Vikulegar markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku.

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku. Smelltu hér ef þú vilt skrá þig á listann.

 

Innlend skuldabréf

Löng verðtryggð skuldabréf hækkuðu um 0,52% en millilöng verðtryggð skuldabréf  lækkuðu um 0,04%. Löng óverðtryggð skuldabréf hækkuðu um 0,08% og millilöng óverðtryggð skuldabréf lækkuðu um 0,14%.

Í lok vikunnar varð vart við töluverðann kaupkraft í verðtryggð bréf sem kemur kannski á óvart í mánuði þar sem töluvert mikil verðhjöðnun er og útlit fyrir minni verðbólgu næstu mánuði en ætlað var. Skýringin er trúlega sú að fjárfestar telja að styrking krónunnar síðustu vikur sé skammgóður vermir sem gangi hratt til baka í haust. Jafnframt virðast fjárfestar trúa því að styrking krónunnar komi að mjög litlu leyti fram í verðlagsmælingum næstu mánaða þar sem almennt muni verslun og þjónusta einfaldlega hækka álagninguna í stað þess að lækka verð.

 

Innlend hlutabréf

Fínn gangur var á hlutabréfum í vikunni, OMXI6ISK vísitalan hækkaði um 1,89%.  Mest hækkuðu bréf Marels, um 3,58%.  Mest lækkuðu bréf Bank Nordic, um 2,86%.

Icelandair skilaði góðu uppgjöri fyrir annan ársfjórðung, tekjur félagsins jukust um 15% miðað við sama tímabil í fyrra. Hagnaður félagsins var rúmlega 1,7 milljarðar króna (14,3 milljónir USD) samanborið við hagnað upp á 400 milljónir króna (3,3 milljónir USD) á sama tímabili í fyrra. 

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri félagsins, var sáttur við uppgjörið. Reksturinn á fyrri hluta ársins er yfir áætlun og horfur fyrir síðari hluta ársins eru góðar. Mikil fjölgun hefur verið á ferðamönnum til Íslands sem hefur jákvæð áhrif á rekstur samstæðunnar. 

Frá áramótum hefur félagið hækkað um 35,19%.

Danski fjárfestingarsjóðurinn William Demant Invest lagði fram yfirtökutilboð í Össur 22. maí síðastliðinn á genginu 202 ISK eða 8,20 DKK sem lauk núna 7. ágúst. Eigendur 1,6% hlutafjár tóku tilboðinu og á sjóðurinn í dag 41,2% hlut í Össuri. Sjóðurinn hefur ekki í hyggju að gera neinar breytingar á félaginu þrátt fyrir yfirtökutilboð.     

 

Félög/vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
BNORDIK 68,00 -2,86% -2,86% -11,69% -4,23% -16,05% -28,80%
HAGA 18,40 0,55% 0,00% -3,16% 9,20% 12,54% 15,36%
ICEAIR 6,80 0,00% 0,00% 3,19% 25,46% 35,19% 36,00%
MARL 144,50 3,58% -7,37% -9,69% 6,64% 15,14% 22,46%
OSSRu 202,00 0,00% -3,58% -81,00% 8,02% 9,19% 1,51%
Reginn 8,34 0,36% -2,91% 0,00% 0,00% 1,71% 1,71%
OMXI6ISK 1013,26 1,89% -5,03% -7,20% 5,63% 11,39% 7,69%

 (Verðbreyting í viðkomandi mynt, Nasdaq OMX Nordic, 10. ágúst 2012)

 

Erlend hlutabréf

Heimsvísitalan MSCI hækkaði um 1,44% í vikunni, DAX í Þýskalandi hækkaði um 1,15%, S&P 500 í Bandaríkjunum um 0,85% og Nikkei í Japan um 3,93%. Aðeins ein af viðmiðunarvísitölum okkar lækkaði, en það var sú sænska, OMXS30, sem lækkaði um 0,14%.

Væntingar til aðgerða af hálfu Seðlabanka Evrópu og ríkisstjórna evruríkjanna á þátt í  hækkunum vikunnar, en búist er við því að leiðir verði fundnar til að leysa skuldavandann.  Frétt þess efnis að Frakkar væru á leið í samdráttarskeið var því ekki í takt við þessar væntingar, en seðlabanki landsins hefur bent á að landið sé á leið í sitt annað samdráttartímabil á sl. þremur árum.

