Vikulegar markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku.

 

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku. Smelltu hér ef þú vilt skrá þig á listann.

 

Innlend skuldabréf

Löng verðtryggð skuldabréf lækkuðu um 0,41% í síðustu viku og millilöng verðtryggð skuldabréf lækkuðu um 1,1%. Löng óverðtryggð skuldabréf lækkuðu um 0,22% en millilöng óverðtryggð skuldabréf hækkuðu um 0,11%.

Mikill órói varð á meðal fjárfesta þegar viðtal við Sigurð Erlingsson, forstjóra Íbúðalánasjóðs, birtist í Viðskiptablaðinu á fimmtudaginn. Skilja mátti viðtalið á þann veg að verið væri að vinna að skilmálabreytingum íbúðabréfa og gera þau uppgreiðanleg. Málið er hins vegar að ekki er hægt að skilmálabreyta láni nema með samþykki eigenda. Því má segja að viðbrögð markaðarins hafi verið stormur í vatnsglasi enda kom tilkynning frá sjóðnum þar sem tekin voru af öll tvímæli um þetta en sagt að í undirbúningi væru nýir flokkar sem yrðu með uppgreiðsluheimildum.

Á föstudaginn lagði starfshópur um málefni Íbúðalánasjóðs tillögur fyrir ríkisstjórn sem frestaði afgreiðslu málsins til n.k. þriðjudags. Fróðlegt verður að sjá til hvaða aðgerða ríkisstjórnin grípur til að laga stöðu sjóðsins.

 

Innlend hlutabréf

OMXI6ISK vísitalan hækkaði í síðustu viku um 0,29%.  Mest hækkuðu bréf Regins, um 2,37%.  Bréf Össurar lækkuðu mest, um 1,63%

Heildarvelta á OMXI6ISK var um 3 milljarðar króna.  Mest voru viðskipti með bréf Icelandair fyrir ríflega 2 milljarða króna. 

Fasteignarfélagið Reginn hefur lokið öðrum áfanga í endurfjármögnun félagsins.  Nemur fjárhæðin 9 milljörðum króna og tryggir endurfjármögnun Smáralindar á 3,95% föstum verðtryggðum vöxtum til 30 ára.  Lánveitandi er REG 2 fagfjárfestasjóður í rekstri Stefnis hf.  Áætlaður ávinningur vegna lægri vaxta er um 100 milljónir króna á ársgrundvelli.

Reginn mun birta þriðja ársfjórðungs uppgjör sitt fimmtudaginn 29. nóvember.  Þann sama dag mun Eimskip einnig birta uppgjör fyrir þriðja ársfjórðung, það fyrsta síðan félagið var skráð í Kauphöll Íslands.

Fjarskiptafélagið Vodafone (Fjarskipti hf.) mun að öllum líkindum verða tekið til viðskipta í Kauphöll þann 18. desember.  Útboð fer fram í tveim hlutum, lokað og opið.  Lokaða útboðið fer fram 3. desember en opna útboðið stendur frá 4. til 6. desember.

 

Félög/vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
BNORDIK 62,50 0,00% 1,63% -8,09% -16,67% -22,84% -16,67%
HAGA 21,30 -0,23% 7,30% 18,33% 12,40% 30,28% 33,54%
ICEAIR 7,85 0,00% 5,65% 10,41% 20,21% 56,06% 51,54%
MARL 132,50 1,53% 3,11% -5,36% -16,14% 5,58% 10,42%
OSSRu 181,00 -1,63% -4,74% -9,50% -12,98% -2,16% -3,21%
Reginn 10,80 2,37% 2,43% 26,65% 0,00% 28,66% 31,71%
OMXI6ISK 992,99 0,29% 1,54% -0,60% -7,18% 9,16% 11,21%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Nasdaq OMX Nordic, 26. nóv. 2012) 

 

Erlend hlutabréf

Erlend hlutabréf hækkuðu mikið í verði í síðastliðinni viku. MSCI heimsvísitalan hækkaði um 4,11%, bandaríska S&P 500 vísitalan hækkaði um 3,62%, þýska DAX vísitalan hækkaði um 5,16% og samnorræna VINX vísitalan hækkaði um 4,68%. 

