Vikulegar markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku.

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku. Smelltu hér ef þú vilt skrá þig á listann.

 

Innlend skuldabréf

Löng verðtryggð skuldabréf hækkuðu um 0,07% og millilöng verðtryggð skuldabréf hækkuðu um 0,29%. Löng óverðtryggð skuldabréf lækkuðu um 0,99% og millilöng óverðtryggð skuldabréf lækkuðu um 0,62%.

Lánamál ríkisins héldu útboð á þriggja og sex mánaða ríkisvíxlum, RIKV 12 0716 og RIKV 12 1015, fimmtudaginn 12. apríl. Tilboðum var tekið fyrir 850 m.kr. að nafnverði í þriggja mánaða flokknum á 3,20% (flatir vextir). Í 6 mánaða flokknum voru tekin tilboð fyrir 2.850 m.kr. að nafnverði á 3,50% (flatir vextir).

Föstudaginn 13. apríl héldu Lánamál ríkisins útboð á RIKB 14 0314. Tilboðum var tekið fyrir 2.888 m.kr. að nafnverði á ávöxtunarkröfunni 5,11%.

 

Innlend hlutabréf

OMXI6ISK vísitalan hækkaði um 0,29% í vikunni.  Mest hækkaði Icelandair, um 4,89%.  Mest lækkaði BankNordik, um 1,28%.

Heildarvelta á OMXI6ISK var um 484 milljónir króna.  Mest voru viðskipti með bréf Icelandair fyrir um 215 milljónir króna.

Í mars flutti Icelandair alls um 119 þúsund farþega og voru þeir 23% fleiri en í mars á síðasta ári.  Framboð var aukið um 15%.  Félagið flutti 54 þúsund ferðamenn til landsins og er það aukning um 31% á milli ára.

Icelandair hefur hækkað langmest félaga í OMXI6ISK vísitölunni síðastliðna 12 mánuði eða um ríflega 45%.

Í næstu viku munu Össur og Marel birta uppgjör fyrir fyrsta ársfjórðung 2012.

 

Félög/vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
BNORDIK 77 -1,28% 10,00% -2,53% 4,05% -4,94% -37,90%
FO-ATLA 168 0,00% -5,88% 2,13% 52,04% 9,80% -17,85%
HAGA 18,75 0,54% 6,84% 10,62% 0,00% 14,68% 17,55%
ICEAIR 6,43 4,89% 13,01% 26,57% 12,81% 27,83% 45,15%
MARL 145,5 -0,34% 3,93% 10,23% 26,52% 15,94% 13,23%
OSSRu 204 0,25% 6,81% 3,03% 10,27% 10,27% 5,70%
OMXI6ISK 1032,44 0,29% 5,32% 8,43% 20,00% 13,82% 4,80%

 (Verðbreyting í viðkomandi mynt, Nasdaq OMX Nordic, 16. apríl 2012)

 

Erlend hlutabréf

Allar erlendar viðmiðunarvísitölur sem við styðjumst við lækkuðu í vikunni og lækkaði heimsvísitalan MSCI um 1,6%.  Mest lækkaði finnska vísitalan HEX25, um 4,93% og minnst lækkaði japanska vísitalan Nikkei, um 0,52%. S&P500 í Bandaríkjunum lækkaði um 1,99%.

Hagvöxtur í Kína hefur ekki mælst jafn lítill í 3 ár. Í kjölfar hagvaxtatalna lækkaði heimsmarkaðsverð á olíu þar sem Kína er með mestu orkunotkun heims.

Enn sem fyrr er skuldakreppan í Evrópu stór áhrifaþáttur lækkunar erlendra hlutabréfa. Haft er eftir framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Christine Lagarde, að þó svo að Ítalía og Spánn hafi fengið aðstoð sjóðsins er hagkerfum heimsins enn ógnað af skuldakreppunni.

Bandaríkjastjórn er þeirrar skoðunar að Evrópa geti sjálf unnið sig úr kreppunni, en evrópskir embættismenn reyna nú að fá Bandaríkjamenn til að greiða meira til alþjóðabjörgunarsjóðsins. Benda evrópsku embættismennirnir á hækkun ávöxtunarkröfu spænskra og ítalskra ríkisskuldabréfa sér til stuðnings. Japanir skoða möguleika á því að lána Alþjóða gjaldeyrissjóðnum um 60 ma.USD svo að koma megi í veg fyrir útbreiðslu kreppunnar í Evrópu.

