Vikulegar markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku.

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku. Smelltu hér ef þú vilt skrá þig á listann.

 

Innlend skuldabréf

Löng verðtryggð skuldabréf hækkuðu um 0,29% en millilöng verðtryggð skuldabréf  lækkuðu um 0,18%. Löng óverðtryggð skuldabréf hækkuðu um 2,51% og millilöng óverðtryggð skuldabréf hækkuðu um 1,38%.

Fjárfestar héldu því áfram að kaupa óverðtryggð bréf. Það gæti bent til þess að þeir hafi trú á aðgerðum SÍ til að sporna gegn verðbólgu. Það er líka útlit fyrir hóflega verðbólgu næstu mánuðina. Krónan hefur verið að styrkjast og olíuverð hefur haldið áfram að lækka.

 

Innlend hlutabréf

Eftir góða tíð í hlutabréfunum framan af ári kom smá bakslag í maí. Megin ástæða fyrir því er vandamál Evrópu, en helstu félög íslensku kauphallarinnar eru í útflutningi og því háð erlendum mörkuðum.

Við erum samt sem áður nokkuð bjarsýn á innlend hlutabréf næstu mánuði og þar með árið í heild, en það er þó háð því að erlendir markaðir haldi sjó og vandamál Evrópu versni ekki mikið.

Landsbanki Íslands sér um hlutafjárútboð Regins hf. og ætlar bankinn að selja 75% í félaginu á genginu 8,1-11,9 krónur á hlut. Markaðsvirði alls hlutafjár Regins miðað við fyrrgreint verðbil er á bilinu 10,5-15,5 milljarðar króna. Landsbankinn heldur eftir 25% hlut og hefur skuldbundið sig til þess að selja ekki þann hlut á næstu 10 mánuðum.

Félög/vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
BNORDIK 75,00 0,00% 0,00% 7,14% -7,41% -7,41% -39,02%
FO-ATLA 165,50 0,00% 7,47% -7,28% 8,17% 8,17% -15,56%
HAGA 18,10 -1,90% -3,21% 2,84% 0,00% 10,70% 13,48%
ICEAIR 6,59 -1,05% 1,38% 11,51% 26,25% 31,01% 38,74%
MARL 155,00 -0,32% -3,73% 6,90% 22,05% 23,51% 28,63%
OSSRu 210,00 -1,87% 2,19% 3,45% 11,11% 13,51% 7,69%
OMXI6ISK 1058,91 -1,56% -1,43% 4,70% 14,48% 16,41% 8,83%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Nasdaq OMX Nordic, 18. júní 2012)

 

Erlend hlutabréf

Heimsvísitalan MSCI hækkaði um 1,65% í vikunni, DAX í Þýskalandi hækkaði um 1,61%, S&P 500 í Bandaríkjunum um 1,3% og Nikkei í Japan um 1,3%.  Einungis ein af viðmiðunarvísitölum okkar lækkaði í vikunni, en það var HEX25 í Finnlandi sem lækkaði um 1,5%.

Hagtölur frá Bandaríkjanna hafa ekki komið vel út undanfarna mánuði og margt sem bendir til þess að hagkerfið sé að dragast saman. Tölur um aukningu starfa hafa valdið vonbrigðum og nú bætist samdráttur í smásölu við. Samdrátturinn í maí nam 0,2%. 

Í upphafi vikunnar voru fjárfestar varkárir þrátt fyrir 100 milljarða evru lán Evrópusambandsins til Spánar m.a. þar sem óvissa ríkir um skilmála lánsins og hvernig það verður útfært, en láninu er ætlað að styrkja stöðu spænskra banka.

Þingkosningar voru endurteknar í Grikklandi 17. júní. Mikil spenna ríkti fyrir kosningarnar þar sem eitt stærsta kosningamálið var samkomulag Grikklands við Evrópusambandið og Alþjóða gjaldeyrissjóðinn. Formaður hægriflokksins Nýtt lýðræði, sem var sigurvegari kosninganna, lýsti því yfir að flokkurinn kæmi til með að virða þá samninga sem búið er að gera við Evrópusambandið og Alþjóða gjaldeyrissjóðinn.

 

Vísitölur Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
Heimsvísitala (MSCI) 1208,53 1,65% 2,55% -8,51% 5,41% 2,19% -5,63%
Þýskaland (DAX) 6229,41 1,61% -0,12% -12,49% 9,85% 6,19% -12,57%
Bretland (FTSE) 5478,81 0,80% 3,81% -8,34% 1,50% -1,87% -4,32%
Frakkland (CAC) 3087,62 1,18% 2,71% -14,05% 3,95% -2,22% -19,20%
Bandaríkin (Dow Jones) 12767,17 1,70% 3,22% -3,52% 7,59% 4,50% 6,35%
Bandaríkin (Nasdaq) 2872,80 0,50% 3,38% -5,97% 12,42% 10,27% 9,80%
Bandaríkin (S&P 500) 1342,84 1,30% 3,68% -4,37% 10,10% 6,78% 5,61%
Japan (Nikkei) 8569,32 1,30% 1,27% -13,91% 3,80% 3,14% -6,74%
Samnorræn (VINX) 87,71 0,58% 2,00% -13,00% 6,43% 0,23% -8,42%
Svíþjóð (OMXS30) 977,53 0,18% 2,29% -12,95% 4,29% -1,01% -9,74%
Noregur (OBX) 360,93 1,25% 0,54% -10,28% 5,80% 0,77% -4,13%
Finnland (HEX25)  1827,88 -1,50% -1,92% -20,16% 0,30% -5,86% -22,04%
Danmörk (KFX) 431,19 1,08% -1,85% -5,80% 15,99% 10,87% 2,16%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Bloomberg, 18. júní 2012)

 

Krónan

Gengisvísitala krónunnar lækkaði um 1,29% í vikunni og endaði í 220,53 stigum. Frá áramótum hefur gengi krónunnar hækkað um 1,5% en um nálægt 6% þegar verst lét í maí.  Krónan hefur því verið að styrkjast undanfarið og trúlegt að aukinn straumur ferðamanna eigi þar hlut að máli.

Reikna má með að aukinn ferðamannastraumur og aukinn útflutningur muni styrkja gengi krónunnar vel fram á haustið en þá byrji hún að gefa eftir.

Vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
GVT ISK 220,53 -1,29% -1,59% -3,46% 1,62% 1,50% -0,41%

(Gengisvísitala krónunnar, Seðlabankinn, 18. júní 2012)

 

Fyrirvari

Markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa eru unnar af starfsmönnum Íslenskra verðbréfa hf. Þær eru stutt samantekt og ber ekki að líta svo á að í þeim sé að finna allar tiltækar upplýsingar um þau viðfangsefni sem til umfjöllunar eru.

Við vinnslu fréttanna er stuðst við innlendar og erlendar upplýsinga- og fréttaveitur sem taldar eru áreiðanlegar, en einnig við opinberar upplýsingar, eigin úrvinnslu og mat starfsmanna á hverjum tíma. Íslensk verðbréf hf. ábyrgjast þó ekki nákvæmni upplýsinganna, áreiðanleika eða réttmæti þeirra.

Markaðsfréttirnar eru einungis birtar í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á þær sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum.

Ábyrgðarmaður Vikulegra markaðsfrétta Íslenskra verðbréfa er Björn Snær Guðbrandsson, forstöðumaður eignastýringar.