Ekki eru einhlítar ástæður fyrir þessum hækkunum, en hvorki hagtölur né afkomutölur fyrirtækja hafa almennt þótt uppörvandi upp á síðkastið. Þar að auki lækkaði Moody‘s lánshæfismat sitt fyrir Frakkland, úr Aaa í Aa1 í vikunni. Aftur á móti voru birtar sölutölur fyrir húsnæði í Bandaríkjunum sem voru nokkuð yfir væntingum. Að margra mati skýrist hækkun vikunnar frekar af sálfræði markaðarins heldur en hagtölum.

 

Vísitölur Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
Heimsvísitala (MSCI) 1304,85 4,11% 0,36% 1,48% 9,78% 10,34% 18,86%
Þýskaland (DAX) 7309,13 5,16% 0,81% 4,58% 14,99% 23,60% 32,72%
Bretland (FTSE) 5819,14 3,81% 0,00% 0,52% 8,51% 4,21% 12,43%
Frakkland (CAC) 3528,80 5,60% 2,35% 2,40% 15,35% 11,26% 23,06%
Bandaríkin (Dow Jones) 13009,68 3,35% -0,74% -1,13% 4,45% 6,48% 15,83%
Bandaríkin (Nasdaq) 2966,85 3,99% -0,71% -3,35% 4,56% 13,88% 21,52%
Bandaríkin (S&P 500) 1409,15 3,62% -0,20% -0,14% 6,93% 12,05% 21,62%
Japan (Nikkei) 9366,80 3,80% 4,16% 2,30% 9,73% 11,04% 12,92%
Samnorræn (VINX) 100,28 4,68% 2,31% 0,41% 13,28% 14,62% 28,21%
Svíþjóð (OMXS30) 1071,77 4,36% 1,24% 1,30% 8,87% 8,56% 20,60%
Noregur (OBX) 413,42 3,34% 0,41% 2,72% 13,83% 15,14% 25,41%
Finnland (OMXH25)  2155,79 7,80% 6,45% 6,00% 14,31% 10,86% 19,52%
Danmörk (OMXC20) 490,27 3,06% -0,48% 0,38% 10,25% 25,51% 34,67%f

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Nasdaq OMX Nordic, 26. nóv 2012)

 

Krónan

Nokkur styrking var á krónunni í nýliðinni viku. Gengisvísitalan lækkaði um 1,10% og endaði í 224,27 stigum. Krónan styrkist um 2,01% gagnvart dollara og 0,76% gagnvart evru. 

Matsfyrirtækið Moody‘s staðfesti  lánshæfiseinkunnina Baa3/P-3 fyrir langtíma- og skammtímaskuldbindingar Ríkissjóðs Íslands, með neikvæðum horfum. Í tilkynningu Moody‘s kemur fram að jákvæð þróun sé í íslensku hagkerfi og opinberum fjármálum. Aftur á móti séu skuldir mjög miklar og sé geta ríkisins til að mæta frekari áföllum því takmörkuð.

 

Vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
GVT ISK 224,27 -1,10% 0,02% 7,86% 0,44% 3,22% 4,08%

 (Gengisvísitala krónunnar, Seðlabankinn, 26. nóv 2012)

 

Fyrirvari

Markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa eru unnar af starfsmönnum Íslenskra verðbréfa hf. Þær eru stutt samantekt og ber ekki að líta svo á að í þeim sé að finna allar tiltækar upplýsingar um þau viðfangsefni sem til umfjöllunar eru.

Við vinnslu fréttanna er stuðst við innlendar og erlendar upplýsinga- og fréttaveitur sem taldar eru áreiðanlegar, en einnig við opinberar upplýsingar, eigin úrvinnslu og mat starfsmanna á hverjum tíma. Íslensk verðbréf hf. ábyrgjast þó ekki nákvæmni upplýsinganna, áreiðanleika eða réttmæti þeirra.

Markaðsfréttirnar eru einungis birtar í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á þær sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum.

Ábyrgðarmaður Vikulegra markaðsfrétta Íslenskra verðbréfa er Björn Snær Guðbrandsson, forstöðumaður eignastýringar.