Vikulegar markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku.

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku. Smelltu hér ef þú vilt skrá þig á listann.

 

Innlend skuldabréf

Löng verðtryggð skuldabréf hækkuðu um 0,33% og millilöng verðtryggð skuldabréf hækkuðu um 0,10%. Löng óverðtryggð skuldabréf hækkuðu um 0,34% og millilöng óverðtryggð skuldabréf hækkuðu um 0,51%.

Fimmtudaginn 25. október birti Hagstofa Íslands niðurstöður verðbólgumælingar í október og hækkaði vísitala neysluverðs um 0,28% frá fyrra mánuði. Þessi hækkun er undir spám greiningaraðila en þær voru á bilinu 0,40-0,60%. Tólf mánaða verðbólga mælist nú 4,2%.

 

Innlend hlutabréf

OMXI6ISK vísitalan lækkaði í vikunni um 2,46%.  Mest lækkuðu bréf Össurar um 6,31% en  bréf Icelandair hækkuðu mest, um 5,08%

Heildarvelta á OMXI6ISK var í kringum 2,4 milljarða króna.  Mest voru viðskipti með bréf Icelandair eða rétt um 1,1 milljarð króna.

Marel og Össur skiluðu uppgjöri fyrir þriðja ársfjórðung í vikunni og Hagar skiluðu uppgjöri fyrir annan ársfjórðung en uppgjörstímabil Haga er frá 1. mars til 28. febrúar.

Uppgjör Marels var undir væntingum markaðsins, en hagnaður félagsins nam 8,4 milljónum evra eftir skatta samanborið við 10,5 milljóna evru hagnað fyrir sama tímabil í fyrra. Staða pantanabókarinnar nam 151 milljón evra í lok ársfjórðungsins en var 196,8 milljónir evra á sama tíma árið 2011. Theo Hoen forstjóri segir mikla lækkun í pantanabók félagsins stafa af töfum vegna efnahagsástandsins en telur þó að staða félagins sé góð og framtíðin björt.

Uppgjör Össurar var einnig undir væntingum markaðsins, en félagið skilaði 9,9 milljón dala hagnaði á þriðja ársfjórðungi eða 1.241 milljón króna sem er 2,5% samdráttur frá sama tíma í fyrra. Lítil sala í Bandaríkjunum hefur hægt á vexti hjá Össuri.

Hagar skiluðu góðu uppgjöri fyrir annan ársfjórðung, hagnaður félagsins fyrstu 6 mánuði rekstrarársins nam 1.554 milljónum króna sem er 4,4% af veltu fyrirtækisins. Staða Haga er mjög sterk, eiginfjárhlutfall félagsins er 30%.

Fimmtudaginn 25. október lauk lokuðu hlutabréfaútboði í Eimskipafélagi Íslands hf.  Umframeftirspurn var í útboðinu og seldust bréfin á genginu 208.

 

Félög/vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
BNORDIK 61,50 0,00% -6,82% -12,14% -20,13% -24,07% -16,89%
HAGA 19,90 2,05% 3,38% 10,56% 5,57% 21,71% 24,76%
ICEAIR 7,44 5,08% 4,21% 11,39% 17,19% 47,71% 30,12%
MARL 130,00 -3,70% -3,70% -9,09% -19,00% 3,59% 2,77%
OSSRu 185,50 -6,31% -6,08% -9,07% -13,32% 0,27% -5,36%
Reginn 10,25 -1,44% 4,91% 22,90% 0,00% 25,00% 25,00%
OMXI6ISK 975,51 -2,46% -2,35% -3,37% -10,56% 7,24% 5,57%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Nasdaq OMX Nordic, 29. október 2012)

 

Erlend hlutabréf

Heimsvísitalan MSCI lækkaði um 1,67% í vikunni.  S&P 500 í Bandaríkjunum lækkaði um 1,48%, Nikkei í Japan um 0,77%, FTSE í Bretlandi um 1,41% og OMXC20 í Danmörku lækkaði um 2,55%.

