Vikulegar markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku.

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku. Smelltu hér ef þú vilt skrá þig á listann.

 

Innlend skuldabréf

Löng verðtryggð skuldabréf hækkuðu um 0,63% og millilöng verðtryggð skuldabréf hækkuðu um 0,51%.  Löng óverðtryggð skuldabréf lækkuðu um 0,84% og millilöng óverðtryggð skuldabréf lækkuðu um 0,53%.

Óvæntar verðbólgutölur sem Hagstofa Íslands birti miðvikudaginn 27. júní urðu þess valdandi að verðtryggð bréf hækkuðu í verði í vikunni á meðan óverðtryggð bréf lækkuðu.

Lánamál ríkisins hafa birt áætlun um útgáfu ríkisbréfa á þriðja ársfjórðungi 2012.  Heildarútgáfa ríkisbréfa á fjórðungnum er áætluð 5-20 ma.kr. og verður hún í þremur flokkum: RIKB 14 0314, RIKB 16 1013 og RIKB 22 1026.

Íbúðalánasjóður hefur endurskoðað áætlun sína um útgáfu íbúðabréfa á árinu.  Þar sem engin útgáfa var á öðrum ársfjórðungi hefur sjóðurinn lækkað áætlun sína sem því nemur.  Heildarútgáfa íbúðabréfa er nú áætluð 20-25 ma.kr. en það er lækkun um 10 ma.kr. frá fyrri áætlun.

 

Innlend hlutabréf

OMXI6ISK vísitalan hækkaði í síðustu viku um 1,47%.  Mest hækkuðu bréf Haga, um 2,78%.  Mesta lækkun var hjá Atlantic Petroleum í síðustu viku félagsins í vísitölunni og nam lækkunin 7,55%.

Heildarvelta á OMXI6ISK var rúmir 5 milljarðar króna.  Mest voru viðskipti með bréf Icelandair fyrir um 3,8 milljarða króna en stærsti hluti veltunnar er vegna sölu Íslandsbanka á ríflega 10% hlut í félaginu.

Hagar birtu í síðustu viku uppgjör fyrir fyrsta ársfjórðung rekstrarársins 2012/13.  Uppgjörið var í takt við væntingar.  Vörusala nam 17.364 milljónum króna sem er aukning um 5,2% á milli ára.  EBITDA nam 1.137 milljónum króna og hagnaður var 628 milljónir króna eða 3,6% af veltu.

Í síðustu viku juku Lífeyrissjóðir Bankastræti 7 við sig 18.000.000 hluta í Högum og eru því komnir með eign upp á 10,82% í félaginu.

Í dag hefjast viðskipti með fasteignafélagið Reginn í kauphöllinni og í framhaldinu er félagið komið inn í úrvalsvísitöluna ásamt BankNordik, Högum, Icelandair, Marel og Össur.

Félög/vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
BNORDIK 75,00 0,00% 0,00% -3,23% -7,41% -7,41% -39,02%
FO-ATLA 153,00 -7,55% -7,55% -12,57% 0,00% 0,00% -15,00%
HAGA 18,50 2,78% 0,27% 1,93% 13,15% 13,15% 15,99%
ICEAIR 6,61 2,48% 0,76% 8,36% 31,41% 31,41% 32,46%
MARL 152,00 1,00% -2,56% 2,36% 21,12% 21,12% 24,08%
OSSRu 215,00 2,38% 3,37% 5,39% 16,22% 16,22% 10,26%
OMXI6ISK 1056,97 1,47% -0,81% 1,59% 16,19% 16,16% 10,54%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Nasdaq OMX Nordic, 2. júlí 2012)

 

Erlend hlutabréf

Erlend hlutabréf hækkuðu töluvert í liðinni viku og hækkuðu allar erlendar viðmiðunarvísitölur sem við styðjumst við.  Heimsvísitalan MSCI hækkaði um 2,49%, CAC í Frakklandi um 3,42% en mest hækkaði norska vísitalan OBX eða um 5,86%.

