Vikulegar markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku.

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku. Smelltu hér ef þú vilt skrá þig á listann.

 

Innlend skuldabréf

Löng verðtryggð skuldabréf lækkuðu um 1,94% í vikunni. Millilöng verðtryggð skuldabréf hækkuðu aftur á móti um 2,89% og gekk þar með til baka að stórum hluta mikil lækkun frá vikunni á undan.

Löng óverðtryggð skuldabréf lækkuðu um 2,99% og millilöng óverðtryggð skuldabréf um 1,06%.

Greiningaraðilar telja að verðbólguhorfur hafi heldur versnað, m.a. vegna hækkandi eldsneytisverðs og veikingar krónunnar, og gera ráð fyrir að Seðlabanki Íslands muni hækka vexti við næstu vaxtaákvörðun sem verður 21. mars.

 

Innlend hlutabréf

OMXI6ISK vísitalan lækkaði um 0,31% í vikunni. Mest lækkuðu bréf Icelandair, um 1,64%. Mest hækkuðu bréf Atlantic Petroleum, um 5,21%.

Heildarvelta á OMXI6ISK var í kringum 1,3 ma.kr., mesta veltan var í bréfum Icelandair, fyrir rúman milljarð eða um 80% af heildarveltu OMXI6ISK í vikunni.

Velta síðustu viku með Icelandair kom að mestu leyti í einni sölu. Þrotabú Glitnis seldi 3,7% hlut í félaginu fyrir alls  979 m.kr.

Stjórn Marels ætlar að leggja til á aðalfundi félagsins sem haldinn verður í mars að félagið greiði 6,9 milljónir evra í arð fyrir árið 2011.  Sú upphæð nemur 0,95 evru á hlut en það samsvarar u.þ.b. 20% af hagnaði ársins 2011.

Dótturfélag Arion banka, Eignabjarg ehf, tilkynnti í vikunni að félagið ætli að selja að lágmarki 10% hlut í Högum en heildareign Eignabjargs í Högum nemur 19,3%.  Salan mun fara fram í lokuðu útboði og gera má ráð fyrir að útboðinu verði lokið fyrir 1. mars næstkomandi.

 

Félög/vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
BNORDIK 64,00 -1,54% -12,93% -14,67% -28,89% -20,99% -48,80%
FO-ATLA 202,00 5,21% 22,80% 30,32% 44,80% 32,03% -13,30%
HAGA 17,10 -0,87% -0,29% 0,00% 0,00% 4,59% 7,21%
ICEAIR 5,41 -1,64% 6,08% 4,44% 1,50% 7,55% 21,30%
MARL 139,00 -0,72% 0,36% 15,42% 13,99% 10,36% 18,38%
OSSRu 187,50 -1,32% -1,32% 0,27% -4,34% 1,35% -4,82%
OMXI6ISK 967,34 -0,31% 0,90% 8,34% 4,40% 6,34% -0,98%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Nasdaq OMX Nordic, 27. febrúar 2012)

 

Erlend hlutabréf

Almenn hækkun var á erlendum hlutabréfamörkuðum í síðustu viku.  S&P 500 hækkaði um 0,33%, FTSE í Bretlandi um 0,51%, Nikkei í Japan um 2,80% og heimshlutabréfavísitalan MSCI hækkaði um 0,97%.

Hækkunina má meðal annars rekja til bjartsýni á lausn skuldakreppunnar á evrusvæðinu og til betri hagtalna í Bandaríkjunum en reiknað var með.  Í Bandaríkjunum hafa ekki færri sótt um atvinnuleysisbætur síðan árið 2008 auk þess sem bjartsýni neytenda og sala á nýjum íbúðum voru yfir spám hagfræðinga.

S&P 500 vísitalan hefur nú hækkað sjö vikur af átta á þessu ári og hefur ekki verið hærri í þrjú ár.  Þrátt fyrir bjartsýni á markaði benda hagtölur á evrusvæðinu til að samdráttarskeiði þar sé hvergi nærri lokið og því ótímabært að fagna.