Á Bloomberg fréttaveitunni kemur fram að verð hlutabréfa lækkaði eftir að seðlabankastjóri Bandaríkjanna sagði frá því að hagkerfi landsins væri í hægum uppgangi en atvinnuleysi væri enn mikið.  Seðlabankar landsins kaupa nú veðskuldabréf fyrir 40 milljarða dollara á mánuði í þeim tilgangi að örva hagkerfið.

Þrátt fyrir stórauknar skuldir Bandaríkjanna og mikið atvinnuleysi mældist hagvöxtur á þriðja ársfjórðungi 2% sem er talsvert umfram spár og hefur ekki mælst meiri á einum ársfjórðungi frá árinu 2009.  Eftir 9 mánaða niðursveiflu mældist hagvöxtur á þriðja ársfjórðungi í Bretlandi 1% en það var einnig vel yfir spám. Ólympíuleikarnir eiga stóran þátt í þessari jákvæðu niðurstöðu.

 

Vísitölur Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
Heimsvísitala (MSCI) 1300,23 -1,67% -0,86% 4,02% 0,12% 9,95% 3,67%
Þýskaland (DAX) 7231,85 -2,02% -0,27% 7,59% 5,82% 22,02% 13,41%
Bretland (FTSE) 5806,71 -1,41% 0,64% 2,70% 0,03% 3,71% 1,35%
Frakkland (CAC) 3435,09 -1,98% 1,53% 3,84% 4,29% 7,80% 1,72%
Bandaríkin (Dow Jones) 13107,21 -1,77% -2,46% 0,24% -0,92% 7,28% 7,16%
Bandaríkin (Nasdaq) 2987,95 -0,59% -4,12% 1,01% -2,65% 14,69% 9,16%
Bandaríkin (S&P 500) 1411,94 -1,48% -1,99% 1,87% 0,61% 12,27% 9,87%
Japan (Nikkei) 8933,06 -0,77% 0,67% 4,23% -6,21% 5,61% -1,34%
Samnorræn (VINX) 98,02 -2,02% -2,27% 0,65% 2,47% 11,93% 8,69%
Svíþjóð (OMXS30) 1059,20 -0,51% -1,78% -0,60% -0,31% 6,64% 2,70%
Noregur (OBX) 410,04 -1,75% -1,42% 3,82% 5,60% 14,52% 12,80%
Finnland (OMXH25)  2022,60 -2,05% -1,08% 3,99% -4,91% 3,72% -5,23%
Danmörk (OMXC20) 491,78 -2,55% -0,02% 2,09% 8,47% 26,45% 31,58%

 (Verðbreyting í viðkomandi mynt, Nasdaq OMX Nordic, 29. október 2012)

 

Krónan

Gengisvísitala krónunnar hækkaði um 1,95% í vikunni og endaði í 227,17 stigum. Er þetta mesta gengislækkun krónunnar á einni viku það sem af er ári. Krónan lækkaði um 1,7% gagnvart evru og um 3,0% gagnvart dollar.

 

Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
227,17 1,95% 2,40% 7,25% -0,47% 4,55% 6,30%

(Gengisvísitala krónunnar, Seðlabankinn, 29. október 2012)

 

Fyrirvari

Markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa eru unnar af starfsmönnum Íslenskra verðbréfa hf. Þær eru stutt samantekt og ber ekki að líta svo á að í þeim sé að finna allar tiltækar upplýsingar um þau viðfangsefni sem til umfjöllunar eru.

Við vinnslu fréttanna er stuðst við innlendar og erlendar upplýsinga- og fréttaveitur sem taldar eru áreiðanlegar, en einnig við opinberar upplýsingar, eigin úrvinnslu og mat starfsmanna á hverjum tíma. Íslensk verðbréf hf. ábyrgjast þó ekki nákvæmni upplýsinganna, áreiðanleika eða réttmæti þeirra.

Markaðsfréttirnar eru einungis birtar í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á þær sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum.

Ábyrgðarmaður Vikulegra markaðsfrétta Íslenskra verðbréfa er Björn Snær Guðbrandsson, forstöðumaður eignastýringar.