Vikulegar markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku.

 

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku. Smelltu hér ef þú vilt skrá þig á listann.

 

Innlend skuldabréf

Löng verðtryggð skuldabréf lækkuðu í vikunni sem leið um 0,69% og millilöng verðtryggð skuldabréf lækkuðu um 0,19%. Löng óverðtryggð skuldabréf lækkuðu um 0,45% og millilöng óverðtryggð skuldabréf lækkuðu um 0,88%.

Það voru mjög lítil viðskipti á skuldabréfamarkaði í vikunni og má segja að markaðurinn sé kominn í jólafrí. Verðbil á milli kaup- og sölutilboða er enn mjög hátt og því geta orðið töluverðar verðbreytingar þótt einungis sé verið að tilkynna viðskipti í kaup- eða söluhlið.

Það eru ekki miklar líkur til þess að markaðurinn rétti úr kútnum fyrr en á nýju ári.

 

Innlend hlutabréf

OMXI6ISK vísitalan hækkaði í síðustu viku um 0,05%.  Mest hækkuðu bréf Icelandair, um 1,69%.  Bréf Marels lækkuðu mest, um 1,12%

Heildarvelta á OMXI6ISK var um 1.350 milljónir króna.  Mest voru viðskipti með bréf Haga fyrir ríflega 409 milljónir króna. 

Þau útboð sem hafa verið eftir hrun eru hjá Icelandair, Högum, Regin og Vodafone. Góð þátttaka hefur verið í þessum útboðum en eftir skráningu hefur hluthöfum fækkað töluvert. Flestir tóku þátt í útboði Haga, um 2.744 talsins en í dag eru hluthafar um 1.198. Sama má segja um Eimskip en þar hefur hluthöfum fækkað um 3% og fækkunin hjá Regin er um 12%.

 

Félög/vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
BNORDIK 73,00 0,00% 16,80% 14,06% -2,67% -9,88% -9,88%
HAGA 21,65 0,00% 1,41% 18,63% 19,61% 32,42% 35,74%
ICEAIR 7,80 1,69% -0,64% 11,11% 18,36% 55,07% 49,43%
MARL 132,00 -1,12% 1,15% -5,71% -14,84% 5,18% 3,94%
OSSRu 186,00 0,00% 1,09% -7,00% -11,43% 0,54% -1,59%
Reginn 10,75 0,09% 1,90% 14,97% 0,00% 31,10% 31,10%
OMXI6ISK 1009,71 0,05% 1,98% 0,39% -4,65% 11,00% 9,16%

  (Verðbreyting í viðkomandi mynt, Nasdaq OMX Nordic, 17. des. 2012)

 

Erlend hlutabréf

Heimsvísitalan MSCI hækkaði um 0,36% í síðustu viku.  Dax í Þýskalandi hækkaði um 1,05% og Nikkei í Japan um 2,21%.  S&P 500 í Bandaríkjunum lækkaði hins vegar um 0,32% og samnorræna hlutabréfavísitalan VINX lækkaði um 0,88%.

Franska hlutabréfavísitalan CAC hækkaði um 1,04% í liðinni viku en alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch staðfesti í vikunni lánshæfiseinkunn landsins í AAA eftir að bæði Standard & Poor‘s og Moody‘s höfðu lækkað matið um einn flokk fyrr á þessu ári. 

Hlutabréfaverð í Bandaríkjunum lækkaði þrátt fyrir áætlun bandaríska seðlabankans að auka kaup á skuldabréfum og þrátt fyrir betri hagtölur en spár gerðu ráð fyrir.  Ástæðan er meðal annars ótti fjárfesta við fjárlagahengjuna (e. fiscal cliff).  Fjárlagahengjan er í stuttu máli hugtak sem hefur verið notað til að lýsa vandamáli sem ríkisstjórnin mun mæta í lok þessa árs.

