist um 0,4% gagnvart evru og um 1,8% gagnvart Bandaríkjadal.

Ný lög um breytingu á lögum um gjaldeyrismál tóku gildi hinn 13. mars s.l. Er þeim ætlað að takmarka fjármagnshreyfingar á milli landa í þeim tilgangi að minnka óstöðugleika á gjaldeyrismarkaði sem gæti leitt til verulegrar gengislækkunar krónunnar.

Þetta er gert með þrennum hætti. Í fyrsta lagi fellur niður undanþága vegna útgreiðslu samningskrafna innlendra þrotabúa. Í öðru lagi er ekki lengur heimilt að kaupa erlendan gjaldeyri fyrir andvirði verðbóta af höfuðstól skuldabréfa auk þess sem óheimilt er að kaupa erlendan gjaldeyri vegna afborgana af höfuðstól skuldabréfa. Í þriðja lagi er um að ræða breytingu sem fellir úr gildi undanþágu, sem skilanefndir og slitastjórnir gömlu bankanna hafa haft, frá banni laganna til fjármagnshreyfinga á milli landa í erlendum gjaldeyri.

Tilkynnt var að í þessum mánuði myndi Ríkissjóður Íslands og Seðlabanki Íslands endurgreiða 116 ma.kr. af lánum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) og Norðurlöndunum. Fjárhæðin sem endurgreidd er nemur rösklega 20% þeirra lána sem tekin voru hjá AGS og Norðurlöndunum í tengslum við efnahagsáætlun stjórnvalda og AGS. Markmið endurgreiðslu er að draga úr kostnaði við gjaldeyrisforðahald. Erlend skuldastaða þjóðarbúsins lækkar í heild um 6,6% af VLF við þessar breytingar en nettóskuldastaða er óbreytt.

 

Vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
GVT ISK 228,468 0,57% 2,70% 5,20% 6,03% 5,15% 5,71%

(Gengisvísitala krónunnar, Seðlabankinn, 19. mars 2012)

 

Fyrirvari

Markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa eru unnar af starfsmönnum Íslenskra verðbréfa hf. Þær eru stutt samantekt og ber ekki að líta svo á að í þeim sé að finna allar tiltækar upplýsingar um þau viðfangsefni sem til umfjöllunar eru.

Við vinnslu fréttanna er stuðst við innlendar og erlendar upplýsinga- og fréttaveitur sem taldar eru áreiðanlegar, en einnig við opinberar upplýsingar, eigin úrvinnslu og mat starfsmanna á hverjum tíma. Íslensk verðbréf hf. ábyrgjast þó ekki nákvæmni upplýsinganna, áreiðanleika eða réttmæti þeirra.

Markaðsfréttirnar eru einungis birtar í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á þær sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum.

Ábyrgðarmaður Vikulegra markaðsfrétta Íslenskra verðbréfa er Björn Snær Guðbrandsson, forstöðumaður eignastýringar.