Vikulegar markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku.

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku. Smelltu hér ef þú vilt skrá þig á listann.

 

Innlend skuldabréf

Löng verðtryggð skuldabréf lækkuðu um 0,46% og millilöng verðtryggð skuldabréf lækkuðu um 0,50%. Löng óverðtryggð skuldabréf hækkuðu um 0,16% en millilöng óverðtryggð skuldabréf lækkuðu um 0,10%.

Seðlabanki Íslands hefur á þessu ári gert ársfjórðungslegar kannanir á væntingum markaðsaðila til ýmissa hagstærða, svo sem verðbólgu og vaxta. Athygli vekur að niðurstöður könnunar sem gerð var dagana 13.-17. ágúst sýna að verðbólguvæntingar markaðsaðila hafa minnkað töluvert. Sem dæmi vænta markaðsaðilar þess að ársverðbólga verði 4,8% eftir eitt ár og 4,5% eftir tvö ár, sem er tæplega einnar prósentu lækkun frá síðustu könnun.  

 

Innlend hlutabréf

OMXI6ISK vísitalan lækkaði í vikunni um 0,46%.  Mest hækkaðu bréf Regins, um 2,41%.  Mest lækkuðu bréf Marels, um 1,1%.

Heildarvelta á OMXI6ISK var um 1.360 milljónir króna. Mest voru viðskipti með bréf Icelandair, fyrir rúmlega 445 milljónir króna.

Icelandair hefur tilkynnt að þrír nýir áfangastaðir muni bætast við alþjóðlegt leiðakerfi félagsins á næsta ári. Þetta eru borgirnar Anchorage í Alaska, St. Pétursborg í Rússlandi og Zurich í Sviss.  Þetta ætti að styrkja enn frekar leiðakerfið félagsins frá Evrópu til Norður Ameríku.

Fasteignarfélagið Reginn birti hálfsárs uppgjör í vikunni og var það í takt við væntingar. Rekstrartekjur voru 1.618 milljónir króna sem er 18% hækkun samanborið við fyrstu 6 mánuði 2011. Hagnaður eftir skatta var 930 milljónir króna en var 66 milljónir fyrir sama tímabil 2011.  Söluhagnaður á tímabilinu nam 770 milljónum króna. 

Síðasta viðskiptaverð Regins (fyrir hádegi 3. sept.) er 8,6 og hefur félagið því hækkað um 4,88% frá útboði á markað í júlí.

 

Félög/vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
BNORDIK 68,00 0,00% -2,86% -9,33% -2,16% -16,05% -24,44%
HAGA 18,00 0,00% -1,67% -2,44% 3,15% 10,09% 12,85%
ICEAIR 7,13 0,28% 4,71% 8,54% 27,37% 41,55% 32,10%
MARL 138,50 -1,10% -0,72% -11,22% -3,82% 10,36% 12,60%
OSSRu 199,00 -0,50% -1,49% -4,33% 1,02% 7,57% 1,79%
Reginn 8,50 2,41% 3,97% 0,00% 0,00% 3,66% 3,66%
OMXI6ISK 994,37 -0,46% -0,38% -6,69% -0,86% 9,31% 6,87%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Nasdaq OMX Nordic, 31. ágúst 2012)

 

Erlend hlutabréf

Heimsvísitalan MSCI lækkaði í vikunni um 0,52%, FTSE í Bretlandi lækkaði um 1,13%,  Nikkei í Japan um 2,54% og S&P500 í Bandaríkjunum um 0,32%. 

Hlutabréf í Bandaríkjunum lækkuðu aðra vikuna í röð þrátt fyrir að hagvöxtur reyndist meiri á öðrum ársfjórðungi en spár sögðu til um. Hagvöxturinn mældist 1,7% en fyrstu þrjá mánuði ársins mældist hann 2%. 

Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Ben S. Bernanke, hélt ræðu á árlegri ráðstefnu bankans um efnahagsmál í Jackson Hole á föstudaginn. Þar útilokaði hann ekki að gripið yrði til frekari örvunaraðgerða til að auka hagvöxt.

