Vikulegar markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku.

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku. Smelltu hér ef þú vilt skrá þig á listann.

 

Innlend skuldabréf

Löng verðtryggð skuldabréf hækkuðu um 0,14% og millilöng verðtryggð skuldabréf hækkuðu um 0,11%. Löng óverðtryggð skuldabréf hækkuðu um 0,75% og millilöng óverðtryggð skuldabréf hækkuðu um 0,17%.

Á föstudaginn voru Lánamál ríkisins með útboð í RIKB31. Tilboðin hljóðuðu samtals upp á 8,2 milljarða og því um töluverða eftirspurn að ræða. Tilboðum var hins vegar tekið fyrir aðeins 2,5 milljarða á kröfunni 6,95%. Það var því mikil umframeftirspurn sem leiddi út á markaðinn eftir útboðið en löng óverðtryggð bréf voru keypt þar.

 

Innlend hlutabréf

OMXI6ISK vísitalan hækkaði í vikunni um 0,67%.  Mest hækkuðu bréf Regins um 1,96%.  Mest lækkuðu bréf BankNordik, um 11,51%

Heildarvelta á OMXI6ISK var í kringum 1 milljarð króna.  Mest voru viðskipti með bréf Haga fyrir ríflega 465 milljónir króna.

Össur og Marel birta uppgjör fyrir þriðja ársfjórðung, eftir lokun markaða, 23. og 24. október n.k.  Þá birta Hagar uppgjör fyrir annan ársfjórðung þann 25.október n.k., en uppgjörstímabil fyrirtækisins er frá 1. mars til 28. febrúar.

Nú stendur yfir lokað útboð til fagfjárfesta í 20% hlut í Eimskip.  Í kjölfarið verður svo boðinn út um 5% hlutur í almennu útboði.

 

Félög/vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
BNORDIK 61,50 -11,51% -2,38% -12,14% -20,13% -24,07% -18,00%
HAGA 19,50 0,78% 4,28% 7,14% 3,17% 19,27% 22,26%
ICEAIR 7,08 -0,14% 0,71% 5,67% 11,67% 40,76% 23,78%
MARL 135,00 1,12% -3,91% -12,62% -11,48% 7,57% 16,88%
OSSRu 198,00 1,28% -0,50% -5,26% -6,16% 7,03% 6,45%
Reginn 10,40 1,96% 8,79% 25,30% 0,00% 26,83% 26,83%
OMXI6ISK 1000,12 0,67% -0,90% -4,94% -6,14% 9,94% 15,66%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Nasdaq OMX Nordic, 22. október 2012)

 

Erlend hlutabréf

Erlend hlutabréf hækkuðu almennt í verði í vikunni. Heimsvísitalan MSCI hækkaði um 1,25%, Dax í Þýskalandi um 2,05% og S&P 500 í Bandaríkjunum um 0,32%.  Nasdaq í Bandaríkjunum lækkaði hins vegar um 1,26% og OBX í Noregi um 0,12%.

Lægri verðbólga í Kína (1,9%) og meiri útflutningur (9,9%) en spár gerðu ráð fyrir höfðu jákvæð áhrif á hlutabréfamarkaði og hækkaði til að mynda Nikkei í Japan um 5,49% sem er mesta vikuhækkun vísitölunnar á þessu ári.

Jákvæðar hagtölur frá Bandaríkjunum fóru einnig vel í markaðsaðila en 1,1% aukning var á smásölu í september ásamt því að hafist var handa við fleiri nýbyggingar en reiknað var með.  Markaðir hækkuðu einnig eftir að matsfyrirtækið Moody‘s staðfesti óbreytta lánshæfiseinkunn Spánar.

 

Vísitölur Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
Heimsvísitala (MSCI) 1322,28 1,25% -1,18% 7,38% 3,17% 11,81% 10,71%
Þýskaland (DAX) 7380,64 2,05% -1,18% 11,07% 9,09% 24,85% 23,33%
Bretland (FTSE) 5896,15 1,77% 0,58% 4,16% 1,98% 5,64% 7,25%
Frakkland (CAC) 3504,56 3,41% -0,81% 9,65% 9,83% 10,83% 10,43%
Bandaríkin (Dow Jones) 13343,51 0,11% -1,74% 4,06% 2,41% 9,22% 13,00%
Bandaríkin (Nasdaq) 3005,62 -1,26% -5,48% 2,75% 0,17% 15,37% 13,96%
Bandaríkin (S&P 500) 1433,19 0,32% -1,85% 5,18% 3,96% 13,96% 15,74%
Japan (Nikkei) 9002,68 5,49% -1,09% 3,93% -5,76% 6,57% 3,82%
Samnorræn (VINX) 100,04 1,79% -1,55% 4,18% 4,31% 14,49% 18,95%
Svíþjóð (OMX STKH30) 1064,64 0,56% -3,78% 1,33% 2,21% 7,77% 12,99%
Noregur (OBX) 417,35 -0,12% -2,11% 6,08% 6,99% 16,64% 18,41%
Finnland (OMXH25)  2064,99 1,56% -0,96% 10,36% 1,38% 6,69% 5,53%
Danmörk (OMXC20) 504,66 2,70% 1,19% 6,70% 9,05% 29,48% 44,47%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Nasdaq OMX Nordic, 22. október 2012)

 

Krónan

Gengisvísitala krónunnar lækkaði um 1,5% í vikunni og endaði í 222,82 stigum. Krónan lækkaði um 1,0% gagnvart dollara og 1,6% gagnvart evru.

Samkvæmt Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands var atvinnuleysi í september 5%, sem er 1 prósentustigi lægra en í september 2011. Atvinnuþáttaka fólks á aldrinum 16-74 ára var 80,6%.

 

Vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
GVT ISK 222,82 1,51% 1,17% 3,24% -2,65% 2,55% 4,13%

(Gengisvísitala krónunnar, Seðlabankinn, 22. október 2012)

 

Fyrirvari

Markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa eru unnar af starfsmönnum Íslenskra verðbréfa hf. Þær eru stutt samantekt og ber ekki að líta svo á að í þeim sé að finna allar tiltækar upplýsingar um þau viðfangsefni sem til umfjöllunar eru.

Við vinnslu fréttanna er stuðst við innlendar og erlendar upplýsinga- og fréttaveitur sem taldar eru áreiðanlegar, en einnig við opinberar upplýsingar, eigin úrvinnslu og mat starfsmanna á hverjum tíma. Íslensk verðbréf hf. ábyrgjast þó ekki nákvæmni upplýsinganna, áreiðanleika eða réttmæti þeirra.

Markaðsfréttirnar eru einungis birtar í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á þær sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum.

Ábyrgðarmaður Vikulegra markaðsfrétta Íslenskra verðbréfa er Björn Snær Guðbrandsson, forstöðumaður eignastýringar.