Vikulegar markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku.

 

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku. Smelltu hér ef þú vilt skrá þig á listann.

 

Innlend skuldabréf

Löng verðtryggð skuldabréf hækkuðu um 0,02% en millilöng verðtryggð skuldabréf  lækkuðu um 0,47%. Löng óverðtryggð skuldabréf hækkuðu um 0,65% og millilöng óverðtryggð skuldabréf hækkuðu um 0,62%.

Verðhjöðnun neysluverðsvísitölunnar í júlí var umfram væntingar markaðsaðila og hafði það jákvæð áhrif á óverðtryggð bréf. Krónan hefur styrkst mikið í sumar og ætti sú styrkingar að skila sér í vöruverði á næstu mánuðum og þar með hafa dempandi áhrif á verðbólguna í haust.

 

Innlend hlutabréf

OMXI6ISK vísitalan lækkaði mikið í vikunni eða um 4,05%.  Mest lækkuðu bréf Marels, um 7,44%.  Eina félagið sem hækkað var Reginn og nam hækkunin 0,48% og Bank Nordik stóð í stað.

Félög í vísitölu eru byrjuð að skila inn uppgjörum fyrir annan ársfjórðung.

Uppgjör Marels var undir væntingum en félagið skilaði þó um milljarði í hagnað (7 milljónir evra). Það er töluverð aukning frá sama tíma í fyrra þegar hagnaðurinn nam 200 þúsund evrum. Rekstarhagnaður var 6,5% af veltu á öðrum ársfjórðungi en markmið félagsins er 10-12% á ári. Fyrstu 6 mánuði ársins var rekstrahagnaður 9% af veltu en félagið ætlar að halda markmiðum sínum óbreyttum. Uppgjör Marels hafði slæm áhrif á markaðinn og lækkaði félagið um 5% við fyrstu viðskipti eftir uppgjör.

Hagnaður Össurar var 1,2 milljarðar króna (10 milljónir Bandaríkjadollara) á öðrum ársfjórðungi. Uppgjörið var aðeins undir væntingum og skýrist það helst á samdrætti í sölu í Bandaríkjunum sem er þó vonandi tímabundinn. Ástæðan fyrir því er aukið eftirlit hjá endurgreiðsluaðilum sem gerir viðskiptavini varkárari, en Össur selur vörur í hæsta tæknistigi sem gerir hana í dýrari kantinum.   

 

Félög/vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
BNORDIK 70,00 0,00% -6,67% -9,09% -7,89% -13,58% -33,96%
HAGA 18,00 -1,10% -2,70% -4,51% 6,82% 10,09% 12,82%
ICEAIR 6,67 -0,45% 0,91% 5,21% 30,78% 32,60% 34,75%
MARL 143,00 -7,44% -5,92% -10,90% 2,51% 13,94% 12,16%
OSSRu 204,00 -2,39% -5,12% -4,67% 7,37% 10,27% 0,99%
Reginn 8,34 0,48% 0,00% 0,00% 0,00% 1,71% 1,71%
OMXI6ISK 1009,48 -4,05% -4,49% -7,45% 4,96% 10,97% 2,33%

 (Verðbreyting í viðkomandi mynt, Nasdaq OMX Nordic, 30. júlí 2012)

 

Erlend hlutabréf

Heimsvísitalan MSCI hækkaði um 1,54% í vikunni. Spænska IBEX 35 vístalan hækkaði um 5,94%, franska CAC 40 vísitalan hækkaði um 2,70% og bandaríska S&P 500 vísitalan um 1,72%. Japanska Nikkei 225 vísitalan lækkaði aftur á móti um 1,19%.

Markaðir víðs vegar um heim hækkuðu verulega á fimmtudag og föstudag eftir yfirlýsingar Mario Draghi, bankastjóra Evrópska Seðlabankans, um að seðlabankinn myndi gera allt sem í hans valdi stæði til að bjarga evrunni.

