Vikulegar markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku.

 

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku. Smelltu hér ef þú vilt skrá þig á listann.


Innlend skuldabréf

Löng verðtryggð skuldabréf lækkuðu í vikunni sem leið um 1,07% en millilöng verðtryggð skuldabréf lækkuðu um 0,76%. Löng óverðtryggð skuldabréf lækkuðu um 1,14% en millilöng óverðtryggð skuldabréf lækkuðu um 0,56%.

Öll ríkistryggð skuldabréf lækkuðu í síðastliðinni viku og skýrist það af fréttum um slæma stöðu Íbúðalánasjóðs og mikillar óvissu um hvernig brugðist verður við vandanum. Í umræðunni hefur verið að breyta þurfi skilmálum íbúðabréfa þannig að sjóðurinn geti greitt þau upp hraðar til að mæta auknum uppgreiðslum á útlánum hans. Slíkar breytingar eru hins vegar háðar samþykki eigenda bréfanna og nokkuð ljóst að enginn samþykkir slíkar breytingar ótilneyddur.

Engu að síður hafa lætin í kringum þetta mál í síðustu viku haft slæm áhrif á markaðinn og til að mynda hafa verðbilin, munur á milli kaup- og sölutilboða, aukist verulega sem hefur neikvæð áhrif á viðskipti með bréfin.

 

Innlend hlutabréf

OMXI6ISK vísitalan hækkaði í síðustu viku um 1,01%.  Mest hækkuðu bréf BankNordik, um 7,20%.  Bréf Icelandair lækkuðu mest, um 1,91%.

Heildarvelta á OMXI6ISK var um 1,4 milljarðar króna.  Mest voru viðskipti með bréf Icelandair fyrir ríflega 680 milljónir króna. 

Fyrsta uppgjör Eimskips frá skráningu á markað var í takt við væntingar markaðarins. Hagnaður félagsins var 13,7 milljónir evra (2.250 milljónir króna) á fyrstu 9 mánuðum ársins.

Flutningsmagn í áætlanaflutningum félagsins á Norður-Atlantshafi jókst um 6,3% fyrstu níu mánuði ársins miða við sama tíma í fyrra. 

Aftur á móti dróst saman magn í frystiflutningsmiðlun á þriðja ársfjórðungi um 12,7% frá saman tíma í fyrra sem endurspeglast í þróun markaða í Asíu. Þó svo magnið sé minna þá hefur framlegðin í frystiflutningsmiðlun ekki lækkað að sama skapi. 

Fasteignafélagið Reginn hf. skilaði einnig uppgjöri í vikunni. Hagnaður félagsins fyrstu 9 mánuði ársins var 1,3 milljarðar króna. Afkoma félagsins er í takt við áætlun félagsins fyrir þetta ár.

 

Félög/vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
BNORDIK 67,00 7,20% 9,84% -1,47% -10,67% -17,28% -10,67%
HAGA 21,65 1,64% 2,12% 20,28% 17,34% 32,42% 35,74%
ICEAIR 7,70 -1,91% 3,91% 7,99% 17,38% 53,08% 57,14%
MARL 132,50 0,00% 3,11% -4,33% -15,06% 5,58% 11,81%
OSSRu 184,50 1,93% -1,86% -7,29% -11,30% -0,27% -1,07%
Reginn 10,95 1,39% 8,96% 28,82% 0,00% 33,54% 33,54%
OMXI6ISK 1003,02 1,01% 2,38% 0,87% -5,87% 10,26% 13,14%

 (Verðbreyting í viðkomandi mynt, Nasdaq OMX Nordic, 03. des. 2012) 

 

Erlend hlutabréf

Nokkur hækkun var á erlendum hlutabréfum í liðinni viku.  Heimsvísitalan MSCI hækkaði um 0,82%, DAX í Þýskalandi um 1,32%, S&P 500 í Bandaríkjunum um 0,50% og Nikkei í Japan um 0,85%.

Allar erlendar viðmiðunarvísitölur sem við styðjumst við hækkuðu í nóvember fyrir utan Dow Jones í Bandaríkjunum sem lækkaði um 0,54%.  Mest hækkaði Nikkei í Japan um 5,79%.

