Vikulegar markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku.

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku. Smelltu hér ef þú vilt skrá þig á listann.

 

Innlend skuldabréf

Löng verðtryggð skuldabréf lækkuðu um 0,54% og millilöng verðtryggð skuldabréf lækkuðu um 0,13%. Löng óverðtryggð skuldabréf lækkuðu um 0,94% og millilöng óverðtryggð skuldabréf lækkuðu um 0,23%.

Á föstudaginn voru Lánamál ríkisins með útboð á ríkisvíxlum. Í boði voru tveir flokkar til þriggja og sex mánaða. Alls voru seldir víxlar fyrir 20,8 milljarða að nafnverði. Flatir vextir þriggja mánaða víxilsins voru 3,16% og flatir vextir sex mánaða víxilsins voru 3,1%.

Skv. mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs voru ný útlán sjóðsins aðeins 4,7 milljarðar fyrstu fjóra mánuði ársins. Fyrir sama tímabil 2011 voru útlán sjóðsins 7,9 milljarðar og því er samdráttur í útlánum upp á 3 milljarða sem er tæp 40%.

 

Innlend hlutabréf

Góður gangur var á innlendum hlutabréfum í vikunni. OMXI6ISK vísitalan hækkaði um 0,99%. Mest hækkuðu bréf Icelandair, um 3,85%.

Heildarvelta á OMXI6ISK var í kringum 1,85 milljarða kr., mesta veltan var með bréf Haga, rétt um 1,2 milljarða króna.

Afkoma Haga fyrir árið 2011 var 2.344 milljónir króna samanborið við 1,1 milljarð króna fyrir árið 2010, þannig að hagnaðurinn jókst um meira en 100% á milli ára. Eigið fé félagsins nam rúmlega 6,2 milljörðum króna í lok rekstrarársins og var eiginfjárhlutfallið 26,6% en árið 2010 nam það 16,6%.

Einhver seinkun verður á viðbótarskráningu hlutabréfa Icelandair Group í kauphöllina í Osló í Noregi eins og félagði ætlaði sér. Ástæðan fyrir þessari seinkun eru gjaldeyrishöftin.

Eimskip hefur ráðið Íslandsbanka og Straum til þess að sjá um skráningarferli félagsins, sem stefnir á að koma á markað á 4. ársfjórðungi þessa árs.

 

Félög/vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
BNORDIK 77,00 0,00% 0,00% 16,67% 4,05% -4,94% -37,40%
FO-ATLA 167,50 0,00% -0,30% -7,46% 28,85% 9,48% -17,49%
HAGA 18,70 0,54% -0,27% 10,65% 0,00% 14,37% 17,24%
ICEAIR 6,48 3,85% 0,78% 19,34% 26,81% 28,83% 33,61%
MARL 161,00 0,00% 10,65% 17,52% 35,29% 28,29% 24,56%
OSSRu 213,00 1,91% 4,41% 12,11% 12,11% 15,14% 8,67%
OMXI6ISK 1091,26 0,99% 5,39% 13,96% 23,08% 19,96% 9,21%

  (Verðbreyting í viðkomandi mynt, Nasdaq OMX Nordic, 14. maí 2012) 

 

Erlend hlutabréf

Heimsvísitalan MSCI lækkaði um 1,79% í vikunni.  Dax í Þýskalandi hækkaði um 0,28%, S&P 500 í Bandaríkjunum lækkaði um 1,15% og Nikkei í Japan um 4,55%.

Í upphafi vikunnar voru fréttir af stjórnarmyndunarviðræðum í Grikklandi áberandi.  Umboðið til stjórnarmyndunar gekk flokka á milli en líklegt er að gengið verði til kosninga á ný.  Þann 15. maí er  gjalddagi upp á 436 milljónir evra sem gríska ríkið þarf að standa skil á, en eitt stærsta þrætumálið í Grikklandi nú er samkomulag um neyðarlán sem fráfarandi ríkisstjórn gerði við Evrópusambandið og Alþjóða gjaldeyrissjóðinn.  Nú eru taldar auknar líkur á því að Grikkland verði gert brottrækt úr evrusamstarfinu.

Spænska ríkið eignaðist 45% hlut í Bankia, einum af stærstu bönkum Spánar,  þegar skuldum bankans við ríkið var breytt í hlutafé í þeim tilgangi að efla lausafjárstöðu hans.   Í mars mældist atvinnuleysi á Spáni 24,1% og hjá 25 ára og yngri var atvinnuleysið 51,1%.  Vextir á 10 ára ríkisskuldabréfum spænska ríkisins fóru í 6,06% sem sýnir að staða ríkisins er mjög erfið.