Um er að ræða útgjaldaheimild bandaríska þingsins til alríkisstjórnarinnar. Málið er mjög pólitískt þar sem repúblikar hafa sett Obama forseta Bandaríkjanna ströng skilyrði fyrir heimildinni.  Skilyrði um mikinn niðurskurð vegna skuldasöfnunar ríkisins sem erfitt er fyrir Obama að samþykkja.

 

Vísitölur Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
Heimsvísitala (MSCI) 1325,49 0,36% 5,76% -1,25% 9,68% 12,08% 15,61%
Þýskaland (DAX) 7596,47 1,05% 9,56% 2,85% 22,24% 29,10% 33,55%
Bretland (FTSE) 5921,76 0,12% 5,53% 0,37% 7,97% 6,16% 9,80%
Frakkland (CAC) 3643,28 1,04% 8,80% 2,30% 17,74% 15,05% 22,31%
Bandaríkin (Dow Jones) 13135,01 -0,15% 4,34% -3,08% 2,88% 7,51% 10,69%
Bandaríkin (Nasdaq) 2971,34 -0,22% 4,14% -6,52% 3,43% 14,06% 16,28%
Bandaríkin (S&P 500) 1413,58 -0,32% 3,95% -3,26% 5,27% 12,40% 15,90%
Japan (Nikkei) 9737,56 2,21% 8,92% 7,31% 14,70% 16,24% 16,99%
Samnorræn (VINX) 101,37 -0,88% 5,64% -0,16% 15,38% 15,67% 22,82%
Svíþjóð (OMXS30) 1098,08 -0,05% 6,98% -0,88% 12,40% 11,22% 17,17%
Noregur (OBX) 413,27 0,74% 3,10% -3,94% 14,27% 15,34% 21,08%
Finnland (OMXH25)  2219,05 -0,16% 10,77% 3,57% 21,19% 14,06% 21,51%
Danmörk (OMXC20) 498,76 0,04% 4,71% 2,43% 15,52% 27,74% 33,64%

 (Verðbreyting í viðkomandi mynt, Nasdaq OMX Nordic, 17. des 2012)

 

Krónan

Krónan lækkaði nokkuð í vikunni sem leið. Gengisvísitalan hækkaði um 0,91% og endaði í 227,27 stigum. Lækkun krónu gagnvart evru var 1,33% en gagnvart dollara 0,17%.

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað 12. desember sl. að halda vöxtum óbreyttum. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar kemur fram að efnahagsþróun að undanförnu hafi verið í samræmi við spá Seðlabankans frá því í nóvember. Hagvöxtur á fyrstu níu mánuðum ársins hefur verið svipaður og bankinn spáði í nóvember, verðbólga í samræmi við spá og lítil breyting á gengi krónu frá síðustu vaxtaákvörðun.

 

Vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
GVT ISK 227,27 0,91% -0,09% 4,23% 2,24% 4,60% 5,26%

  (Gengisvísitala krónunnar, Seðlabankinn, 17. des 2012)

 

Fyrirvari

Markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa eru unnar af starfsmönnum Íslenskra verðbréfa hf. Þær eru stutt samantekt og ber ekki að líta svo á að í þeim sé að finna allar tiltækar upplýsingar um þau viðfangsefni sem til umfjöllunar eru.

Við vinnslu fréttanna er stuðst við innlendar og erlendar upplýsinga- og fréttaveitur sem taldar eru áreiðanlegar, en einnig við opinberar upplýsingar, eigin úrvinnslu og mat starfsmanna á hverjum tíma. Íslensk verðbréf hf. ábyrgjast þó ekki nákvæmni upplýsinganna, áreiðanleika eða réttmæti þeirra.

Markaðsfréttirnar eru einungis birtar í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á þær sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum.

Ábyrgðarmaður Vikulegra markaðsfrétta Íslenskra verðbréfa er Björn Snær Guðbrandsson, forstöðumaður eignastýringar.