Vikulegar markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku.

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku. Smelltu hér ef þú vilt skrá þig á listann.

 

Innlend skuldabréf

Löng verðtryggð skuldabréf hækkuðu um 0,27% og millilöng verðtryggð skuldabréf um 0,17%. Löng óverðtryggð skuldabréf hækkuðu um 0,58% og millilöng óverðtryggð skuldabréf um 0,29%.

Eingöngu 3 viðskiptadagar voru í vikunni og velta á skuldabréfamarkaði var frekar lítil. Bæði verðtryggð og óverðtryggð bréf hækkuðu í verði.

Lánamál ríkisins halda útboð á þriggja og sex mánaða ríkisvíxlum, RIKV 12 0716 og RIKV 12 1015, fimmtudaginn 12. apríl og samkvæmt útboðsdagatali verður útboð á ríkisbréfum haldið föstudaginn 13. apríl.

Miðvikudaginn 4. apríl var fundargerð peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands birt. Þar kemur m.a. fram að fjórir nefndarmenn studdu tillögu seðlabankastjóra um að stýrivextir yrðu hækkaðir um 0,25 prósent en einn nefndarmanna vildi að þeir yrðu hækkaðir um 0,5 prósent. Ljóst er að hafi verðbólguhorfur ekki batnað fyrir næsta vaxtaákvörðunardag, sem er 16. maí, þá verða stýrivextir hækkaðir enn frekar.

 

Innlend hlutabréf

OMXI6ISK vísitalan lækkaði um 0,77% í vikunni eftir að hafa hækkað fimm vikur í röð. Mest lækkuðu bréf Atlantic Petroleum, um 4,00%. Mest hækkuðu bréf Haga, um 2,75%.

Heildarvelta á OMXI6ISK var í kringum 500 milljónir kr., mesta veltan var með bréf Marels, fyrir rúmar 200 milljónir króna.

Frá áramótum hafa 85.500 ferðamenn farið frá landinu sem er 22% aukning milli ára. Umsvif hjá Icelandair aukast því stöðugt og ætlar félagið að bæta við sig tveimur vélum fyrir sumarið og verður þá fjöldi véla kominn í 16.

Í mars mánuði hækkuðu bréf Icelandair um 12,3% og frá áramótum er hækkunin 21,87%.

 

Félög/vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
BNORDIK 78,00 0,65% 12,23% -3,70% -1,27% -3,70% -35,27%
FO-ATLA 168,00 -4,00% -5,88% 1,82% 27,27% 9,80% -17,85%
HAGA 18,65 2,75% 7,80% 12,01% 0,00% 14,07% 0,00%
ICEAIR 6,13 0,49% 9,27% 26,92% 7,73% 21,87% 41,90%
MARL 146,00 -1,68% 0,69% 14,51% 26,41% 15,87% 14,96%
OSSRu 203,50 -0,25% 4,90% 5,44% 9,41% 10,00% 5,99%
OMXI6ISK 1032,44 -0,77% 2,11% 11,40% 17,39% 13,50% 5,85%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Nasdaq OMX Nordic, 10. apríl 2012)

 

Erlend hlutabréf

Erlend hlutabréf lækkuðu almennt í vikunni.  Heimsvísitalan MSCI lækkaði um 1,75%, S&P 500 í Bandaríkjunum um 0,74%, CAC í Frakklandi um 3,04%, og Nikkei í Japan um 3,92%.

Hlutabréf í Bandaríkjunum lækkuðu eftir að birtar voru tölur um atvinnuleysi í mars.  Þrátt fyrir að atvinnuleysi fari lækkandi og mælist nú 8,2% þá fjölgaði störfum minna en spár sögðu til um eða um 120 þúsund sem er minnsta fjölgun sem mælst hefur síðastliðna fimm mánuði.

Hlutabréf í Evrópu og Asíu lækkuðu einnig, meðal annars vegna hækkandi kröfu á spænskum skuldabréfum og virðast áhyggjur fjárfesta fara vaxandi á ný vegna skuldavandans í Evrópu.

 

Vísitölur Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
Heimsvísitala (MSCI) 1289,03 -1,75% -0,91% 6,01% 10,69% 8,25% -5,28%
Þýskaland (DAX) 6775,26 -2,47% 1,06% 10,65% 18,74% 13,64% -7,10%
Bretland (FTSE) 5723,67 -0,78% -1,71% 0,31% 7,11% 1,71% -6,19%
Frakkland (CAC) 3319,81 -3,04% -2,67% 4,32% 6,42% 3,58% -19,15%
Bandaríkin (Dow Jones) 13060,14 -1,15% 0,06% 3,75% 13,09% 5,83% 4,44%
Bandaríkin (Nasdaq) 3080,50 -0,36% 1,97% 12,75% 18,75% 16,96% 9,59%
Bandaríkin (S&P 500) 1398,08 -0,74% 0,83% 6,97% 15,68% 9,91% 4,07%
Japan (Nikkei) 9688,45 -3,92% -3,94% 13,25% 10,83% 12,80% -2,36%
Samnorræn (VINX) 96,09 -1,71% -3,70% 3,91% 15,26% 8,48% -11,05%
Svíþjóð (OMXS30) 1036,40 -3,54% -2,83% 2,54% 11,64% 4,03% -11,15%
Noregur (OBX) 389,61 -1,21% -2,01% 5,00% 22,16% 7,17% -8,38%
Finnland (HEX25) 2124,11 -3,85% -2,44% 5,41% 10,78% 7,95% -21,71%
Danmörk (KFX) 453,71 2,02% -0,30% 13,52% 32,27% 16,34% -3,67%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Bloomberg, 10. apríl 2012)

 

Krónan

Gengisvísitala krónunnar lækkaði um 0,26% í vikunni og endaði í 229,84 stigum. Krónan styrktist um 0,6% gagnvart evru en veiktist um 0,7% gagnvart bandaríkjadal.

Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir mars 2012 var útflutningur fob 54,4 milljarðar króna og innflutningur fob 49,3 milljarðar króna. Vöruskiptin í mars, reiknuð á fob verðmæti, voru því hagstæð um 5,1 milljarð króna, sem er 65% lækkun frá því í mars 2011.

 

Vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
GVT ISK 229,84 -0,26% 0,97% 5,57% 7,23% 5,78% 6,41%

(Gengisvísitala krónunnar, Seðlabankinn, 10. apríl 2012)

 

Fyrirvari

Markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa eru unnar af starfsmönnum Íslenskra verðbréfa hf. Þær eru stutt samantekt og ber ekki að líta svo á að í þeim sé að finna allar tiltækar upplýsingar um þau viðfangsefni sem til umfjöllunar eru.

Við vinnslu fréttanna er stuðst við innlendar og erlendar upplýsinga- og fréttaveitur sem taldar eru áreiðanlegar, en einnig við opinberar upplýsingar, eigin úrvinnslu og mat starfsmanna á hverjum tíma. Íslensk verðbréf hf. ábyrgjast þó ekki nákvæmni upplýsinganna, áreiðanleika eða réttmæti þeirra.

Markaðsfréttirnar eru einungis birtar í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á þær sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum.

Ábyrgðarmaður Vikulegra markaðsfrétta Íslenskra verðbréfa er Sveinn Torfi Pálsson, forstöðumaður eignastýringar.