Vikulegar markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku.

 

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku. Smelltu hér ef þú vilt skrá þig á listann.

Innlend skuldabréf

Löng verðtryggð skuldabréf lækkuðu um 0,25% og millilöng verðtryggð skuldabréf lækkuðu um 0,69%. Löng óverðtryggð skuldabréf hækkuðu um 1,25% og millilöng óverðtryggð skuldabréf hækkuðu um 0,83%.

Óverðtryggð bréf hækkuðu mikið í vikunni á meðan verðtryggð bréf lækkuðu. Verðbólguálag fer því lækkandi og sú þróun gæti haldið eitthvað áfram.

Fimmtudaginn 24. maí birti Hagstofan nýjar verðbólgutölur. Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,03% á milli mánaða en spár greiningaraðila voru á bilinu 0,2-0,4% hækkun. Þessi niðurstaða hefur valdið aukinni eftirspurn í óverðtryggð bréf.

Lánamál ríkisins felldu niður útboð ríkisbréfa sem fyrirhugað var þann 25. maí.

 

Innlend hlutabréf

OMXI6ISK vísitalan hækkaði í vikunni um 1,76%.  Mest hækkuðu bréf Icelandair, um 3,65%.  Aðeins lækkuðu bréf Atlantic Petroleum og nam sú lækkun 0,65%.

Heildarvelta á OMXI6ISK var ríflega 1.140 milljónir króna.  Mest voru viðskipti með bréf Marels fyrir um 496 milljónir króna.

Í vikunni gerði William Demant Invest A/S stærsti hluthafi Össurar valfrjálst tilboð í hlutabréf félagsins.  WDI á 39,58% hlut í félaginu.

Samkvæmt tilkynningu frá WDI er tilboðið gert af tæknilegum ástæðum, félagið vill njóta sveigjanleika sem ráðandi hluthafi.  Engar áætlanir eru um að yfirtaka Össur og hluthafar verða ekki hvattir eða þvingaðir til að selja hlut sinn.  Tilboðið á ekki að hafa áhrif á starfsemi Össurar og ekki eru áform um að afskrá félagið.

Hlutabréf Össurar eru bæði skráð í kauphöll NASDAQ OMX í Kaupmannahöfn sem og hér á Íslandi án aðkomu félagsins. Þar sem Össur er með höfuðstöðvar á Íslandi þá gilda íslenskar yfirtökureglur og óvissa ríkir hvort WDI yrði yfirtökuskylt ef það yki hlut sinn í Össuri.  Tilboðið er því lagt fram til að eyða þeirri óvissu.  WDI gerir ráð fyrir að eignarhlutur þess í Össuri verði að jafnaði 40-50%.

Tilboðsverð er 202 ISK fyrir hlut sem er til viðskipta í kauphöllinni hér heima en 8,2 DKK fyrir hlut til viðskipta í kauphöllinni í Kaupmannahöfn.  Tilboðið gildir í 4 vikur.

 

Félög/vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
BNORDIK 75,00 0,00% -2,60% 13,64% 0,00% -7,41% -39,52%
FO-ATLA 153,00 -0,65% -8,66% -15,93% -5,26% 0,00% -21,94%
HAGA 18,95 1,61% 0,53% 12,46% 0,00% 15,90% 18,81%
ICEAIR 6,53 2,35% 3,00% 20,26% 27,79% 29,82% 36,90%
MARL 158,00 2,27% -1,56% 12,86% 33,33% 25,90% 25,90%
OSSRu 208,00 2,97% -2,80% 9,47% 11,23% 12,43% 5,58%
OMXI6ISK 1069,86 1,84% -1,91% 10,28% 20,35% 17,61% 7,86%

 (Verðbreyting í viðkomandi mynt, Nasdaq OMX Nordic, 29. maí 2012)

 

Erlend hlutabréf

Í vikunni lækkaði heimsvísitalan (MSCI) um 0,06%. Í Þýskalandi hækkaði DAX vísitalan um 0,83%, FTSE í Bretlandi lækkaði um 1,68%, S&P 500 vísitalan í Bandaríkjunum hækkaði um 1,21% og Nikkei í Japan lækkaði um 0,21%.

