Vikulegar markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku.

 

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku. Smelltu hér ef þú vilt skrá þig á listann.

Innlend skuldabréf

Löng verðtryggð skuldabréf lækkuðu um 0,65% í síðustu viku og millilöng verðtryggð skuldabréf lækkuðu um 0,27%. Löng óverðtryggð skuldabréf hækkuðu um 0,16% og millilöng óverðtryggð skuldabréf hækkuðu um 0,60%.

Fjárfestar seldu verðtryggð skuldabréf  og keyptu óverðtryggð bréf á móti. Nærtækasta skýringin á þessari hreyfingu er sú að fjárfestar séu bjartsýnir á verðbólguþróun og líti því svo á að verðbólguálagið sé of hátt. Það er ennfremur mögulegt að einhverjir óttist stöðu Íbúðalánasjóðs og hvort ríkið standi í raun á bak við skuldir sjóðsins.

Ástæðuna má m.a. rekja til tregðu ríkisstjórnarinnar að bæta eiginfjárstöðu sjóðsins. Það hefur þó komið skýrt fram hjá fulltrúum ríkisstjórnarinnar að ríkið standi að baki sjóðnum. Enda hafa fjárfestar hingað til metið að jöfnu bréf sem ríkið hefur gefið beint út og bréf sem Íbúðalánasjóður hefur gefið út.

Lánamál ríkisins felldu niður útboð ríkisbréfa sem átti að vera 9. nóvember. sl. enda nánast búið að gefa út skv. útgáfuáætlun ársins.

 

Innlend hlutabréf

OMXI6ISK vísitalan lækkaði í síðustu viku um 0,17%.  Mest hækkuðu bréf Regins um 3,98%.  Mest lækkuðu bréf BankNordik, um 3,28%. 

Heildarvelta á OMXI6ISK var um1,4 milljarðar króna. Mest voru viðskipti með bréf Marels fyrir ríflega 545 milljónir króna.  

Góður rekstur hefur verið hjá Icelandair þetta árið. Félagið hefur flutt rúmlega 1,77 milljónir farþega á fyrstu 9 mánuðum ársins en á öllu síðasta ári flutti félagið 1,75 milljónir farþega. Sætaframboð félagsins jókst um 14% á milli ára og hefur sætanýting félagsins aukist um 1,8% á milli ára. Á árinu hafa bréf félagsins hækkað um 50%. 

Stjórnarformaður Össurar, Niels Jacobsen, keypti 233.583 hluti í Össuri á genginu 7,33 danskar krónur á hlut. Gengi hlutabréfa félagsins hefur lækkað töluvert frá því það birti uppgjör fyrir þriðja ársfjórðung. Niels Jacobsen er forstjóri William Demant Invest, sem er stærsti hluthafi Össurar.

 

Félög/vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
BNORDIK 59,00 -3,28% -15,11% -13,24% -23,38% -27,16% -20,27%
HAGA 21,05 -0,71% 9,35% 14,40% 12,57% 28,75% 31,98%
ICEAIR 7,53 1,62% 6,21% 10,74% 16,00% 49,70% 47,36%
MARL 130,00 1,17% -2,62% -10,03% -19,25% 3,59% 9,24%
OSSRu 183,00 -2,66% -6,15% -9,41% -14,08% -1,08% -3,68%
Reginn 10,45 3,98% 4,19% 25,30% 0,00% 27,44% 27,44%
OMXI6ISK 978,05 -0,17% -2,03% -1,82% -9,34% 7,52% 10,32%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Nasdaq OMX Nordic, 12. nóv. 2012)

 

Erlend hlutabréf

Erlend hlutabréf lækkuðu talsvert í verði í kjölfar forsetakosninga í Bandaríkjunum sl. þriðjudag. MSCI heimsvísitalan lækkaði um 2,28% í síðustu viku, bandaríska S&P 500 vísitalan lækkaði um 2,43%, japanska Nikkei vísitalan lækkaði um 3,24% og samnorræna VINX vísitalan lækkaði um 1,24%.

Meðal skýringa á lækkunum, a.m.k. hvað bandarísk hlutabréf varðar, er að fjárfestar sjá nú fram á að fjármagnstekjuskattur verði hækkaður á næsta ári og eru sumir fjárfestar að nýta sér núverandi skattaumhverfi til innlausnar á hagnaði.

