Vikulegar markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku.


Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku. Smelltu hér ef þú vilt skrá þig á listann.

Innlend skuldabréf

Löng verðtryggð skuldabréf hækkuðu um 0,16% og millilöng verðtryggð skuldabréf hækkuðu um 0,3%. Löng óverðtryggð skuldabréf hækkuðu um 0,16% og millilöng óverðtryggð skuldabréf hækkuðu um 0,11%.

Ríkistryggð skuldabréf hækkuðu því aðeins í vikunni. Það er fyrirsjáanlegt að framboð ríkistryggðra bréfa verður mjög lítið fram að áramótum. Lánamál ríkisins er langt komið með útgáfuáætlun ríkisbréfa og Íbúðalánasjóður hefur ekkert gefið út frá því í janúar. Lausafjárstaða sjóðsins er rífleg og útlán mjög lítil og því líklegt að útgáfa það sem eftir lifir árs verði lítil.

Í vikunni var útboð í tveimur ríkisvíxlaflokkum, til þriggja og sex mánaða. Alls seldist fyrir tæpa átta milljarða. Flatir vextir á þriggja mánaða víxlunum voru 3,15% og 3,48% á sex mánaða víxlunum. Á gjalddaga voru 9,8 milljarðar og því um tæplega tveggja milljarða samdrátt að ræða.

Innlend hlutabréf

OMXI6ISK vísitalan hækkaði í vikunni um 0,9%.  Þriðju vikuna í röð hækkuðu bréf Regins mest, nú um 4,12%.  Mest lækkuðu bréf í Bank Nordik, um 0,78%.

Heildarvelta á OMXI6ISK var í kringum 819 milljónir króna.  Mest voru viðskipti með bréf Marels, fyrir rúmlega 308 milljónir króna.

Veltan í ágúst á OMXI6ISK var ríflega 4,1 milljarður króna en velta fyrstu 8 mánuði ársins er að meðaltali ríflega 5,9 milljarðar.  Meðaltals velta mánaðar fyrir 2011 var ríflega 4,9 milljarðar þannig að það sem af er ári 2012 hefur veltan verið að aukast nokkuð.

Fasteignarfélagið Reginn, sem skráð var á markað í byrjun júlí, hefur hækkað um 14,02% frá útboðsgengi.  Eftir rólega fyrstu tvo mánuði á markaði hefur gengi félagsins hækkað mikið í september. Þessar hækkanir koma í kjölfarið af nokkuð góðu uppgjöri 2. ársfjórðungs sem var birt í lok ágúst.

Fram að áramótum eru tvö félög væntanleg á markað, en bæði Vodafone og Eimskip stefna að skráningu á þessu ári.

 

Félög/vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
BNORDIK 64,50 -0,78% -5,88% -14,67% -8,57% -20,99% -23,81%
HAGA 18,25 1,39% -1,35% 0,83% 3,69% 11,62% 14,42%
ICEAIR 7,02 -0,71% 0,00% 6,53% 18,78% 39,56% 32,70%
MARL 140,00 1,45% -1,75% -9,68% -3,45% 11,55% 19,15%
OSSRu 200,00 0,00% 0,00% -4,76% -1,48% 8,11% 5,26%
Reginn 9,35 4,12% 12,11% 0,00% 0,00% 14,02% 14,02%
OMXI6ISK 1005,78 0,90% -0,25% -5,02% -0,55% 10,57% 12,37%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Nasdaq OMX Nordic, 17. september 2012)

 

Erlend hlutabréf

Flestar erlendar hlutabréfavísitölur hækkuðu mikið í vikunni. Heimsvísitalan MSCI hækkaði um 2,75%, bandaríska S&P 500 um 1,99%, og Nikkei í Japan um 3,24%.