Á föstudaginn samþykktu leiðtogar Evrópusambandsríkjanna björgunarpakka sem á að aðstoða skuldsett evruríki og hækkuðu markaðir mikið í kjölfarið.

Auk þess var samþykkt að bankar í löndum eins og Spáni og Ítalíu geti nú fengið lán úr sérstökum neyðarsjóði án skilyrða um hertari aðhaldsaðgerðir í efnahagsstjórn þeirra landa sem bankarnir eru í.  Þá var ákveðið að stofna sameiginlegt eftirlitskerfi með bönkum á evrusvæðinu.

Næsti vaxtaákvörðunardagur Seðlabanka Evrópu er fimmtudaginn 5. júlí en stýrivextir á evrusvæðinu eru nú 1% og hafa aldrei verið lægri.

Vísitölur Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
Heimsvísitala (MSCI) 1235,72 2,49% 7,18% -6,69% 4,19% 4,49% -8,04%
Þýskaland (DAX) 6416,28 2,44% 7,22% -8,07% 6,78% 9,98% -12,56%
Bretland (FTSE) 5571,15 1,04% 6,72% -4,45% 0,74% 0,74% -6,28%
Frakkland (CAC) 3196,65 3,42% 9,76% -6,48% 0,50% 2,49% -19,19%
Bandaríkin (Dow Jones) 12880,09 1,89% 6,28% -2,90% 5,42% 5,42% 2,36%
Bandaríkin (Nasdaq) 2935,05 1,47% 6,83% -5,92% 12,66% 12,66% 4,23%
Bandaríkin (S&P 500) 1362,16 2,03% 6,58% -4,01% 8,31% 8,31% 1,68%
Japan (Nikkei) 9006,78 2,37% 6,67% -10,94% 6,48% 6,48% -8,76%
Samnorræn (VINX) 91,20 1,67% 8,43% -7,32% 3,77% 5,31% -7,60%
Svíþjóð (OMXS30) 1019,06 0,91% 7,51% -5,33% 2,91% 4,12% -8,01%
Noregur (OBX) 375,55 5,86% 9,26% -4,90% 4,78% 6,02% -3,09%
Finnland (HEX25)  1871,67 0,22% 6,62% -14,00% -4,37% -1,95% -20,98%
Danmörk (KFX) 446,04 1,69% 6,91% -2,31% 12,70% 15,06% 2,87%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Bloomberg, 2. júlí 2012)

 

Krónan

Gengisvísitala krónunnar lækkaði um 0,05% í vikunni og endaði í 218,57 stigum.  Krónan styrktist um 0,22% gagnvart Bandaríkjadal en veiktist um 0,06% gagnvart evru.

Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í júní er 400,1 stig og hækkaði um 0,50% milli mánaða. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 380,7 stig og hækkaði um 0,61% frá maí.  Hækkun vísitölunnar var langt umfram væntingar á markaði sem voru engin eða lítilsháttar hækkun í mánuðinum.  Tólf mánaða verðbólga er því óbreytt, 5,4%.

Vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
GVT ISK 218,57 -0,05% -2,92% -5,19% 0,35% 0,59% -0,75%

(Gengisvísitala krónunnar, Seðlabankinn, 2. júlí 2012)

 

Fyrirvari

Markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa eru unnar af starfsmönnum Íslenskra verðbréfa hf. Þær eru stutt samantekt og ber ekki að líta svo á að í þeim sé að finna allar tiltækar upplýsingar um þau viðfangsefni sem til umfjöllunar eru.

Við vinnslu fréttanna er stuðst við innlendar og erlendar upplýsinga- og fréttaveitur sem taldar eru áreiðanlegar, en einnig við opinberar upplýsingar, eigin úrvinnslu og mat starfsmanna á hverjum tíma. Íslensk verðbréf hf. ábyrgjast þó ekki nákvæmni upplýsinganna, áreiðanleika eða réttmæti þeirra.

Markaðsfréttirnar eru einungis birtar í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á þær sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum.

Ábyrgðarmaður Vikulegra markaðsfrétta Íslenskra verðbréfa er Sveinn Torfi Pálsson, forstöðumaður eignastýringar.