Vikulegar markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku.

 

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku. Smelltu hér ef þú vilt skrá þig á listann.

 

Innlend skuldabréf

Löng verðtryggð skuldabréf lækkuðu um 0,53% en millilöng verðtryggð skuldabréf hækkuðu um 0,83%. Löng óverðtryggð skuldabréf lækkuðu um 2,63% og millilöng óverðtryggð skuldabréf lækkuðu um 1,08%.

Greinilegt er að fjárfestar hafa haldið áfram að færa sig úr óverðtryggðum bréfum og yfir í verðtryggð bréf, sérstaklega millilöng Verðbólgutölur sem birtust í vikunni ýttu enn frekar undir þessa þróun.

Samkvæmt mælingu Hagstofu Íslands sem gerð var í janúar og birt síðastliðinn föstudag hækkaði verðlag um 0,28% frá fyrri mælingu. Er þetta nokkuð meiri verðbólga en greiningaraðilar höfðu spáð fyrir um en spár þeirra lágu á bilinu -0,10% til +0,10%. Tólf mánaða verðbólga mælist nú 6,50%.

 

Innlend hlutabréf

OMXI6ISK vísitalan hækkaði um 0,66% í vikunni. Mest hækkun var hjá Marel, um 2,57%. Mest lækkuðu bréf Össurar, um 1,55%.

Heildarvelta á OMXI6ISK nam rúmum 510 m.kr. Mest var velta með bréf Haga, fyrir um 309 m.kr og Marel fyrir um 146 m.kr.

Hagar var fyrsta skráða félagið á innlendum hlutabréfamarkaði til að birta uppgjör fyrir þriðja ársfjórðung.  Uppgjör Haga var í takt við væntingar, hagnaður félagsins var um 1,9 ma. kr. Hagnaður sama tímabils  í fyrra nam 787 m.kr. sem jafngildir 137% aukningu milli ára. Betri afkoma skýrist að mestu af lægri fjármagnsgjöldum.

 

Félög/vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
BNORDIK 76,00 1,33% -6,17% 2,70% -28,30% -6,17% -44,53%
FO-ATLA 162,00 -1,52% 5,88% 33,33% -5,81% 5,88% -24,30%
HAGA 16,85 -0,88% 2,12% 0,00% 0,00% 3,06% 5,64%
ICEAIR 5,10 0,99% 0,00% -10,68% 3,03% 1,39% 25,00%
MARL 139,50 2,57% 10,28% 10,28% 9,41% 11,16% 19,23%
OSSRu 190,00 -1,55% 1,06% 3,06% -5,94% 2,70% -7,32%
OMXI6ISK 961,81 0,66% 4,59% 4,08% -2,51% 5,73% -3,10%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Nasdaq OMX Nordic, 30. janúar 2012)

 

Erlend hlutabréf

Erlend hlutabréf hækkuðu almennt í liðinni viku. Heimsvísitalan MSCI hækkaði um 0,84%, Dax í Þýskalandi um 1,68% og Nikkei í Japan um 0,85%.  Dow Jones í Bandaríkjunum lækkaði hins vegar um 0,47% og samnorræna vísitalan VINX um 0,59%.

S&P 500 hlutabréfavísitalan í Bandaríkjunum hækkaði fjórðu vikuna í röð eftir að Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, ítrekaði að vöxtum yrði haldið lágum til a.m.k. seinnipart árs 2014.  Stýrivextir í Bandaríkjunum eru nú 0 til 0,25%.  Að auki útilokaði Bernanke ekki að bankinn myndi ráðast í frekari kaup á skuldabréfum til að halda langtíma vöxtum lágum.

Hlutabréfaverð lækkaði í lok vikunnar þegar birtar voru tölur um hagvöxt í Bandaríkjunum fyrir fjórða ársfjórðung.  Hagvöxturinn mældist 2,8% en hagfræðingar höfðu spáð 3% hagvexti.

