Vikulegar markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku.

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku. Smelltu hér ef þú vilt skrá þig á listann.

 

Innlend skuldabréf

Löng verðtryggð skuldabréf hækkuðu um 0,41% og millilöng verðtryggð skuldabréf hækkuðu um 0,49%. Löng óverðtryggð skuldabréf hækkuðu um 1,51% og millilöng óverðtryggð skuldabréf hækkuðu um 0,65%.

Ríkistryggð skuldabréf hækkuðu því í verði þrátt fyrir nýlega vaxtahækkun SÍ og miklar líkur á að stýrivextir verði hækkaðir frekar í maí. Ástæðan er annars vegar þvinguð eftirspurn frá fjárfestum sem eru fastir í krónunni og hins vegar liggur fyrir að nettóframboð ríkistryggðra skuldabréfa verði neikvætt á árinu.

 

Innlend hlutabréf

Mjög góður gangur var á innlendum hlutabréfum í vikunni. OMXI6ISK vísitalan hækkaði um 2,91%. Mest hækkuðu bréf Marels, um 4,81%. Mest lækkuðu bréf Icelandair, um 1,40%.

Heildarvelta á OMXI6ISK var í kringum 1,3 milljarða kr., mesta veltan var með bréf Marels, fyrir rúmar 750 milljónir króna.

Marel gekk frá stærsta sölusamningi sínum sem tengist fiskiðnaði með samningi við fiskframleiðanda í norðausturhluta Kína. Þessi samningur er um 1-2% af ársveltu Marels. Fréttir af samningnum urðu til þess að gengi félagsins hækkaði.

Greiningaraðilar eru almennt bjartsýnir gagnvart Marel og er mat þeirra á félaginu frá 170 til 180 en gengið var 152,5 við lokun markaða á föstudag. Gengi hlutabréfa Marels hefur hækkað um 21,51% frá áramótum.

Á næstu vikum munu félögin sem mynda OMXI6ISK vísitöluna birta uppgjör fyrir fyrsta fjórðung þessa árs og mun Össur ríða á vaðið en þeir birta uppgjör sitt á þriðjudaginn (24 apríl).

 

Félög/vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
BNORDIK 77,00 0,00% -7,23% 2,67% 2,67% -4,94% -39,37%
FO-ATLA 168,00 0,00% -0,59% 2,13% 52,04% 9,80% -17,85%
HAGA 18,90 0,80% 5,29% 11,18% 0,00% 15,60% 18,50%
ICEAIR 6,34 -1,40% 7,46% 25,54% 10,84% 26,04% 41,83%
MARL 152,50 4,81% 5,17% 12,13% 32,03% 21,51% 20,55%
OSSRu 211,00 3,43% 6,57% 9,33% 13,44% 14,05% 10,76%
OMXI6ISK 1065,58 2,91% 4,48% 11,52% 23,23% 17,14% 8,38%

 (Verðbreyting í viðkomandi mynt, Nasdaq OMX Nordic, 23. apríl 2012)

 

Erlend hlutabréf

Erlend hlutabréf hækkuðu víða í vikunni.  Heimasvísitalan MSCI hækkaði um 1,05%, DAX í Þýskalandi um 2,52% og S&P 500 í Bandaríkjunum um 0,6%.  Nikkei í Japan lækkaði hins vegar um 0,8%.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn fékk í vikunni vilyrði fyrir 430 milljarða dollara láni frá mörgum ríkjum heims.  Bandaríkin voru þó ekki þar á meðal en líkt og við sögðum frá í liðinni viku telja þau að Evrópa geti sjálf unnið sig úr kreppunni. 

Nýju lánin þykja mikill sigur fyrir framkvæmdastjóra AGS, Christine Lagarde, sem hefur hvatt aðildarríki sjóðsins til að leggja meira af mörkun þar sem hún telur hagkerfi heims enn ógnað af skuldakreppunni í Evrópu.  

Margir sérfræðingar telja að Spánn og Ítalía séu líklegust til að þurfa næst á hjálp að halda frá sjóðnum.  Vel tókst þó til með 2,5 milljarða evra útboð á spænskum ríkisskuldabréfum í vikunni þar sem öll bréfin seldust.   

