Vikulegar markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku.

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku. Smelltu hér ef þú vilt skrá þig á listann.

 

Innlend skuldabréf

Löng verðtryggð skuldabréf lækkuðu um 0,03% en millilöng verðtryggð skuldabréf hækkuðu um 0,26%. Löng óverðtryggð skuldabréf lækkuðu um 0,03% en millilöng óverðtryggð skuldabréf hækkuðu um 0,43%.

Miðvikudaginn 3. október tilkynnti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands að vöxtum bankans yrði haldið óbreyttum. Helstu rök voru þau að vísbendingar eru um hægari bata innlendrar eftirspurnar og að verðbólga  hefur verið nokkru minni en spáð var í ágúst. Hins vegar gaf nefndin sterkt til kynna að nafnvextir þyrftu að hækka á næstunni.

Þann 3. október birti Seðlabanki Íslands niðurstöður gjaldeyrisútboðs þar sem bankinn bauðst meðal annars til að kaupa evrur gegn greiðslu í ríkisverðbréfum í flokknum RIKS 33 0321. Alls seldust bréf í flokknum fyrir 2,2 milljarða króna að nafnvirði. Samþykkt gengi á evru í útboðinu var 235 og ávöxtunarkrafa bréfanna var 2,65%.  

Föstudaginn 5. október héldu Lánamál ríkisins útboð á RIKB 14 0314. Alls bárust tilboð að fjárhæð 5.740 m.kr. að nafnverði en tilboðum var tekið fyrir 2.010 m.kr. að nafnverði á ávöxtunarkröfunni 3,82%.

 

Innlend hlutabréf

OMXI6ISK vísitalan lækkaði í vikunni um 0,33%.  Mest hækkuðu bréf BankNordik um 5,3%.  Mest lækkuðu bréf Icelandair, um 1,68%

Heildarvelta á OMXI6ISK var í kringum 3,6 milljarða króna.  Mest voru viðskipti með bréf Icelandair, fyrir tæpa 3 milljarða króna, mest vegna færslu á hlutum Lífeyrissjóða Bankastræti 7 á milli sjóða.

Í september voru viðskipti á OMXI6ISK fyrir tæpa 5 milljarða króna, velta í ágúst mánuði var ríflega 4,1 milljarður króna.  Mest velta í september var með bréf Haga fyrir 1,7 milljarð króna.

Icelandair hefur birt flutningatölur fyrir septembermánuð og fjölgaði farþegum í millilandaflugi um 18% frá sama mánuði á síðasta ári.  Framboðsaukning var 17% á milli ára.  Þá var sætanýting 81% samanborið við 78% í september 2011.

Í kringum 1,6 milljónir farþega hafa því flogið í millilandaflugi fyrstu 9 mánuði ársins hjá félaginu og er það 15% fleiri en á sama tíma í fyrra.

 

Félög/vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
BNORDIK 69,50 5,30% 7,75% -0,71% -10,90% -14,20% -12,03%
HAGA 19,20 -0,26% 6,67% 5,49% 2,95% 17,43% 20,38%
ICEAIR 7,01 -1,68% -0,85% 2,71% 14,36% 39,36% 22,98%
MARL 133,50 -1,11% -3,26% -15,24% -8,56% 6,37% 16,09%
OSSRu 197,00 -0,25% -1,50% -5,97% -3,19% 6,49% 6,49%
Reginn 9,87 1,02% 9,91% 16,53% 0,00% 20,37% 20,37%
OMXI6ISK 995,68 -0,33% -0,11% -6,68% -3,56% 9,46% 13,68%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Nasdaq OMX Nordic, 8. október 2012)

 

Erlend hlutabréf

Allar viðmiðunarvísitölur okkar hækkuðu í vikunni ef frá er talin japanska hlutabréfavísitalan Nikkei sem lækkaði um 0,08%.  Heimsvísitalan MSCI hækkaði um 1,76%,  CAC í Frakklandi um 3,05% og S&P 500 í Bandaríkjunum um 1,41%. 

Atvinnuleysi í Bandaríkjunum minnkaði óvænt í september og mælist nú 7,8% sem er lægsta gildi síðan Barack Obama forseti tók við völdum í ársbyrjun 2009.  Atvinnuleysi á evrusvæðinu hefur hins vegar verið á uppleið og mældist 11,4% í ágúst.  Undanfarið ár hefur atvinnuleysi hækkað hlutfallslega mest í Grikklandi, Kýpur, Portúgal og Spáni.