Matsfyrirtækið Fitch Ratings lækkaði í lok vikunnar lánshæfismat Spánar, Ítalíu, Belgíu, Slóveníu og Kýpur.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir nú 3,3% hagvexti fyrir árið 2012 á heimsvísu í stað 4% í fyrri spá.  Sjóðurinn spáir enn fremur að hagvöxtur á evrusvæðinu dragist saman um 0,5% og hvetur sterkari evrulönd til að minnka ekki umsvifin.

 

Vísitölur Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
Heimsvísitala (MSCI) 1246,04 0,84% 5,37% -0,65% -4,59% 5,37% -4,31%
Þýskaland (DAX) 6511,98 1,68% 9,68% 1,94% -9,63% 9,68% -8,92%
Bretland (FTSE) 5733,45 0,09% 2,36% 0,03% -1,91% 2,36% -3,02%
Frakkland (CAC) 3318,76 -0,08% 4,37% -1,51% -10,17% 4,37% -17,60%
Bandaríkin (Dow Jones) 12660,46 -0,47% 3,63% 3,51% 4,26% 3,63% 7,08%
Bandaríkin (Nasdaq) 2816,55 1,08% 8,11% 2,90% 2,18% 8,11% 4,83%
Bandaríkin (S&P 500) 1316,33 0,07% 4,67% 2,43% 1,86% 4,67% 3,13%
Japan (Nikkei) 8841,22 0,85% 3,99% -2,84% -10,58% 3,99% -15,13%
Samnorræn (VINX) 92,58 -0,59% 5,12% 2,07% -3,01% 5,12% -13,81%
Svíþjóð (OMXS30) 1041,40 0,78% 4,83% 0,96% -2,85% 4,83% -10,09%
Noregur (OBX) 368,03 0,78% 2,68% 1,13% -4,28% 2,68% -6,48%
Finnland (OMXH25) 2117,29 -0,76% 8,08% -1,24% -3,94% 8,08% -21,85%
Danmörk (OMXC20) 404,96 -0,12% 2,95% 7,13% -4,54% 2,95% -14,04%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Bloomberg, 30. janúar 2012)

 

Krónan

Gengisvísitala krónunnar hækkaði um 0,61% í vikunni og endaði í 221,746 stigum. Frá áramótum hefur gengisvísitala krónunnar hækkað um 2,05%.

Krónan hefur veikst jafnt og þétt frá byrjun nóvember. Á síðasta ári veiktist krónan frá áramótum og fram yfir miðjan júlí en styrktist svo vegna gjaldeyrisinnflæði tengt útflutningi sjávarafurða og tekna af ferðamönnum.

Næsti vaxtaákvörðunardagur SÍ er í næstu viku. Markaðsaðilar eru almennt sammála um að ekki verði hreyft við stýrivöxtum á þeim fundi. Það er hins vegar útlit fyrir að verðbólguþróun næstu misserin verði óhagstæðari en núverandi verðbólguspá SÍ gerir ráð fyrir og því ekki ólíklegt, ef fer sem horfir, að vextir verði hækkaðir síðar á árinu.

 

Vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
GVT ISK 221,75 0,61% 1,50% 3,81% 0,02% 2,05% 3,61%

(Gengisvísitala krónunnar, Seðlabankinn, 30. janúar 2012)

 

Fyrirvari

Markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa eru unnar af starfsmönnum Íslenskra verðbréfa hf. Þær eru stutt samantekt og ber ekki að líta svo á að í þeim sé að finna allar tiltækar upplýsingar um þau viðfangsefni sem til umfjöllunar eru.

Við vinnslu fréttanna er stuðst við innlendar og erlendar upplýsinga- og fréttaveitur sem taldar eru áreiðanlegar, en einnig við opinberar upplýsingar, eigin úrvinnslu og mat starfsmanna á hverjum tíma. Íslensk verðbréf hf. ábyrgjast þó ekki nákvæmni upplýsinganna, áreiðanleika eða réttmæti þeirra.

Markaðsfréttirnar eru einungis birtar í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á þær sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum.

Ábyrgðarmaður Vikulegra markaðsfrétta Íslenskra verðbréfa er Björn Snær Guðbrandsson, forstöðumaður eignastýringar.