 

Vísitölur Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
Heimsvísitala (MSCI) 1281,71 1,05% -2,03% 3,14% 7,32% 8,38% -5,83%
Þýskaland (DAX) 6750,12 2,52% -5,55% 2,65% 10,66% 12,02% -9,43%
Bretland (FTSE) 5772,15 2,13% -2,85% -1,63% 3,64% 2,08% -5,48%
Frakkland (CAC) 3188,58 -0,02% -9,67% -5,94% -0,99% -0,63% -21,93%
Bandaríkin (Dow Jones) 13029,26 1,40% -0,39% 2,52% 10,34% 6,64% 4,18%
Bandaríkin (Nasdaq) 3000,45 -0,36% -2,20% 7,77% 13,76% 15,17% 6,39%
Bandaríkin (S&P 500) 1378,53 0,60% -1,33% 4,75% 11,33% 9,62% 3,08%
Japan (Nikkei) 9561,36 -0,80% -4,69% 8,86% 9,95% 12,85% -1,45%
Samnorræn (VINX) 96,03 2,16% -3,21% 0,67% 11,99% 7,80% -11,04%
Svíþjóð (OMXS30) 1055,73 2,73% -4,90% -1,07% 6,84% 4,39% -9,63%
Noregur (OBX) 389,83 1,96% -3,29% 4,35% 8,79% 7,15% -5,97%
Finnland (HEX25) 2043,81 1,21% -8,41% -6,21% 2,69% 3,82% -22,91%
Danmörk (KFX) 462,98 2,65% 2,53% 13,00% 31,34% 17,70% -1,56%

 (Verðbreyting í viðkomandi mynt, Bloomberg, 23. apríl 2012)

 

Krónan

Gengisvísitala krónunnar lækkaði um 0,23% í vikunni og endaði í 228,58 stigum. Krónan styrktist um 0,3% gagnvart evru og 0,5% gagnvart bandaríkjadal.

Seðlabanki Íslands auglýsti gjaldeyrisútboð í vikunni. Sem fyrr býðst Seðlabankinn til að kaupa evrur  í skiptum fyrir íslenskar krónur til fjárfestingar til langs tíma í íslensku atvinnulífi eða gegn greiðslu í ríkisverðbréfum í flokknum RIKS 33 0321. Jafnframt kallar Seðlabanki Íslands eftir tilboðum frá aðilum sem vilja selja íslenskar krónur gegn greiðslu í reiðufé í erlendum gjaldeyri. Tilboðsfrestur er til 9. maí.

Vinnumálastofnun birti tölur um stöðu á vinnumarkaði. Þar kom fram að skráð atvinnuleysi í mars var 7,1% og lækkaði um 0,2 prósentustig frá febrúar. Í mars 2011 var skráð atvinnuleysi 8,6%.

 

Vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
GVT ISK 228,58 -0,23% 0,38% 3,72% 6,62% 5,20% 4,88%

 (Gengisvísitala krónunnar, Seðlabankinn, 23. apríl 2012)

 

 

Fyrirvari

Markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa eru unnar af starfsmönnum Íslenskra verðbréfa hf. Þær eru stutt samantekt og ber ekki að líta svo á að í þeim sé að finna allar tiltækar upplýsingar um þau viðfangsefni sem til umfjöllunar eru.

Við vinnslu fréttanna er stuðst við innlendar og erlendar upplýsinga- og fréttaveitur sem taldar eru áreiðanlegar, en einnig við opinberar upplýsingar, eigin úrvinnslu og mat starfsmanna á hverjum tíma. Íslensk verðbréf hf. ábyrgjast þó ekki nákvæmni upplýsinganna, áreiðanleika eða réttmæti þeirra.

Markaðsfréttirnar eru einungis birtar í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á þær sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum.

Ábyrgðarmaður Vikulegra markaðsfrétta Íslenskra verðbréfa er Björn Snær Guðbrandsson, forstöðumaður eignastýringar.