Seðlabankar Evrópu og Bretlands tilkynntu óbreytta stýrivexti í vikunni og eru þeir nú 0,75% í Evrópu og 0,50% í Bretlandi.  Markaðsaðilar óttast að hinar ýmsu örvunaraðgerðir sem hafa verið kynntar að undanförnu muni ekki duga til að auka hagvöxt. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gerir auk þess ráð fyrir minni hagvexti í heiminum á þessu og næsta ári en áður var áætlað. 

 

Vísitölur Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
Heimsvísitala (MSCI) 1334,63 1,76% 1,72% 8,56% 3,54% 12,86% 18,51%
Þýskaland (DAX) 7397,87 2,52% 1,16% 13,85% 7,72% 23,73% 28,58%
Bretland (FTSE) 5871,02 2,25% 0,55% 2,89% 1,80% 4,56% 9,86%
Frakkland (CAC) 3457,04 3,05% -2,95% 7,78% 2,87% 8,08% 10,33%
Bandaríkin (Dow Jones) 13610,15 1,29% 2,28% 6,56% 4,21% 11,40% 22,58%
Bandaríkin (Nasdaq) 3136,19 0,64% -0,01% 6,77% 1,81% 20,38% 26,49%
Bandaríkin (S&P 500) 1460,93 1,41% 1,60% 7,84% 4,50% 16,17% 26,44%
Japan (Nikkei) 8863,30 -0,08% -0,09% -1,75% -8,52% 4,82% 2,99%
Samnorræn (VINX) 101,27 1,06% -0,04% 7,94% 4,25% 14,49% 25,51%
Svíþjóð (OMXS30) 1093,54 1,97% 0,70% 5,32% 4,05% 9,16% 17,43%
Noregur (OBX) 422,57 1,72% 1,33% 11,76% 7,57% 17,20% 30,63%
Finnland (HEX25)  2076,86 2,00% 0,25% 9,14% -3,20% 5,87% 8,97%
Danmörk (KFX) 505,34 2,46% 1,27% 9,29% 10,85% 28,98% 46,40%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Bloomberg, 8. október 2012)

 

Krónan

Gengisvísitala krónunnar lækkaði um 1,0% í vikunni og endaði í 219,06 stigum. Krónan styrktist um 1,3% gagnvart dollara og um 0,7% gagnvart evru.

Síðastliðinn miðvikudag fóru fram gjaldeyrisuppboð hjá Seðlabanka Íslands. Bankinn keypti alls 20,1 milljón evra, en tilboð bárust fyrir 22,8 milljónir evra. Af teknum tilboðum voru 10,0 milljónir evra í fjárfestingarleið en 10,1 milljón evra í ríkisverðbréfaleið.  Útboðsverð var 235 kr. fyrir hverja evru.

Seðlabankinn keypti einnig krónur fyrir evrur. Útboðsverð var 235 kr. fyrir hverja evru og var tilboðum tekið fyrir 4,9 milljarða króna.

 

Vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
GVT ISK 219,06 -1,01% 1,90% -0,60% -4,69% 0,82% 2,35%

(Gengisvísitala krónunnar, Seðlabankinn, 8. október 2012)

 

Fyrirvari

Markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa eru unnar af starfsmönnum Íslenskra verðbréfa hf. Þær eru stutt samantekt og ber ekki að líta svo á að í þeim sé að finna allar tiltækar upplýsingar um þau viðfangsefni sem til umfjöllunar eru.

Við vinnslu fréttanna er stuðst við innlendar og erlendar upplýsinga- og fréttaveitur sem taldar eru áreiðanlegar, en einnig við opinberar upplýsingar, eigin úrvinnslu og mat starfsmanna á hverjum tíma. Íslensk verðbréf hf. ábyrgjast þó ekki nákvæmni upplýsinganna, áreiðanleika eða réttmæti þeirra.

Markaðsfréttirnar eru einungis birtar í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á þær sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum.

Ábyrgðarmaður Vikulegra markaðsfrétta Íslenskra verðbréfa er Björn Snær Guðbrandsson, forstöðumaður eignastýringar.