Vikulegar markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku.

 

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku. Smelltu hér ef þú vilt skrá þig á listann.

 

Innlend skuldabréf

Löng verðtryggð skuldabréf hækkuðu um 0,72% og millilöng verðtryggð skuldabréf hækkuðu um 1,01%. Löng óverðtryggð skuldabréf lækkuðu um 0,91% en millilöng óverðtryggð skuldabréf hækkuðu um 0,12%.

Fjárfestar eru greinilega farnir að sækja í verðtryggð bréf á nýjan leik eftir að hafa horft á þau lækka töluvert í verði í marsmánuði. Verðbólguhorfur  hafa líka, að flestra mati, versnað nokkuð.

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti um hækkun stýrivaxta um 0,25 prósentustig miðvikudaginn 21. mars. Helstu ástæður hækkunar eru veikari króna og verri verðbólguhorfur.

Lánamál ríkisins felldu niður útboð ríkisbréfa sem vera átti föstudaginn 23. mars.  Líklegasta skýringin er skiptiútboð sem Seðlabanki Íslands heldur miðvikudaginn 28. mars en þar býðst fjárfestum m.a. að kaupa nýjan verðtryggðan flokk, RIKS 33, fyrir evrur.

Hagstofa Íslands birtir nýjar verðbólgutölur miðvikudaginn 28. mars og spár greiningaraðila liggja á bilinu 1,0-1,2% hækkun frá síðustu mælingu. Verði niðurstaðan á þessu bili verður 12 mánaða verðbólga á bilinu 6,4-6,6%.

 

Innlend hlutabréf

OMXI6ISK vísitalan hækkaði í vikunni um 0,79%.  Mest hækkaði Bank Nordik, um 18,57%.  Mest lækkaði Össur, um 3,20%.

Heildarvelta OMXI6ISK vísitölunnar þessa vikuna var um 1,3 ma. kr.  Mest var veltan með Haga eða rúmar 532 m.kr.

Færeyski bankinn BankNordik hagnaðist um 32 milljónir danskra króna fyrir árið 2011. Stjórnendur bankans vænta þess að árið í ár verði bankanum gott. Stjórn bankans leggur til að ekki verður greiddur út arður fyrir árið 2011.

 

Félög/vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
BNORDIK 83 18,57% 29,69% 2,47% 1,22% 2,47% -33,06%
FO-ATLA 169 -5,32% -16,34% 10,46% 27,07% 10,46% -21,21%
HAGA 17,9 1,70% 4,68% 9,48% 0,00% 9,48% 12,23%
ICEAIR 5,91 0,00% 9,24% 17,03% 9,44% 17,50% 33,71%
MARL 146 0,69% 5,41% 16,33% 29,20% 16,33% 16,33%
OSSRu 196,5 -3,20% 4,80% 5,65% 5,93% 6,22% 0,26%
OMXI6ISK 1019,33 0,79% 5,37% 11,44% 17,36% 12,06% 3,10%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Nasdaq OMX Nordic, 26. mars 2012)

 

Erlend hlutabréf

Nokkur lækkun var á erlendum hlutabréfum í vikunni.  S&P 500 lækkaði um 0,50%,  DAX í Þýskalandi um 2,27%, Nikkei í Japan um 1,17% og heimshlutabréfavísitalan MSCI lækkaði um 0,96%.

Lækkunina má meðal annars rekja til samdráttar á framleiðsluvísitölu Kínverja og til neikvæðra frétta af framleiðslu- og þjónustuvísitölum í Evrópu sem lækkuðu milli mánaða þvert á spár markaðsaðila. Þá voru færri nýjar íbúðir seldar í Bandaríkjunum í febrúar en mánuðinn á undan og sala á notuðum íbúðum var einnig undir væntingum.

Lækkunin í vikunni kemur þó ekki á óvart eftir miklar hækkanir frá áramótum og ekki óeðlilegt að fjárfestar innleysi hagnað.  Frá áramótum hefur DAX í Þýskalandi hækkað um 18,60%, Nikkei í Japan um 18,40% og Nasdaq í Bandaríkjunum um 17,76%.

 

Vísitölur Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
Heimsvísitala (MSCI) 1308,25 -0,96% 0,59% 10,60% 17,92% 10,63% -1,33%
Þýskaland (DAX) 6995,62 -2,27% 1,84% 18,91% 30,77% 18,60% 0,64%
Bretland (FTSE) 5854,89 -1,86% -1,18% 6,39% 15,24% 5,07% -0,61%
Frakkland (CAC) 3476,18 -3,30% 0,03% 11,80% 21,29% 10,01% -12,70%
Bandaríkin (Dow Jones) 13080,73 -1,15% 0,75% 6,40% 18,44% 7,06% 7,04%
Bandaríkin (Nasdaq) 3067,92 0,41% 3,51% 17,16% 21,90% 17,76% 11,84%
Bandaríkin (S&P 500) 1397,11 -0,50% 2,30% 10,41% 20,14% 11,09% 6,34%
Japan (Nikkei) 10011,47 -1,17% 3,84% 18,15% 19,63% 18,40% 5,06%
Samnorræn (VINX) 97,44 -3,33% -2,40% 13,13% 27,79% 11,37% -6,48%
Svíþjóð (OMXS30) 1084,29 -3,48% -1,49% 10,34% 24,13% 9,76% -3,85%
Noregur (OBX) 396,20 -1,35% 0,39% 11,42% 25,73% 10,79% -3,06%
Finnland (HEX25) 2201,39 -3,87% -3,88% 14,25% 22,34% 13,35% -16,18%
Danmörk (KFX) 447,66 -2,46% -1,65% 17,04% 31,08% 14,80% -2,62%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Bloomberg, 26. mars 2012)

 

Krónan

Gengisvísitala krónunnar lækkaði um 0,11% í vikunni og endaði í 228,22 stigum. Krónan veiktist um 0,4% gagnvart evru en styrktist um 1,1% gagnvart Bandaríkjadal.

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækkaði vexti bankans um 0,25 prósentur 21. mars s.l. Vaxtahækkunin var í takt við væntingar flestra markaðsaðila og var rökstudd með lækkandi gengi krónunnar og versnandi verðbólguhorfum til skemmri tíma. Í yfirlýsingu Seðlabankans kemur fram að talin sé hætta á að verðbólga verði fyrir ofan verðbólgumarkmið lengur en áður hefur verið spáð.

 

Vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
GVT ISK 228,2156 -0,11% 0,82% 4,34% 6,58% 5,03% 5,62%

(Gengisvísitala krónunnar, Seðlabankinn, 26. mars 2012)

 

Fyrirvari

Markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa eru unnar af starfsmönnum Íslenskra verðbréfa hf. Þær eru stutt samantekt og ber ekki að líta svo á að í þeim sé að finna allar tiltækar upplýsingar um þau viðfangsefni sem til umfjöllunar eru.

Við vinnslu fréttanna er stuðst við innlendar og erlendar upplýsinga- og fréttaveitur sem taldar eru áreiðanlegar, en einnig við opinberar upplýsingar, eigin úrvinnslu og mat starfsmanna á hverjum tíma. Íslensk verðbréf hf. ábyrgjast þó ekki nákvæmni upplýsinganna, áreiðanleika eða réttmæti þeirra.

Markaðsfréttirnar eru einungis birtar í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á þær sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum.

Ábyrgðarmaður Vikulegra markaðsfrétta Íslenskra verðbréfa er Björn Snær Guðbrandsson, forstöðumaður eignastýringar.