Staða Spánar er nú erfið og eiga spænskir bankar erfitt með að fjármagna sig öðruvísi en með lánsfé frá evrópska seðlabankanum. Undanfarna mánuði hefur fasteignaverð þar lækkað mikið sem bitnar illa á bönkunum vegna fasteignalána og er talið að atvinnuleysi í landinu nemi nú um 25%.

 

Vísitölur Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
Heimsvísitala (MSCI) 1268,35 -1,60% -3,98% 5,48% 6,91% 7,25% -5,21%
Þýskaland (DAX) 6583,90 -2,82% -8,40% 5,41% 9,87% 11,15% -8,66%
Bretland (FTSE) 5651,79 -1,26% -5,09% 0,08% 3,58% 1,61% -5,57%
Frakkland (CAC) 3189,09 -3,94% -11,33% -1,17% -0,95% 0,87% -19,80%
Bandaríkin (Dow Jones) 12849,59 -1,61% -2,89% 3,44% 10,35% 5,17% 4,11%
Bandaríkin (Nasdaq) 3011,33 -2,25% -1,44% 11,09% 12,87% 15,59% 8,92%
Bandaríkin (S&P 500) 1370,26 -1,99% -2,41% 6,30% 11,90% 8,96% 3,83%
Japan (Nikkei) 9637,99 -0,52% -6,51% 13,04% 8,26% 12,01% -1,26%
Samnorræn (VINX) 94,00 -2,18% -6,73% 3,21% 12,61% 7,46% -9,74%
Svíþjóð (OMXS30) 1027,72 -0,84% -8,38% 1,55% 7,62% 4,19% -8,42%
Noregur (OBX) 382,32 -1,87% -5,38% 3,81% 10,14% 6,28% -5,71%
Finnland (HEX25)  2019,33 -4,93% -12,05% -1,64% 0,37% 3,71% -22,36%
Danmörk (KFX) 451,04 -0,59% -0,95% 12,10% 30,14% 16,57% -1,63%

 (Verðbreyting í viðkomandi mynt, Bloomberg, 16. apríl 2012)

 

Krónan

Gengisvísitala krónunnar lækkaði um 0,32% í vikunni og endaði í 229,11 stigum. Krónan veiktist um 0,3% gagnvart bæði evru og bandaríkjadal.

Í skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um stöðu efnahagsmála á Íslandi kemur m.a. fram mat sjóðsins að gengi krónunnar sé 5-20% undir áætluðu jafnvægisgengi, eftir því hvaða matsaðferðir eru notaðar. Aftur á móti er tekið fram að afnám gjaldeyrishafta gæti haft verulega veikingu krónunnar í för með sér. Að mati sjóðsins er skynsamlegt að fara varlega í afnám haftanna og því er óvíst að núverandi lagaheimild sem kveður á um að höftin verði til 2013, dugi til. Sjóðurinn tilgreinir engin tímamörk í þessu samhengi.

 

Vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
GVT ISK 229,11 -0,32% 0,35% 4,53% 7,21% 5,44% 5,78%

 (Gengisvísitala krónunnar, Seðlabankinn, 16. apríl 2012)

 

Fyrirvari

Markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa eru unnar af starfsmönnum Íslenskra verðbréfa hf. Þær eru stutt samantekt og ber ekki að líta svo á að í þeim sé að finna allar tiltækar upplýsingar um þau viðfangsefni sem til umfjöllunar eru.

Við vinnslu fréttanna er stuðst við innlendar og erlendar upplýsinga- og fréttaveitur sem taldar eru áreiðanlegar, en einnig við opinberar upplýsingar, eigin úrvinnslu og mat starfsmanna á hverjum tíma. Íslensk verðbréf hf. ábyrgjast þó ekki nákvæmni upplýsinganna, áreiðanleika eða réttmæti þeirra.

Markaðsfréttirnar eru einungis birtar í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á þær sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum.

Ábyrgðarmaður Vikulegra markaðsfrétta Íslenskra verðbréfa er Björn Snær Guðbrandsson, forstöðumaður eignastýringar.