Fjárfestar hafa ekki tekið vel í skráningu Facebook á markað og hafa fjárfestar farið í mál við bankana Morgan Stanley, Goldman Sachs og JP Morgan Chase, sem sáu um útboðið og kauphallarskráninguna ásamt stjórnendum Facebook. Fjárfestar vilja meina að bankarnir hafi falið væntanlegan tekjusamdrátt  hjá félaginu og beitt ýmsum brögðum til að laða fjárfesta að félaginu. Frá því félagið var skráð á markað hefur það lækkað um 16%.

Vandamál Evrópu halda áfram og fjárfestar forðast nú evruna. Þeir hafa verið að selja eignir í evrum vegna ótta við að Grikkland gangi út úr evrunni en mikil pólitísk óvissa er þar í landi um þessar mundir. Evran hefur fallið um 5,4% á móti Bandaríkjadal í mánuðinum.

 

Vísitölur Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
Heimsvísitala (MSCI) 1178,43 -0,06% -8,36% -8,36% 4,42% 0,64% -11,08%
Þýskaland (DAX) 6271,22 0,83% -6,72% -7,46% 9,39% 7,57% -11,43%
Bretland (FTSE) 5267,62 1,68% -7,42% -8,91% 0,21% -4,02% -9,94%
Frakkland (CAC) 3008,00 1,16% -6,83% -11,86% 0,54% -3,70% -22,98%
Bandaríkin (Dow Jones) 12369,38 0,70% -5,85% -4,23% 8,09% 1,94% 0,11%
Bandaríkin (Nasdaq) 2778,79 0,91% -7,55% -5,00% 12,27% 8,92% 1,45%
Bandaríkin (S&P 500) 1295,22 1,21% -6,10% -3,96% 10,50% 4,79% -1,00%
Japan (Nikkei) 8611,31 -0,21% -9,07% -10,97% 2,11% 2,39% -9,08%
Samnorræn (VINX) 85,98 3,16% -6,85% -10,88% 8,26% 1,76% -15,00%
Svíþjóð (OMXS30) 955,98 3,05% -6,00% -9,85% 6,64% 0,55% -13,57%
Noregur (OBX) 358,45 0,92% -7,01% -9,43% 5,69% 0,85% -9,80%
Finnland (HEX25)  1864,06 0,94% -10,95% -15,93% -1,85% -2,87% -25,66%
Danmörk (KFX) 440,45 0,79% -2,94% -2,93% 18,92% 13,14% -2,66%

 (Verðbreyting í viðkomandi mynt, Bloomberg, 29. maí 2012)

 

Krónan

Gengisvísitala krónunnar hækkaði um 0,26% í vikunni og endaði í 224,61stigi. Krónan veiktist um 1% gagnvart bandaríkjadal en var nánast óbreytt gagnvart evru.

Seðlabanki Íslands mun halda næstu gjaldeyrisútboð 20. júní. Í þeim býðst bankinn til að kaupa evrur í skiptum fyrir íslenskar krónur til fjárfestingar til langs tíma í íslensku atvinnulífi eða gegn greiðslu í RIKS 33 0321. Jafnframt kallar bankinn eftir tilboðum frá aðilum sem vilja selja íslenskar krónur gegn greiðslu í reiðufé í erlendum gjaldeyri.

 

Vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
GVT ISK 224,61 0,26% -1,56% -0,99% 3,98% 3,37% 1,91%

 (Gengisvísitala krónunnar, Seðlabankinn, 29. maí 2012)

 

Fyrirvari

Markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa eru unnar af starfsmönnum Íslenskra verðbréfa hf. Þær eru stutt samantekt og ber ekki að líta svo á að í þeim sé að finna allar tiltækar upplýsingar um þau viðfangsefni sem til umfjöllunar eru.

Við vinnslu fréttanna er stuðst við innlendar og erlendar upplýsinga- og fréttaveitur sem taldar eru áreiðanlegar, en einnig við opinberar upplýsingar, eigin úrvinnslu og mat starfsmanna á hverjum tíma. Íslensk verðbréf hf. ábyrgjast þó ekki nákvæmni upplýsinganna, áreiðanleika eða réttmæti þeirra.

Markaðsfréttirnar eru einungis birtar í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á þær sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum.

Ábyrgðarmaður Vikulegra markaðsfrétta Íslenskra verðbréfa er Björn Snær Guðbrandsson, forstöðumaður eignastýringar.