S&P 500 hlutabréfavísitalan hækkaði um 0,28% í nóvember eftir að hafa lækkað um 1,98% í október og er ástæðan meðal annars vegna betri uppgjöra en spár greiningaraðila sögðu til um.  Samkvæmt Bloomberg fréttaveitunni skiluðu 72% fyrirtækja, sem mynda S&P 500 vísitöluna, meiri hagnaði en spár gerðu ráð fyrir á þriðja ársfjórðungi.

Atvinnuleysi í Evrópu hækkaði um 0,1% í október og mælist nú 11,7% sem er hæsta gildi sem mælst hefur á evrusvæðinu.  Frá árinu 1995 hefur atvinnuleysi verið að meðaltali 9,24% en lægst mældist það 7,2% í febrúar 2008.

 

Vísitölur Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
Heimsvísitala (MSCI) 1315,49 0,82% 1,07% 2,71% 14,10% 11,24% 10,77%
Þýskaland (DAX) 7405,50 1,32% 2,00% 5,78% 22,65% 25,81% 22,04%
Bretland (FTSE) 5866,82 0,82% 1,45% 2,11% 11,79% 5,53% 5,91%
Frakkland (CAC) 3557,28 0,81% 3,73% 3,22% 20,82% 12,82% 12,64%
Bandaríkin (Dow Jones) 13025,58 0,12% -0,54% -0,50% 7,48% 6,61% 8,37%
Bandaríkin (Nasdaq) 3010,24 1,46% 1,11% -1,85% 9,56% 15,55% 14,59%
Bandaríkin (S&P 500) 1416,18 0,50% 0,28% 0,68% 10,81% 12,61% 13,82%
Japan (Nikkei) 9446,01 0,85% 5,79% 7,68% 12,06% 11,86% 9,42%
Samnorræn (VINX) 100,64 0,21% 2,38% 1,95% 18,68% 15,25% 17,12%
Svíþjóð (OMXS30) 1085,85 1,31% 3,21% 3,86% 13,94% 10,34% 11,86%
Noregur (OBX) 411,12 -0,56% 0,12% 0,71% 18,47% 14,96% 16,77%
Finnland (OMXH25)  2145,59 -0,47% 4,04% 6,38% 20,46% 10,78% 8,97%
Danmörk (OMXC20) 490,93 0,13% 1,16% -0,29% 17,42% 26,37% 28,72%

 (Verðbreyting í viðkomandi mynt, Nasdaq OMX Nordic, 03. des 2012)

 

Krónan

Tiltölulega litlar breytingar voru á gengi krónunnar í síðustu viku. Gengisvísitalan hækkaði um 0,16% og endaði í 224,62 stigum. Krónan styrktist um 0,44% gagnvart dollara en veiktist um 0,43% gagnvart evru. 

Í októbermánuði voru fluttar út vörur fyrir 63,3 milljarða króna en vörur fluttar inn fyrir 48 milljarða og voru vöruskiptin því hagstæð um rúma 15 milljarða . Til samanburðar voru vöruskiptin hagstæð um 8,3 milljarða á sama gengi í október 2011. 

Sé litið á fyrstu tíu mánuði ársins minnkar afgangur á vöruskiptum aftur á móti á milli ára, var 65,1 milljarður í ár samanborið við 90,7 milljarðar á sama tímabili í fyrra. 

 

Vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
GVT ISK 224,62 0,16% -1,13% 5,12% -0,19% 3,38% 3,93%

  (Gengisvísitala krónunnar, Seðlabankinn, 03. des 2012)

 

Fyrirvari

Markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa eru unnar af starfsmönnum Íslenskra verðbréfa hf. Þær eru stutt samantekt og ber ekki að líta svo á að í þeim sé að finna allar tiltækar upplýsingar um þau viðfangsefni sem til umfjöllunar eru.

Við vinnslu fréttanna er stuðst við innlendar og erlendar upplýsinga- og fréttaveitur sem taldar eru áreiðanlegar, en einnig við opinberar upplýsingar, eigin úrvinnslu og mat starfsmanna á hverjum tíma. Íslensk verðbréf hf. ábyrgjast þó ekki nákvæmni upplýsinganna, áreiðanleika eða réttmæti þeirra.

Markaðsfréttirnar eru einungis birtar í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á þær sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum.

Ábyrgðarmaður Vikulegra markaðsfrétta Íslenskra verðbréfa er Björn Snær Guðbrandsson, forstöðumaður eignastýringar.