Vikulegar markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku.

 

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku. Smelltu hér ef þú vilt skrá þig á listann.

 

Innlend skuldabréf

Löng verðtryggð skuldabréf lækkuðu um 0,36% og millilöng verðtryggð skuldabréf lækkuðu um 0,42%. Löng óverðtryggð skuldabréf lækkuðu um 0,07% og millilöng óverðtryggð skuldabréf lækkuðu um 0,86%.

Föstudaginn 28. september birti Lánamál ríkisins útgáfuáætlun ríkisbréfa fyrir fjórða ársfjórðung. Áætlunin hljóðar upp á sölu ríkisbréfa fyrir 7-12 milljarða króna. Áformað er að bjóða út RIKB 14 0314, RIKB 22 1026 og RIKB 31 0124. Sölur í RIKS 33 0321 í gjaldeyrisútboðum Seðlabanka Íslands dragast frá áætlaðri sölu ríkisbréfa og ríkisvíxla í almennum útboðum.     

 

Innlend hlutabréf

OMXI6ISK vísitalan lækkaði í vikunni um 1%.  Mest hækkuðu bréf BankNordik um 4,76%.  Mest lækkuðu bréf Marels, um 3,9%

Heildarvelta á OMXI6ISK var um 1.581 milljón króna.  Mest voru viðskipti með bréf Haga, fyrir ríflega 822 milljónir króna.

Icelandair birti tilkynningu þar sem áætlað er að auka framboð í millilandaflugi um 15% á næsta ári og gert er ráð fyrir að farþegar félagsins verði hátt í 2,3 milljónir.  Samkvæmt áætlunum fyrir 2012 verða farþegar ríflega 2 milljónir.  Tveim Boeing 757 flugvélum verður bætt við flotann og verða því alls 18 slíkar í áætlunarflugi næsta sumar.

Stjórn Haga sendi frá sér jákvæða afkomuviðvörun í vikunni.  Samkvæmt drögum að 6 mánaða uppgjöri félagsins, sem verður birt 25. október, þá er ljóst að afkoma eftir skatta fyrir tímabilið mars-ágúst 2012 verði í kringum 1,5 milljarðar króna sem er betri afkoma en á sama tímabili 2011.  Ástæður eru lægra kostnaðarhlutfall, betri framlegð og lægri afskriftir.

Þá var einnig tilkynnt að náðst hefði hagstæðari vaxtakjör á lán félagsins.  Þetta gæti þýtt 70 milljón króna lægri vaxtagreiðslur á ársgrundvelli.

 Gengi Haga hækkaði um tæp 3% í vikunni.

Fasteignafélagið Reginn lauk í vikunni fyrsta áfanga í endurfjármögnun félagsins þegar það tryggði sér endurfjármögnun á Egilshöll að fjárhæð 5,5 milljarðar króna.  Fjármögnunin er verðtryggð til 10 ára og ber 3,85% fasta vexti.  Lánveitandi er REG 1 fagfjárfestasjóður Stefnis hf.  Áætlaður ávinningur vegna lægri vaxta er um 60 milljónir króna á ársgrundvelli.

Félagið hækkaði í kjölfarið um rúm 2%.

 

Félög/vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
BNORDIK 66,00 4,76% -2,94% -12,00% -14,84% -18,52% -8,33%
HAGA 19,25 2,94% 6,94% 4,05% 6,06% 17,74% 20,69%
ICEAIR 7,13 1,42% 0,00% 7,87% 16,89% 41,75% 25,09%
MARL 135,00 -3,91% -2,53% -11,18% -9,09% 7,57% 14,89%
OSSRu 197,50 -0,75% -0,75% -8,14% -3,19% 6,76% 1,80%
Reginn 9,77 2,20% 14,94% 0,00% 0,00% 19,15% 19,15%
OMXI6ISK 999,01 -1,01% 0,47% -5,48% -3,98% 9,82% 12,08%

 (Verðbreyting í viðkomandi mynt, Nasdaq OMX Nordic, 1. október 2012)

 

Erlend hlutabréf

Í vikunni lækkuðu allar viðmiðunarvísitölur okkar.  Heimsvísitalan MSCI lækkaði um 1,85%, DAX í Þýskalandi um 3,16%, S&P500 í Bandaríkjunum um 1,30% og Nikkei í Japan lækkaði um 1,93%. 