Það sem mest áhrif hafði á markaði í vikunni var yfirlýsing frá Seðlabanka Bandaríkjanna þess efnis að bankinn myndi kaupa veðskuldabréf fyrir 40 milljarða dollara í hverjum mánuði þar til atvinnustig í Bandaríkjunum telst ásættanlegt. Að þessum kaupum meðtöldum telur bankinn að hann muni auka verðbréfaeign sína um 85 milljarða dollara á mánuði til ársloka 2012.

Einnig kom fram að skammtímavöxtum yrði haldið mjög lágum, á milli 0 og 0,25%, a.m.k. fram á mitt ár 2015, en áður hafði verið miðað við 2014. Yfirlýsingin fól í sér meira hvetjandi peningamálastefnu en markaðsaðilar áttu almennt von á og tóku markaðir vel við sér í kjölfarið.

 

Vísitölur Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
Heimsvísitala (MSCI) 1329,48 2,75% 4,45% 11,51% 2,02% 13,95% 14,59%
Þýskaland (DAX) 7412,13 2,74% 4,99% 18,66% 3,27% 25,32% 32,63%
Bretland (FTSE) 5915,55 2,10% 0,64% 7,51% -1,26% 5,70% 9,72%
Frakkland (CAC) 3581,58 1,78% 1,96% 15,19% -1,06% 12,56% 17,34%
Bandaríkin (Dow Jones) 13593,37 2,20% 2,32% 6,39% 2,65% 11,18% 18,02%
Bandaríkin (Nasdaq) 3183,95 1,54% 3,33% 10,66% 4,05% 22,03% 21,23%
Bandaríkin (S&P 500) 1465,77 1,99% 3,18% 8,97% 4,21% 16,36% 20,34%
Japan (Nikkei) 8995,15 3,24% -0,03% 6,89% -9,58% 8,33% 3,33%
Samnorræn (VINX) 102,19 1,97% -0,78% 15,67% 0,65% 15,96% 23,73%
Svíþjóð (OMXS30) 1114,98 4,12% 1,65% 13,49% -1,24% 12,31% 19,66%
Noregur (OBX) 430,38 4,06% 5,00% 18,80% 6,76% 19,91% 25,87%
Finnland (HEX25)  2161,38 5,38% 4,69% 17,50% -6,21% 10,59% 10,43%
Danmörk (KFX) 488,49 -1,64% -1,47% 12,85% 6,03% 24,78% 39,99%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Bloomberg, 17. september 2012)

 

Krónan

Gengisvísitala krónunnar hækkaði um 0,7% í vikunni og endaði í 218,04 stigum. Krónan veiktist um 1,4% gagnvart evru en styrktist um 1,7% gagnvart dollara.

Heildarafli íslenskra skipa í ágúst nam 100.401 tonni og var 1,6% minni en í ágúst 2011. Afli á fyrstu átta mánuðum ársins var 15,8% meiri en á sama tímabili 2011. Um aukningu milli ára hefur verið að ræða alla mánuði að júní og ágúst undanskildum.

 

Vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
GVT ISK 218,04 0,67% 5,39% -1,91% -4,62% 0,35% 0,83%

(Gengisvísitala krónunnar, Seðlabankinn, 17. september 2012)

 

Fyrirvari

Markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa eru unnar af starfsmönnum Íslenskra verðbréfa hf. Þær eru stutt samantekt og ber ekki að líta svo á að í þeim sé að finna allar tiltækar upplýsingar um þau viðfangsefni sem til umfjöllunar eru.

Við vinnslu fréttanna er stuðst við innlendar og erlendar upplýsinga- og fréttaveitur sem taldar eru áreiðanlegar, en einnig við opinberar upplýsingar, eigin úrvinnslu og mat starfsmanna á hverjum tíma. Íslensk verðbréf hf. ábyrgjast þó ekki nákvæmni upplýsinganna, áreiðanleika eða réttmæti þeirra.

Markaðsfréttirnar eru einungis birtar í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á þær sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum.

Ábyrgðarmaður Vikulegra markaðsfrétta Íslenskra verðbréfa er Björn Snær Guðbrandsson, forstöðumaður eignastýringar.