Væntingar í evrópsku efnahagslífi halda áfram að lækka. Þýska fjármálaráðuneytið á von á auknum slaka í hagkerfinu þennan vetur og franski seðlabankinn á von á 0,1% samdrætti í landsframleiðslu á síðasta fjórðungi ársins. Einnig er áætlað að um 0,1% samdrátt hafi verið að ræða á þriðja ársfjórðungi.

 

Vísitölur Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
Heimsvísitala (MSCI) 1276,02 -2,28% -2,30% -0,18% 2,71% 7,90% 5,85%
Þýskaland (DAX) 7163,50 -2,72% -0,99% 3,11% 8,83% 21,40% 18,22%
Bretland (FTSE) 5769,68 -1,68% -0,44% -1,36% 3,44% 3,50% 4,01%
Frakkland (CAC) 3423,57 -1,97% 0,98% -0,38% 9,35% 8,31% 8,67%
Bandaríkin (Dow Jones) 12815,39 -2,12% -3,85% -2,97% -0,04% 4,89% 5,44%
Bandaríkin (Nasdaq) 2904,87 -2,59% -4,57% -3,84% -0,99% 11,51% 8,44%
Bandaríkin (S&P 500) 1379,85 -2,43% -3,41% -1,85% 1,95% 9,72% 9,18%
Japan (Nikkei) 8757,60 -3,24% 1,67% -2,42% -3,09% 2,61% 1,90%
Samnorræn (VINX) 98,67 -1,24% 0,19% -3,23% 6,13% 12,55% 13,90%
Svíþjóð (OMXS30) 1052,15 -1,66% -0,70% -2,62% 1,82% 6,42% 7,65%
Noregur (OBX) 404,98 -1,68% -2,99% 1,48% 7,42% 13,36% 12,13%
Finnland (OMXH25)  2049,65 -2,90% 0,80% 0,70% 0,40% 5,53% 1,70%
Danmörk (OMXC20) 489,75 0,13% -0,48% -0,02% 7,81% 25,41% 31,08%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Nasdaq OMX Nordic, 12. nóv 2012)

  

Krónan

Krónan tók aftur að veikjast í síðustu viku. Gengisvísitala krónunnar hækkaði um 0,80% og endaði í 227,08 stigum. Lækkun krónunnar nam 0,43% gagnvart evru og 1,70% gagnvart dollara. 

Síðastliðinn miðvikudag fóru fram gjaldeyrisuppboð hjá Seðlabanka Íslands. Bankinn keypti alls 19,7 milljónir evra, en tilboð bárust fyrir 27,0 milljónir evra. Af teknum tilboðum voru 16,8 milljónir evra í fjárfestingarleið en 2,9 milljónir evra í ríkisverðbréfaleið.  Útboðsverð var 235 kr. fyrir hverja evru. 

Seðlabankinn keypti einnig krónur fyrir evrur. Útboðsverð var 236 kr. fyrir hverja evru og var tilboðum tekið fyrir 4,7 milljarða króna. 

 

Vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
GVT ISK 227,08 0,80% 4,09% 9,93% 1,61% 4,51% 6,14%

(Gengisvísitala krónunnar, Seðlabankinn, 12. nóv 2012)

 

Fyrirvari

Markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa eru unnar af starfsmönnum Íslenskra verðbréfa hf. Þær eru stutt samantekt og ber ekki að líta svo á að í þeim sé að finna allar tiltækar upplýsingar um þau viðfangsefni sem til umfjöllunar eru.

Við vinnslu fréttanna er stuðst við innlendar og erlendar upplýsinga- og fréttaveitur sem taldar eru áreiðanlegar, en einnig við opinberar upplýsingar, eigin úrvinnslu og mat starfsmanna á hverjum tíma. Íslensk verðbréf hf. ábyrgjast þó ekki nákvæmni upplýsinganna, áreiðanleika eða réttmæti þeirra.

Markaðsfréttirnar eru einungis birtar í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á þær sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum.

Ábyrgðarmaður Vikulegra markaðsfrétta Íslenskra verðbréfa er Björn Snær Guðbrandsson, forstöðumaður eignastýringar.