Vikulegar markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku.

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku. Smelltu hér ef þú vilt skrá þig á listann.

 

Innlend skuldabréf

Löng verðtryggð skuldabréf lækkuðu um 0,15% en millilöng verðtryggð skuldabréf  hækkuðu um 0,2%. Löng óverðtryggð skuldabréf hækkuðu um 0,46% og millilöng óverðtryggð skuldabréf hækkuðu um 0,25%.

Lítil viðskipti voru á markaði og litlar verðbreytingar. Skýringin er sú að margir eru í sumarfríi og því fáir markaðsaðilar á vakt.

Næsti vaxtaákvörðunardagur Seðlabanka Íslands er 22. ágúst n.k. Fróðlegt verður að sjá hvaða ákvörðun SÍ tekur þar sem verðbólga síðustu mánuði hefur verið heldur lægri en reiknað var með auk þess sem verðbólguhorfur hafa skánað með mikilli styrkingu krónunnar.

 

Innlend hlutabréf

OMXI6ISK vísitalan lækkaði í vikunni um 1,15% og er þá hækkun ársins komin niður í 9,62%. 

Mest lækkuðu bréf Marels, um 2,45% og hafa bréf félagsins lækkað um 11,43% á einum mánuði enda var uppgjör félagsins töluvert undir væntingum markaðarins. Rekstur félagsins er engu að síður mjög góður og hafa bréf þess hækkað um 11,16% frá áramótum sem er heldur meira en vísitalan.

Mest hækkuðu bréf Icelandair í vikunni, um 2,7%. Frá áramótum hafa bréf félagsins hækkað um rúm 36%.

 

Félög/vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
BNORDIK 70,00 0,00% 0,00% -9,09% -1,41% -13,58% -35,19%
HAGA 18,20 1,11% 0,00% -2,15% 7,06% 11,31% 14,11%
ICEAIR 6,85 2,70% 0,37% 9,78% 25,69% 36,18% 35,38%
MARL 139,50 -2,45% -11,43% -13,35% 0,00% 11,16% 14,81%
OSSRu 202,00 -0,98% -3,58% -3,35% 6,32% 9,19% 1,00%
Reginn 8,25 -1,08% -2,60% 0,00% 0,00% 0,61% 0,61%
OMXI6ISK 997,90 -1,15% -5,56% -7,00% 3,08% 9,62% 0,67%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Nasdaq OMX Nordic, 3. ágúst 2012)

 

Erlend hlutabréf

Heimsvísitalan MSCI hækkaði um 0,77% í vikunni, DAX í Þýskalandi hækkaði um 2,63%, S&P 500 í Bandaríkjunum um 0,36% og FTSE í Bretlandi um 2,84%.  Einungis ein af viðmiðunarvísitölum okkar lækkaði í vikunni, það var Nikkei í Japan sem lækkaði um 0,13%.

Hlutabréf í Bandaríkjunum hafa nú hækkað fjórar vikur í röð en í vikunni tilkynnti vinnumálastofnun að 163 þúsund ný störf hefðu orðið til í júlí.  Tölurnar voru betri en spár sögðu til um og hækkuðu markaðir í kjölfarið.  Atvinnuleysi mælist nú 8,3% í Bandaríkjunum.

Atvinnuleysi á evrusvæðinu er nokkuð hærra eða 11,2% og sem fyrr er mesta atvinnuleysið á Spáni en þar mældist 24,6% atvinnuleysi á öðrum ársfjórðungi.  Seðlabanki Evrópu ákvað í vikunni að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,75% og Mario Draghi seðlabankastjóri Evrópu greindi frá því að ekki yrði gripið til nýrra aðgerða til bjargar evrunni á næstu vikum. 

 

Vísitölur Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
Heimsvísitala (MSCI) 1259,65 0,77% 3,13% 0,55% -0,82% 7,21% 6,18%
Þýskaland (DAX) 6865,66 2,63% 8,61% 5,98% 3,08% 18,04% 11,64%
Bretland (FTSE) 5787,28 2,84% 2,59% 2,73% -1,37% 4,26% 10,72%
Frakkland (CAC) 3374,19 2,87% 7,96% 6,44% 0,28% 8,27% 4,35%
Bandaríkin (Dow Jones) 13096,17 0,16% 2,70% 0,84% 1,86% 7,37% 14,62%
Bandaríkin (Nasdaq) 2967,90 0,33% 1,79% 1,09% 2,96% 14,77% 18,07%
Bandaríkin (S&P 500) 1390,99 0,36% 2,92% 1,80% 3,50% 10,86% 16,25%
Japan (Nikkei) 8555,11 -0,13% -2,41% -3,46% -1,28% 4,12% -5,34%
Samnorræn (VINX) 99,93 2,70% 7,86% 6,81% 3,96% 14,41% 21,25%
Svíþjóð (OMXS30) 1081,07 2,01% 4,62% 3,92% -0,30% 8,43% 13,02%
Noregur (OBX) 396,48 0,51% 6,71% 4,83% 6,43% 11,90% 19,15%
Finnland (HEX25)  1959,14 1,14% 5,93% -1,90% -8,33% 2,76% 6,76%
Danmörk (KFX) 486,23 0,67% 6,55% 6,71% 12,38% 25,75% 30,76%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Bloomberg, 3. ágúst 2012)

 

Krónan

Gengisvísitala krónunnar lækkaði um 1,63% í vikunni og endaði í 207,11 stigum. Krónan styrktist um 1,58% gagnvart dollara og um 1,65% gagnvart evru.

Frá september 2010 hefur Seðlabanki Íslands keypt vikulega hálfa milljón evra af hverjum viðskiptavaka á millibankamarkaði með gjaldeyri. Framvegis mun Seðlabankinn kaupa eina milljón evra vikulega af hverjum viðskiptavaka.

 

Vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
GVT ISK 207,11 -1,63% -5,41% -8,10% -6,74% -4,68% -6,43%

  (Gengisvísitala krónunnar, Seðlabankinn, 3. ágúst 2012)

 

Fyrirvari

Markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa eru unnar af starfsmönnum Íslenskra verðbréfa hf. Þær eru stutt samantekt og ber ekki að líta svo á að í þeim sé að finna allar tiltækar upplýsingar um þau viðfangsefni sem til umfjöllunar eru.

Við vinnslu fréttanna er stuðst við innlendar og erlendar upplýsinga- og fréttaveitur sem taldar eru áreiðanlegar, en einnig við opinberar upplýsingar, eigin úrvinnslu og mat starfsmanna á hverjum tíma. Íslensk verðbréf hf. ábyrgjast þó ekki nákvæmni upplýsinganna, áreiðanleika eða réttmæti þeirra.

Markaðsfréttirnar eru einungis birtar í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á þær sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum.

Ábyrgðarmaður Vikulegra markaðsfrétta Íslenskra verðbréfa er Björn Snær Guðbrandsson, forstöðumaður eignastýringar.