Bandarískum fyrirtækjum reynist erfitt að standa undir væntingum á markaði. Apple og Facebook skiluðu bæði lakara uppgjöri en greiningaraðilar höfðu spáð. Af þeim 265 fyrirtækjum í S&P 500 vísitölunni  sem birt höfðu uppgjör í lok síðustu viku hafði ársfjórðungslegur hagnaður aukist um 3,3% frá fyrra ári. Greiningaraðilar eiga nú von á að heildarhagnaður S&P 500 fyrirtækja á næsta ársfjórðungi muni dragast saman um 1,6% frá fyrra ári.

 

Vísitölur Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
Heimsvísitala (MSCI) 1227,82 1,54% 1,16% -3,40% 0,90% 5,70% -4,29%
Þýskaland (DAX) 6689,40 0,90% 5,21% -0,16% 4,75% 14,44% -5,71%
Bretland (FTSE) 5627,21 -0,39% 1,99% -0,97% 0,19% 1,97% -2,29%
Frakkland (CAC) 3280,19 2,70% 3,33% 2,81% 1,14% 4,53% -10,03%
Bandaríkin (Dow Jones) 13075,66 1,97% 1,71% -0,86% 3,53% 7,23% 7,88%
Bandaríkin (Nasdaq) 2958,09 1,13% 1,07% -2,62% 5,49% 13,87% 7,62%
Bandaríkin (S&P 500) 1385,97 1,72% 1,75% -0,85% 5,56% 10,21% 7,26%
Japan (Nikkei) 8566,64 -1,19% -4,12% -9,30% -1,79% 2,13% -12,18%
Samnorræn (VINX) 97,30 1,20% 8,33% 3,14% 7,96% 12,91% 4,19%
Svíþjóð (OMXS30) 1059,75 1,75% 4,52% 0,52% 3,57% 7,82% -0,08%
Noregur (OBX) 394,47 0,33% 5,31% 1,61% 8,82% 10,60% 3,10%
Finnland (HEX25)  1937,04 3,18% 5,01% -5,86% -4,95% 1,20% -10,05%
Danmörk (KFX) 482,98 2,07% 8,54% 5,53% 20,54% 24,15% 15,12%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Bloomberg, 30. júlí 2012) 

 

Krónan

Gengisvísitala krónunnar lækkaði um 1,61% í vikunni og endaði í 210,55 stigum. Krónan styrktist um 1,85% gagnvart bandaríkjadal og um 1,51% gagnvart evru.

Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,72% í júli, og var sú lækkun með mesta móti miðað við væntingar markaðsaðila. Tólf mánaða verðbólga lækkar þar með úr 5,4% í júní í 4,6%. Þeir undirliðir vísitölunnar sem höfðu mest áhrif til lækkunar voru verð á bensíni, olíu, flugfargjöldum til útlanda og rekstur ökuktækja.

 

Vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
GVT ISK 210,55 -1,61% -3,65% -7,65% -5,05% -3,10% -5,03%

 (Gengisvísitala krónunnar, Seðlabankinn, 30. júlí 2012)

 

Fyrirvari

Markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa eru unnar af starfsmönnum Íslenskra verðbréfa hf. Þær eru stutt samantekt og ber ekki að líta svo á að í þeim sé að finna allar tiltækar upplýsingar um þau viðfangsefni sem til umfjöllunar eru.

Við vinnslu fréttanna er stuðst við innlendar og erlendar upplýsinga- og fréttaveitur sem taldar eru áreiðanlegar, en einnig við opinberar upplýsingar, eigin úrvinnslu og mat starfsmanna á hverjum tíma. Íslensk verðbréf hf. ábyrgjast þó ekki nákvæmni upplýsinganna, áreiðanleika eða réttmæti þeirra.

Markaðsfréttirnar eru einungis birtar í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á þær sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum.

Ábyrgðarmaður Vikulegra markaðsfrétta Íslenskra verðbréfa er Sveinn Torfi Pálsson, forstöðumaður eignastýringar.