Vikulegar markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku.

 

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku. Smelltu hér ef þú vilt skrá þig á listann.


Innlend skuldabréf

Löng verðtryggð skuldabréf hækkuðu um 0,03% og millilöng verðtryggð skuldabréf lækkuðu um 0,06%. Löng óverðtryggð skuldabréf hækkuðu um 0,11% og millilöng óverðtryggð skuldabréf lækkuðu um 0,09%. Það voru mjög lítil viðskipti í vikunni sem leið og litlar verðbreytingar. Markaðurinn virðist vera í dvala. Hugsanlega eru fjárfestar að bíða eftir næstu stýrivaxtaákvörðun sem verður 14. nóvember n.k.

 

Innlend hlutabréf

OMXI6ISK vísitalan hækkaði í síðustu viku um 0,43%.  Mest hækkuðu bréf Haga um 6,53%.  Mest lækkuðu bréf Regins, um 1,95%. Heildarvelta á OMXI6ISK var í kringum 1,9 milljarða króna. 

Mest voru viðskipti með bréf Haga fyrir ríflega 892 milljónir króna.  Veltan í október mánuði á OMXI6ISK var um 9,3 milljarðar króna.

Icelandair birti uppgjör í síðustu viku fyrir þriðja ársfjórðung.  Uppgjörið var nokkuð gott og í takt við væntingar.  EBITDA var 77,4 milljónir USD og jókst um 10% frá sama ársfjórðungi í fyrra. 

Hagnaður tímabilsins var 51,4 milljónir USD sem er 17% meira en á sama tímabili í fyrra.  Farþegum í millilandaflugi fjölgaði um 11% á milli ára og mikill vöxtur er í flutningi farþega á milli Norður-Ameríku og Evrópu eða 22%.  Stjórnendur halda óbreyttri afkomuspá fyrir árið í ár, sem gerir ráð fyrir EBITDA á milli 110-115 milljónir USD.

Almennu útboði Eimskipafélagsins lauk á föstudag en meira en fimmföld eftirspurn var eftir þeim 5% hlutum sem í boði voru.  Ákveðið var að auka framboð um 3% þannig að selt verður 8% af útgefnu hlutafé.  Útboðsgengi var 208 kr. á hlut.

 

Félög/vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
BNORDIK 61,00 -0,81% -11,59% -12,86% -20,78% -24,69% -14,08%
HAGA 21,20 6,53% 10,70% 16,48% 13,98% 29,66% 32,92%
ICEAIR 7,41 -0,27% 4,22% 8,18% 18,75% 47,32% 36,72%
MARL 128,00 -1,54% -4,81% -7,89% -20,19% 2,39% 4,90%
OSSRu 188,00 1,35% -4,57% -6,93% -10,05% 1,62% -2,59%
Reginn 10,05 -1,95% 1,82% 21,82% 0,00% 22,56% 22,56%
OMXI6ISK 979,70 0,43% -2,03% -1,82% -9,34% 8,81% 7,70%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Nasdaq OMX Nordic, 5. nóv. 2012)

 

Erlend hlutabréf

Erlend hlutabréf hækkuðu víða í vikunni sem leið.  Heimsvísitalan MSCI hækkaði um 0,43%, DAX í Þýskalandi um 1,83% og Nikkei í Japan um 1,32%.  Dow Jones og Nasdaq í Bandaríkjunum lækkuðu hins vegar lítillega eða um 0,11% og 0,19% en markaðir þar voru lokaðir á mánudag og þriðjudag vegna fellibylsins Sandy. 

Samkvæmt Bloomberg fréttaveitunni þarf að leita aftur til ársins 1888 til að finna jafn langa lokun markaða vegna veðurs. Atvinnuleysi á evrusvæðinu jókst í september og mælist nú 11,6% og hefur aldrei verið hærra.  Atvinnuleysi í Bandaríkjunum jókst um 0,1% í október og stendur nú í 7,9%.  Nýjum störfum fjölgaði þó meira en spár gerðu ráð fyrir eða um 171 þúsund.

