Vikulegar markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku.

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku. Smelltu hér ef þú vilt skrá þig á listann.

 

Innlend skuldabréf

Löng verðtryggð skuldabréf hækkuðu um 0,59% og millilöng verðtryggð skuldabréf hækkuðu um 0,17%. Löng óverðtryggð skuldabréf hækkuðu um 0,16% og millilöng óverðtryggð skuldabréf hækkuðu um 0,49%.

Verð ríkistryggðra bréfa hélt því áfram að hækka í verði. Búast má við að þessi þróun haldi áfram þar sem mjög lítið framboð verður af ríkistryggðum bréfum fram að áramótum.

Fimmtudaginn 11. október héldu Lánamál ríkisins ríkisvíxlaútboð þar sem boðnir voru víxlar til þriggja og sex mánaða. Flatir vextir styttri víxlanna voru 3,1% en flötu vextir lengri víxlanna voru 3,39%. Alls var tilboðum tekið fyrir 6.930 m.kr. að nafnvirði. Á gjalddaga voru víxlar fyrir 5,4 milljarða og því hækkaði útistandandi staða ríkisvíxla um 1,5 milljarða.

 

Innlend hlutabréf

OMXI6ISK vísitalan lækkaði um 0,22% í vikunni.  Mest hækkuðu bréf Regins, um 3,34%.  Mesta lækkunin var á verði bréfa Össurar, um 0,76%.

Heildarvelta á OMXI6ISK var í kringum 1.100 milljónir króna.  Mest voru viðskipti með bréf Haga, um 440 milljónir króna.

Nú styttist í að fleiri félög komi á markað, Eimskip stefnir á skráningu í næsta mánuði. Vodafone ætlar sér einnig á markað á þessum ársfjórðungi og hefur forstjóri félagsins gefið vísbendingar um að það verði fyrir jól. Þetta eru góð tíðindi fyrir hlutabréfamarkaðinn. Einnig eru félög eins Advania, N1, Promens, Icelandic Group, TM, Reitir, Sjóvá og Skeljungur líkleg til þess að fara á markað á næstu árum.

 

Félög/vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
BNORDIK 69,50 0,00% 8,59% -0,71% -9,74% -14,20% -7,33%
HAGA 19,35 0,78% 6,03% 6,91% 3,20% 18,35% 21,32%
ICEAIR 7,09 1,14% 1,00% 5,35% 10,26% 40,95% 25,71%
MARL 133,50 0,00% -4,65% -13,59% -8,25% 6,37% 15,58%
OSSRu 195,50 -0,76% -2,25% -7,35% -4,17% 5,68% 5,68%
Reginn 10,20 3,34% 9,09% 20,71% 0,00% 24,39% 24,39%
OMXI6ISK 993,48 -0,22% -1,22% -6,06% -4,05% 9,21% 15,07%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Nasdaq OMX Nordic, 15. október 2012)

 

Erlend hlutabréf

Töluverðar lækkanir voru í vikunni á verði erlendra hlutabréfa.  Heimsvísitalan MSCI lækkaði um 2,12%, Dax í Þýskalandi um 2,24%, S&P 500 í Bandaríkjunum um 2,19% og Nikkei í Japan lækkaði um 3,71%.

Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn spáir aukinni niðursveiflu í hagkerfum heimsins. Bloomberg fréttaveitan hefur eftir Christine Lagarde, forstjóra AGS, að hagvöxtur í heiminum sé ekki nægjanlegur til að minnka atvinnuleysi.  Jafnframt segir Lagarde að sókn þróaðra hagkerfa sé  of lítil og að mesta óvissan sé nú á evrusvæðinu og í Bandaríkjunum.

Matsfyrirtækið Standard & Poors lækkaði lánshæfiseinkunn Spánar í BBB- og er hún einum flokki frá ruslflokki.  Fyrirtækið útilokaði ekki að lækka einkunnina enn frekar. Í kjölfarið er söluþrýstingur á kröfu spænskra ríkisskuldabréfa. Ástæður lækkunarinnar eru raktar til skuldavanda landsins, atvinnuleysis og að niðursveiflan í Evrópu verði til þess að erfiðara verði að grípa til aðhaldsaðgerða á Spáni.

 

Vísitölur Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
Heimsvísitala (MSCI) 1308,83 -2,12% -3,09% 6,57% 2,97% 10,44% 10,08%
Þýskaland (DAX) 7232,49 -2,24% -1,66% 11,16% 10,71% 23,58% 22,15%
Bretland (FTSE) 5793,32 -1,25% -1,73% 2,59% 2,85% 4,32% 6,34%
Frakkland (CAC) 3389,08 -1,97% -4,38% 7,67% 7,39% 8,38% 6,43%
Bandaríkin (Dow Jones) 13328,85 -2,07% -1,95% 4,32% 3,73% 9,10% 14,46%
Bandaríkin (Nasdaq) 3044,12 -2,92% -4,39% 4,66% 1,09% 16,85% 14,10%
Bandaríkin (S&P 500) 1428,59 -2,19% -2,54% 5,29% 4,26% 13,60% 16,66%
Japan (Nikkei) 8534,12 -3,71% -6,35% -1,68% -11,00% 1,45% -1,94%
Samnorræn (VINX) 98,28 -2,95% -3,58% 5,09% 4,82% 12,61% 18,00%
Svíþjóð (OMXS30) 1058,70 -3,19% -4,82% 2,94% 3,26% 7,43% 10,96%
Noregur (OBX) 417,86 -1,11% -2,72% 8,77% 9,51% 17,08% 21,33%
Finnland (OMXH25)  2033,29 -2,10% -5,47% 7,97% 1,18% 5,21% 1,82%
Danmörk (OMXC20) 491,41 -2,76% 1,11% 7,11% 9,50% 26,66% 41,40%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Bloomberg, 15. október 2012)

 

Krónan

Krónan veiktist lítillega í vikunni. Gengisvísitala krónunnar hækkaði um 0,2% og endaði í 219,51 stigi. Krónan veiktist um 0,2% gagnvart evru og um 0,5% gagnvart dollara. Frá áramótum hefur gengisvísitalan hækkað um 1,12%.

Samkvæmt tölum frá hagstofunni hækkuðu ráðstöfunartekjur heimilageirans um 9,6% árið 2011 frá fyrra ári. Ráðstöfunartekjur á mann jukust um 9,3% milli ára og kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann um 5,1%.

 

Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
219,51 0,21% 1,17% -0,08% -4,20% 1,03% 2,67%

 (Gengisvísitala krónunnar, Seðlabankinn, 15. október 2012)

 

Fyrirvari

Markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa eru unnar af starfsmönnum Íslenskra verðbréfa hf. Þær eru stutt samantekt og ber ekki að líta svo á að í þeim sé að finna allar tiltækar upplýsingar um þau viðfangsefni sem til umfjöllunar eru.

Við vinnslu fréttanna er stuðst við innlendar og erlendar upplýsinga- og fréttaveitur sem taldar eru áreiðanlegar, en einnig við opinberar upplýsingar, eigin úrvinnslu og mat starfsmanna á hverjum tíma. Íslensk verðbréf hf. ábyrgjast þó ekki nákvæmni upplýsinganna, áreiðanleika eða réttmæti þeirra.

Markaðsfréttirnar eru einungis birtar í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á þær sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum.

Ábyrgðarmaður Vikulegra markaðsfrétta Íslenskra verðbréfa er Björn Snær Guðbrandsson, forstöðumaður eignastýringar.