Almennt hækkuðu erlendir hlutabréfamarkaðir í ágúst mánuði og af viðmiðunarvísitölum okkar var sú sænska, OMXS30, eina sem lækkaði. Mest hækkaði Nasdaq í Bandaríkjunum um 4,34% og CAC í Frakklandi um 3,69%.

 

Vísitölur Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
Heimsvísitala (MSCI) 1279,21 -0,52% 2,29% 10,95% -1,49% 8,17% 8,84%
Þýskaland (DAX) 6970,79 0,00% 2,93% 15,69% 1,13% 18,67% 26,38%
Bretland (FTSE) 5711,48 -1,13% 1,35% 9,19% -2,83% 3,07% 8,53%
Frakkland (CAC) 3413,07 -0,59% 3,69% 16,42% -1,89% 8,71% 9,10%
Bandaríkin (Dow Jones) 13090,84 0,26% 0,63% 8,02% 0,87% 7,15% 16,46%
Bandaríkin (Nasdaq) 3066,97 -0,09% 4,34% 11,63% 3,05% 17,73% 23,65%
Bandaríkin (S&P 500) 1406,58 -0,32% 1,98% 10,06% 2,70% 11,85% 19,81%
Japan (Nikkei) 8839,91 -2,54% 1,67% 4,07% -10,16% 3,89% -1,86%
Samnorræn (VINX) 98,66 -1,21% 0,02% 16,34% -1,09% 12,98% 19,08%
Svíþjóð (OMXS30) 1043,93 -1,38% -2,27% 9,40% -5,29% 5,95% 12,29%
Noregur (OBX) 404,35 0,88% 3,01% 17,12% 2,46% 13,65% 19,06%
Finnland (HEX25)  1994,91 -1,79% 2,42% 12,93% -10,52% 3,86% 2,40%
Danmörk (KFX) 490,16 0,54% 1,24% 17,32% 7,72% 26,26% 39,96%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Bloomberg, 31. ágúst 2012)

 

Krónan

Gengisvísitala krónunnar hækkaði um 1,4% í vikunni og endaði í 213,59 stigum.

Vísitala neysluverðs lækkaði óvænt um 0,15% milli mánaða. Mest áhrif til lækkunar höfðu flugfargjöld til útlanda og verð á mat- og drykkjarvörum. Síðustu tólf mánuði hefur vísitalan hækkað um 4,1%, en undandarna þrjá mánuði hefur vísitalan lækkað um 0,4%, sem jafngildir 1,5% verðhjöðnun á ári.

Síðastliðinn miðvikudag fóru fram gjaldeyrisuppboð hjá Seðlabanka Íslands. Bankinn keypti alls 18,6 milljónir evra, en tilboð bárust fyrir 31,8 milljón evra. Af teknum tilboðum voru 14,9 milljónir evra í fjárfestingarleið en 3,7 milljónir evra í ríkisverðbréfaleið.  Útboðsverð var 235 kr. fyrir hverja evru.

Seðlabankinn keypti einnig krónur fyrir evrur. Útboðsverð var 236 kr. fyrir hverja evru og var tilboðum tekið fyrir 3,8 milljarða króna.

 

Vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
GVT ISK 213,59 1,44% 2,63% -4,98% -6,77% -1,70% -2,21%

 (Gengisvísitala krónunnar, Seðlabankinn, 31. ágúst 2012)

 

Fyrirvari

Markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa eru unnar af starfsmönnum Íslenskra verðbréfa hf. Þær eru stutt samantekt og ber ekki að líta svo á að í þeim sé að finna allar tiltækar upplýsingar um þau viðfangsefni sem til umfjöllunar eru.

Við vinnslu fréttanna er stuðst við innlendar og erlendar upplýsinga- og fréttaveitur sem taldar eru áreiðanlegar, en einnig við opinberar upplýsingar, eigin úrvinnslu og mat starfsmanna á hverjum tíma. Íslensk verðbréf hf. ábyrgjast þó ekki nákvæmni upplýsinganna, áreiðanleika eða réttmæti þeirra.

Markaðsfréttirnar eru einungis birtar í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á þær sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum.

Ábyrgðarmaður Vikulegra markaðsfrétta Íslenskra verðbréfa er Björn Snær Guðbrandsson, forstöðumaður eignastýringar.