Þegar október mánuður er skoðaður kemur í ljós að markaðir ýmist hækkuðu eða lækkuðu.   Í Bandaríkjunum lækkaði S&P500 um 1,98% og Nasdaq um 4,46%.  Hins vegar hækkuðu hlutabréfamarkaðir víða í Evrópu til að mynda hækkaði CAC í Frakklandi um 2,22%, DAX í Þýskalandi um 0,62% og FTSE í Bretlandi um 0,71%. 

 

Vísitölur Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
Heimsvísitala (MSCI) 1305,77 0,43% -2,16% 3,66% 3,22% 10,42% 8,54%
Þýskaland (DAX) 7363,85 1,83% -1,04% 6,63% 11,57% 24,12% 22,71%
Bretland (FTSE) 5868,55 1,06% -0,55% 0,89% 3,25% 4,78% 5,64%
Frakkland (CAC) 3492,46 1,67% 0,36% 2,82% 9,72% 9,80% 11,07%
Bandaríkin (Dow Jones) 13093,16 -0,11% -3,80% -0,02% 0,42% 7,17% 9,26%
Bandaríkin (Nasdaq) 2982,13 -0,19% -4,91% 0,48% 0,87% 14,47% 11,02%
Bandaríkin (S&P 500) 1414,20 0,16% -3,20% 1,67% 3,29% 12,45% 12,84%
Japan (Nikkei) 9051,22 1,32% 1,63% 5,29% -3,97% 6,53% 2,34%
Samnorræn (VINX) 99,91 1,93% -1,80% -0,49% 6,17% 13,67% 15,30%
Svíþjóð (OMXS30) 1069,91 1,01% -2,74% -1,61% 3,07% 7,67% 7,75%
Noregur (OBX) 411,90 0,45% -2,88% 3,51% 7,69% 14,76% 15,43%
Finnland (OMXH25)  2110,80 2,77% 1,00% 7,07% 4,03% 8,01% 5,10%
Danmörk (OMXC20) 489,13 -0,54% -3,72% 0,06% 4,50% 24,77% 34,20%

 (Verðbreyting í viðkomandi mynt, Nasdaq OMX Nordic, 5. nóv 2012)

 

Krónan

Lát varð á veikingu krónunnar í síðustu viku. Gengisvísitalan lækkaði um 0,84% og endaði í 225,27 stigum. Styrking krónunnar var rétt um 1% bæði gagnvart dollara og evru. Í þjóðhagsspá Hagstofunnar, sem kom út í síðustu viku, er spáð 2,7% hagvexti árið 2012 og 2,5% hagvexti árið 2013.

Af einstökum þáttum landsframleiðslu árið 2012 er spáð að einkaneysla aukist um 3,5%, samneysla dragist saman um 0,3% og fjárfestingar aukist um 10,3%. Sá fyrirvari er á spánni að eftir því sem slaki á heimsvísu varir lengur og evrukreppan dregst á langinn aukast líkur á neikvæðum áhrifum á íslenskt efnahagslíf.

 

Vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
GVT ISK 225,27 -0,84% 2,05% 8,57% -0,64% 3,68% 5,54%

(Gengisvísitala krónunnar, Seðlabankinn, 5. nóv 2012)

 

Fyrirvari

Markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa eru unnar af starfsmönnum Íslenskra verðbréfa hf. Þær eru stutt samantekt og ber ekki að líta svo á að í þeim sé að finna allar tiltækar upplýsingar um þau viðfangsefni sem til umfjöllunar eru.

Við vinnslu fréttanna er stuðst við innlendar og erlendar upplýsinga- og fréttaveitur sem taldar eru áreiðanlegar, en einnig við opinberar upplýsingar, eigin úrvinnslu og mat starfsmanna á hverjum tíma. Íslensk verðbréf hf. ábyrgjast þó ekki nákvæmni upplýsinganna, áreiðanleika eða réttmæti þeirra.

Markaðsfréttirnar eru einungis birtar í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á þær sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum.

Ábyrgðarmaður Vikulegra markaðsfrétta Íslenskra verðbréfa er Björn Snær Guðbrandsson, forstöðumaður eignastýringar.