Verðbólga í Kína í júlí var 1,8% og hefur ekki verið minni frá ársbyrjun 2010. Fjárfestar brugðust jákvætt við þessum fréttum og hækkaði olíuverð á mörkuðum í kjölfarið.  Útflutningur frá Kína dróst hins vegar saman annan mánuðinn í röð og voru vöruskipti mun minni en reiknað hafði verið með. Útflutningur iðnaðar (e. industrial-output) er í þriggja ára lágmarki og smásala var undir áætlunum.

 

Vísitölur Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
Heimsvísitala (MSCI) 1277,79 1,44% 4,31% 2,89% -0,07% 8,10% 8,26%
Þýskaland (DAX) 6944,56 1,15% 5,77% 5,40% 2,92% 17,58% 15,64%
Bretland (FTSE) 5847,11 1,03% 2,80% 4,48% -1,37% 4,54% 9,49%
Frakkland (CAC) 3435,62 1,82% 7,73% 9,48% 1,24% 8,44% 6,62%
Bandaríkin (Dow Jones) 13207,95 0,85% 3,37% 3,02% 2,59% 8,11% 17,21%
Bandaríkin (Nasdaq) 3020,86 1,78% 3,86% 2,97% 3,05% 15,96% 20,45%
Bandaríkin (S&P 500) 1402,80 0,85% 3,62% 3,88% 4,00% 11,79% 19,26%
Japan (Nikkei) 8891,44 3,93% 1,85% -0,76% -1,27% 5,08% -0,88%
Samnorræn (VINX) 101,76 1,83% 8,05% 9,19% 4,12% 15,78% 21,40%
Svíþjóð (OMXS30) 1079,52 -0,14% 4,35% 4,20% 0,14% 8,90% 12,34%
Noregur (OBX) 399,46 0,75% 3,10% 5,16% 3,58% 10,98% 17,79%
Finnland (HEX25)  2035,25 3,89% 7,06% -0,74% -7,62% 4,33% 3,11%
Danmörk (KFX) 489,16 0,72% 6,37% 8,13% 10,23% 25,78% 31,69%

 (Verðbreyting í viðkomandi mynt, Bloomberg, 10. ágúst 2012)

  

Krónan

Gengisvísitala krónunnar lækkaði um 0,34% í vikunni og endaði í 206,41 stigi. Krónan heldur því áfram að styrkjast þrátt fyrir aukin kaup Seðlabanka Íslands á gjaldeyri. Frá áramótum hefur gengi krónunnar styrkst um rúm 5%.

Frá áramótum hefur krónan styrkst um tæp 2,4% á móti dollar og rúm 7,4% á móti evru. Það hefur því verið mjög hagstætt að skulda í evrum á árinu.

Mikill ferðamannastraumur ásamt góðri veiði og háu verði á sjávarafurðum hefur orsakað þessa styrkingu krónunnar.

  

Vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
GVT ISK 206,41 -0,34% -6,08% -7,78% -7,01% -5,01% -6,23%

  (Gengisvísitala krónunnar, Seðlabankinn, 10. ágúst 2012) 

  

Fyrirvari

Markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa eru unnar af starfsmönnum Íslenskra verðbréfa hf. Þær eru stutt samantekt og ber ekki að líta svo á að í þeim sé að finna allar tiltækar upplýsingar um þau viðfangsefni sem til umfjöllunar eru.

Við vinnslu fréttanna er stuðst við innlendar og erlendar upplýsinga- og fréttaveitur sem taldar eru áreiðanlegar, en einnig við opinberar upplýsingar, eigin úrvinnslu og mat starfsmanna á hverjum tíma. Íslensk verðbréf hf. ábyrgjast þó ekki nákvæmni upplýsinganna, áreiðanleika eða réttmæti þeirra.

Markaðsfréttirnar eru einungis birtar í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á þær sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum.

Ábyrgðarmaður Vikulegra markaðsfrétta Íslenskra verðbréfa er Björn Snær Guðbrandsson, forstöðumaður eignastýringar.