 

Vísitölur Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
Heimsvísitala (MSCI) 1300,57 0,97% 4,38% 18,47% 11,83% 9,98% -3,04%
Þýskaland (DAX) 6864,43 0,24% 4,67% 24,09% 23,09% 15,56% -5,14%
Bretland (FTSE) 5935,13 0,51% 3,01% 14,36% 15,13% 5,99% -1,59%
Frakkland (CAC) 3467,03 0,80% 3,73% 20,50% 11,50% 8,95% -15,42%
Bandaríkin (Dow Jones) 12983,00 0,26% 2,55% 15,59% 15,05% 6,26% 7,03%
Bandaríkin (Nasdaq) 2963,75 0,41% 5,23% 21,39% 19,51% 13,77% 6,57%
Bandaríkin (S&P 500) 1365,74 0,33% 3,75% 17,87% 16,06% 8,60% 3,47%
Japan (Nikkei) 9647,38 2,80% 8,97% 18,06% 9,50% 13,94% -8,48%
Samnorræn (VINX) 99,88 0,70% 6,84% 26,45% 24,01% 13,04% -5,66%
Svíþjóð (OMXS30) 1100,01 0,04% 4,78% 22,71% 20,66% 10,46% -2,29%
Noregur (OBX) 394,92 1,90% 7,21% 20,18% 18,53% 10,34% -2,66%
Finnland (OMXH25) 2282,29 1,20% 6,12% 24,73% 18,79% 15,69% -12,98%
Danmörk (OMXC20) 455,32 1,00% 11,43% 24,17% 33,86% 15,72% -4,11%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Bloomberg, 27. febrúar 2012)

 

Krónan

Gengisvísitala krónunnar hækkaði um 1,6% í vikunni og endaði í 226,86 stigum. Krónan veiktist um 2,2% gagnvart evru og um 0,5% gagnvart USD.

Í febrúar hækkaði vísitala neysluverðs um 1,0% frá fyrri mánuði, sem var í samræmi við væntingar. Tólf mánaða verðbólga er 6,3%, og lækkar úr 6,5% í janúar. Áframhaldandi veiking krónunnar, ásamt hækkandi heimsmarkaðsverði á olíu, leiðir til versnandi verðbólguhorfa.

Mánudaginn 20. febrúar birti Hagstofa Íslands tölur af vinnumarkaði fyrir árið 2011.  Að meðaltali voru 12.700 manns án atvinnu á árinu, sem er fækkun um 1.000 manns frá fyrra ári. Sem hlutfall af vinnuafli fækkaði atvinnulausum milli ára úr 7,6% í 7,1%. Þrátt fyrir að heildar atvinnuleysi fari minnkandi fjölgar þeim sem hafa verið atvinnulausir í 12 mánuði eða lengur. Á milli ára fjölgar þeim úr 2.800 manns í 3.400 manns.

 

Vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
GVT ISK 226,86 1,63% 2,71% 5,36% 3,70% 4,41% 4,88%

(Gengisvísitala krónunnar, Seðlabankinn, 20. febrúar 2012)

 

Fyrirvari

Markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa eru unnar af starfsmönnum Íslenskra verðbréfa hf. Þær eru stutt samantekt og ber ekki að líta svo á að í þeim sé að finna allar tiltækar upplýsingar um þau viðfangsefni sem til umfjöllunar eru.

Við vinnslu fréttanna er stuðst við innlendar og erlendar upplýsinga- og fréttaveitur sem taldar eru áreiðanlegar, en einnig við opinberar upplýsingar, eigin úrvinnslu og mat starfsmanna á hverjum tíma. Íslensk verðbréf hf. ábyrgjast þó ekki nákvæmni upplýsinganna, áreiðanleika eða réttmæti þeirra.

Markaðsfréttirnar eru einungis birtar í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á þær sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum.

Ábyrgðarmaður Vikulegra markaðsfrétta Íslenskra verðbréfa er Björn Snær Guðbrandsson, forstöðumaður eignastýringar.