Vikulegar markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku.

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku. Smelltu hér ef þú vilt skrá þig á listann.

 

Innlend skuldabréf

Löng verðtryggð skuldabréf hækkuðu um 0,39% og millilöng verðtryggð skuldabréf hækkuðu um 0,19%. Löng óverðtryggð skuldabréf hækkuðu um 0,84% og millilöng óverðtryggð skuldabréf hækkuðu um 0,89%.

Lánamál ríkisins hættu við útboð ríkisbréfa í vikunni enda nánast búnir að fylla upp í áætlun ársins. Næsta útboð skv. áætlun verður 5. október n.k. Það er líklegt að það útboð verði líka fellt niður.

Töluverð eftirspurn var í vikunni eftir óverðtryggðum bréfum. Erlendir fjárfestar keyptu stutt ríkisbréf en trúlega voru það lífeyrissjóðir sem keyptu lengri bréfin.

 

Innlend hlutabréf

OMXI6ISK vísitalan hækkaði í vikunni um 0,34%.  Mest hækkuðu bréf Haga, um 2,47%.  Mesta lækkunin var á verði bréfa Bank Nordik, um 1,56%.

Heildarvelta á OMXI6ISK var í kringum 1.300 milljónir króna.  Mest voru viðskipti með bréf Haga, um 540 milljónir króna.

Eimskip og Vodafone hafa ekki gefið út dagsetningu á skráningu. En félögin virðast ekki ætla að koma ódýrt á markað. Að mati IFS Greiningar var verðið sem Lífeyrissjóður verslunarmanna greiddi fyrir 14% hlut í Eimskip í hærri kantinum miðað við sambærileg félög erlendis. Miðað við það gengi er virði félagsins í kringum 40 milljarðar. En hafa skal í huga að ekki hefur verið gefið út á hvaða gengi félagið fer á markað. 

 

Félög/vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
BNORDIK 63,00 -1,56% -7,35% -16,00% -24,10% -22,22% -23,17%
HAGA 18,70 2,47% 3,89% 3,89% 4,47% 14,37% 17,24%
ICEAIR 7,03 0,14% -0,28% 8,99% 18,95% 39,76% 30,19%
MARL 140,50 0,36% -1,06% -6,64% -3,77% 11,95% 24,34%
OSSRu 199,00 -0,50% -0,50% -5,24% 1,27% 7,57% 7,28%
Reginn 9,56 2,25% 15,18% 0,00% 0,00% 16,59% 16,59%
OMXI6ISK 1009,16 0,34% 0,59% -3,12% -0,98% 10,94% 16,19%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Nasdaq OMX Nordic, 21. september 2012)

 

Erlend hlutabréf

Erlend hlutabréf lækkuðu almennt í vikunni eftir að hafa hækkað mikið tvær vikur í röð.  Heimsvísitalan MSCI lækkaði um 0,71%, FTSE í Bretlandi um 1,06%, S&P 500 í Bandaríkjunum um 0,38% og Nikkei í Japan um 0,54%.

Ástæður fyrir lækkunum eru meðal annars þær að framleiðsla dróst saman í Kína ellefta mánuðinn í röð og fleiri sóttu um atvinnuleysisbætur í Bandaríkjunum en reiknað hafði verið með.  Framleiðsla í Evrópu dróst líka saman auk þess sem áhyggjur fjárfesta af efnahag Spánverja hafa aukist. 

Einnig er líklegt að einhverjir fjárfestar hafi verið að innleysa hagnað þar sem markaðir hafa hækkað töluvert undanfarna mánuði.  Frá byrjun júní hefur heimsvísitalan MSCI hækkað um 16,05%,  S&P 500 í Bandaríkjunum um 14,25% og Dax í Þýskalandi um 23,16%.

 

Vísitölur Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
Heimsvísitala (MSCI) 1338,05 -0,71% 4,06% 10,98% 2,28% 13,15% 22,21%
Þýskaland (DAX) 7451,62 0,53% 6,61% 18,66% 6,24% 26,00% 43,01%
Bretland (FTSE) 5852,62 -1,06% 1,02% 5,84% -0,33% 4,73% 15,18%
Frakkland (CAC) 3530,72 -1,42% 2,23% 13,56% 0,97% 11,08% 24,90%
Bandaríkin (Dow Jones) 13579,47 -0,10% 3,20% 7,43% 3,81% 11,15% 26,07%
Bandaríkin (Nasdaq) 3179,96 -0,13% 3,59% 9,94% 3,65% 22,06% 28,06%
Bandaríkin (S&P 500) 1460,15 -0,38% 3,47% 9,37% 4,51% 16,11% 28,49%
Japan (Nikkei) 9110,00 -0,54% -0,02% 3,08% -9,41% 7,26% 5,95%
Samnorræn (VINX) 101,75 -0,43% 1,72% 13,25% 4,25% 16,11% 34,32%
Svíþjóð (OMXS30) 1099,89 -1,35% 3,74% 8,75% 1,28% 11,17% 27,35%
Noregur (OBX) 426,10 -0,99% 6,76% 20,62% 8,01% 19,66% 35,07%
Finnland (HEX25)  2091,97 -3,21% 1,85% 10,77% -6,02% 6,53% 16,77%
Danmörk (KFX) 498,93 2,14% 2,41% 13,83% 11,54% 28,05% 47,41%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Bloomberg, 21. september 2012)

 

Krónan

Seðlabanki Íslands gaf í vikunni út sérrit um valkosti Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum. Ritið, sem er hátt í 700 bls. að lengd, fjallar m.a. um reynslu Íslendinga af sjálfstæðri peningastefnu. Þar segir að árangur af peningastefnu með verðbólgumarkmiði hafi verið sérstaklega slakur. Hvað varðar aðra valkosti en krónuna beinir Seðlabankinn sjónum sínum fyrst og fremst að evrunni. Í ritinu er ekki tekin afstaða til þess hvaða valkostur sé ákjósanlegastur fyrir Íslendinga, enda sé þar um pólitískt val að ræða.

Krónan heldur áfram að veikjast og hefur hún veikst jafnt og þétt frá miðju sumri. Gengisvísitala hennar hækkaði um 1,5% í vikunni og veiktist hún um 1,8% gagnvart dollara en 1,2% gagnvart evru.

 

Vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
GVT ISK 221,24 1,47% 6,74% 1,22% -2,86% 1,82% 2,85%

 (Gengisvísitala krónunnar, Seðlabankinn, 21. september 2012)

 

Fyrirvari

Markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa eru unnar af starfsmönnum Íslenskra verðbréfa hf. Þær eru stutt samantekt og ber ekki að líta svo á að í þeim sé að finna allar tiltækar upplýsingar um þau viðfangsefni sem til umfjöllunar eru.

Við vinnslu fréttanna er stuðst við innlendar og erlendar upplýsinga- og fréttaveitur sem taldar eru áreiðanlegar, en einnig við opinberar upplýsingar, eigin úrvinnslu og mat starfsmanna á hverjum tíma. Íslensk verðbréf hf. ábyrgjast þó ekki nákvæmni upplýsinganna, áreiðanleika eða réttmæti þeirra.

Markaðsfréttirnar eru einungis birtar í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á þær sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum.

Ábyrgðarmaður Vikulegra markaðsfrétta Íslenskra verðbréfa er Björn Snær Guðbrandsson, forstöðumaður eignastýringar.