Undir lok vikunnar tilkynnti JP Morgan Chase gríðarlegt tap vegna flókinna skuldabréfaviðskipta. Bankinn er stærsti banki Bandaríkjanna ef horft er til  markaðsverðmætis og eigna. Höfðu starfsmenn bankans veðjað á meiri efnahagsbata í Bandaríkjunum en raunin varð og á föstudaginn lækkaði verð á bréfum bankans um 9%. Til samanburðar lækkaði sjóður (XLF) sem er samsettur af bandarískum fjármálafyrirtækjum um 1,1%.

 

Vísitölur Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
Heimsvísitala (MSCI) 1242,40 -1,79% -2,05% -2,47% 4,00% 5,06% -7,50%
Þýskaland (DAX) 6579,93 0,28% -2,31% -4,40% 7,47% 9,05% -13,12%
Bretland (FTSE) 5575,52 -1,41% -3,15% -7,22% -0,82% -1,76% -7,63%
Frakkland (CAC) 3129,77 -1,02% -4,34% -9,63% -1,88% -3,45% -24,09%
Bandaríkin (Dow Jones) 12820,60 -1,67% -0,23% -0,45% 6,14% 4,94% 1,79%
Bandaríkin (Nasdaq) 2933,82 -0,76% -2,57% 0,07% 10,41% 12,62% 3,72%
Bandaríkin (S&P 500) 1353,39 -1,15% -1,23% 0,21% 8,12% 7,62% 1,17%
Japan (Nikkei) 8953,31 -4,55% -6,89% -0,86% 4,30% 6,13% -6,99%
Samnorræn (VINX) 92,78 -0,95% -3,61% -6,72% 5,95% 3,56% -14,36%
Svíþjóð (OMXS30) 1032,41 0,04% -1,91% -5,76% 4,69% 2,05% -13,59%
Noregur (OBX) 377,38 -0,97% -3,32% -3,21% 2,79% 3,36% -7,21%
Finnland (HEX25) 2041,30 1,23% -2,16% -9,77% -0,71% 1,73% -23,65%
Danmörk (KFX) 453,61 -2,56% -0,76% 1,22% 19,19% 14,78% -3,43%

 (Verðbreyting í viðkomandi mynt, Bloomberg, 14. maí 2012) 

 

Krónan

Gengisvísitala krónunnar hækkaði um 0,1% í vikunni og endaði í 223,86 stigum. Krónan styrktist um 0,1% gagnvart evru en veiktist um 1,3% gagnvart bandaríkjadal.

Hinn 17. apríl fór fram gjaldeyrisútboð Seðlabanka Íslands. Alls keypti Seðlabankinn 38,6 milljónir evra á genginu 238,8 krónur fyrir hverja evru. Það er töluverð aukning frá síðasta útboði, þegar Seðlabankinn keypti 22,5 milljónir evra. Öllum tilboðum í fjárfestingarleiðinni var tekið, alls að fjárhæð 25,7 m. evra. Heildarfjárhæð tilboða í ríkisverðbéf nam 35,6 m. evra og var tilboðum tekið fyrir 12,9 m. evra.

Einnig fór fram útboð um kaup á krónum fyrir evrur. Alls bárust 39 tilboð að heildarupphæð 25,3 ma.kr. Þar af tók Seðlabankinn tilboðum fyrir 9,1 ma.kr. og var hver evra seld á 239 kr. Til samanburðar seldi Seðlabankinn evrur fyrir 4,9 ma.kr. í síðasta útboði á undan.

 

Vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
GVT ISK 223,86 0,10% -2,37% 0,85% 4,37% 3,03% 2,44%

 (Gengisvísitala krónunnar, Seðlabankinn, 14. maí 2012)

 

Fyrirvari

Markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa eru unnar af starfsmönnum Íslenskra verðbréfa hf. Þær eru stutt samantekt og ber ekki að líta svo á að í þeim sé að finna allar tiltækar upplýsingar um þau viðfangsefni sem til umfjöllunar eru.

Við vinnslu fréttanna er stuðst við innlendar og erlendar upplýsinga- og fréttaveitur sem taldar eru áreiðanlegar, en einnig við opinberar upplýsingar, eigin úrvinnslu og mat starfsmanna á hverjum tíma. Íslensk verðbréf hf. ábyrgjast þó ekki nákvæmni upplýsinganna, áreiðanleika eða réttmæti þeirra.

Markaðsfréttirnar eru einungis birtar í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á þær sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum.

Ábyrgðarmaður Vikulegra markaðsfrétta Íslenskra verðbréfa er Björn Snær Guðbrandsson, forstöðumaður eignastýringar.