Hörð mótmæli voru á Spáni og Grikklandi. Stjórnvöld í Grikklandi þurfa að skera niður ríkisútgjöld um 12 milljarða evra til að uppfylla forsendur frekari neyðarlána og felst niðurskurðurinn í hækkun eftirlaunaaldurs og skerðingu lífeyris.  Ávöxtunarkrafa á 10 ára ríkisskuldabréf Spænska ríkisins fór upp fyrir 6% og er óttast að Spánn verði næsta ríki sem þurfi á neyðarláni að halda.

Fréttir úr öðrum heimsálfum voru einnig í neikvæðari kantinum, en í Bandaríkjunum mældist hagvöxtur á öðrum ársfjórðungi 1,3% en reiknað hafði verið með 1,7% hagvexti í þessu stærsta hagkerfi heims. 

 

Vísitölur Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
Heimsvísitala (MSCI) 1311,5 -1,85% 2,52% 6,13% -0,04% 10,90% 18,79%
Þýskaland (DAX) 7216,15 -3,16% 4,69% 13,74% 5,05% 23,73% 32,64%
Bretland (FTSE) 5742,07 -1,86% 1,39% 3,95% 0,39% 3,93% 12,92%
Frakkland (CAC) 3354,82 -4,66% -0,68% 6,04% -0,99% 7,28% 13,68%
Bandaríkin (Dow Jones) 13437,13 -1,05% 2,65% 4,32% 1,70% 9,98% 23,13%
Bandaríkin (Nasdaq) 3116,23 -1,99% 1,61% 6,17% 0,80% 19,62% 29,01%
Bandaríkin (S&P 500) 1440,67 -1,30% 2,42% 5,76% 2,29% 14,56% 27,33%
Japan (Nikkei) 8870,16 -1,93% -0,49% -2,33% -12,76% 4,03% 1,11%
Samnorræn (VINX) 100,2037 -1,52% 1,98% 10,32% 2,92% 15,00% 27,53%
Svíþjóð (OMXS30) 1072,45 -2,49% 3,29% 5,81% 0,35% 9,15% 18,47%
Noregur (OBX) 415,42 -2,51% 3,24% 11,15% 5,84% 16,73% 29,27%
Finnland (HEX25)  2036,208 -2,67% 2,43% 9,18% -7,50% 5,22% 10,27%
Danmörk (KFX) 493,218 -1,14% 1,25% 11,26% 11,60% 27,27% 41,65%

 (Verðbreyting í viðkomandi mynt, Bloomberg, 1. október 2012)

 

Krónan

Litlar breytingar voru á gengi krónunnar í vikunni. Gengisvísitalan var nánast óbreytt og endaði í 221.30 stigum. Krónan veiktist um 0,4% gagnvart dollara en styrktist um 0,2% gagnvart evru.

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,76% á milli mánaða og er september gildi vísitölunnar 399,6 stig. Mest áhrif til hækkunar höfðu verð á fatnaði og eldsneyti. Vísitala neysluverðs hefur þá hækkað um 4,3% síðustu 12 mánuði.

 

Vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
GVT ISK 221,30 0,02% 4,31% 1,28% -4,05% 1,85% 2,67%

(Gengisvísitala krónunnar, Seðlabankinn, 1. október 2012) 

 

Fyrirvari

Markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa eru unnar af starfsmönnum Íslenskra verðbréfa hf. Þær eru stutt samantekt og ber ekki að líta svo á að í þeim sé að finna allar tiltækar upplýsingar um þau viðfangsefni sem til umfjöllunar eru.

Við vinnslu fréttanna er stuðst við innlendar og erlendar upplýsinga- og fréttaveitur sem taldar eru áreiðanlegar, en einnig við opinberar upplýsingar, eigin úrvinnslu og mat starfsmanna á hverjum tíma. Íslensk verðbréf hf. ábyrgjast þó ekki nákvæmni upplýsinganna, áreiðanleika eða réttmæti þeirra.

Markaðsfréttirnar eru einungis birtar í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á þær sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum.

Ábyrgðarmaður Vikulegra markaðsfrétta Íslenskra verðbréfa er Björn Snær Guðbrandsson, forstöðumaður eignastýringar.