Vikulegar markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku.

 

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku. Smelltu hér ef þú vilt skrá þig á listann.


Innlend skuldabréf

Löng verðtryggð skuldabréf hækkuðu um 0,4% en millilöng verðtryggð skuldabréf lækkuðu um 1,68%. Löng óverðtryggð skuldabréf lækkuðu um 0,73% en millilöng óverðtryggð skuldabréf lækkuðu um 1,69%.

Skuldabréf héldu áfram að lækka og er ástæðan vaxandi líkur á að SÍ hækki stýrviextina um 25-50 punkta á næsta vaxtaákvörðunardegi sem er 21. mars. n.k. Ástæðan er að verðbólga og verðbólguvæntingar eru meiri en reiknað var með. Krónan hefur verið að veikjast, laun hækkuðu í febrúar og olíuverð hefur haldið áfram að hækka.Gengislánadómurinn  mun líka leiða af sér kaupmáttaraukningu sem mun skila sér út í verðlagið.

 

 

Innlend hlutabréf

OMXI6ISK vísitalan hækkaði um 3,68% í vikunni.  Mest hækkuðu bréf Bank Nordik, um 8,59%.  Aðeins bréf í Atlantic Petroleum lækkuðu í vikunni, um 5,45%.

Heildarvelta á OMXI6ISK var um 4 milljarðar króna í vikunni, þar af voru viðskipti með bréf í Högum upp á 2,8 milljarða vegna sölu Eignabjargs á 13,3% hlut í félaginu.  Velta með bréf Haga var um 3,4 milljarðar.  Velta í febrúar á OMXI6ISK var rúmir 3,7 milljarðar.

Eignabjarg seldi rúma 162 milljón hluti og var hæsta gengi á tilboðum fjárfesta sem samþykkt voru án skerðingar 17,2 kr. á hlut en lægsta gengi á tilboðum fjárfesta sem samþykkt voru án skerðingar nam 17,05 kr. á hlut.  Tilboð á genginu 17 kr. á hlut voru skert um 50% en lægri tilboðum var hafnað.  Gengi Haga á markaði var í vikulok 17,45.

Ætla má að lífeyrissjóðirnir hafi verið stærstu kaupendur í útboðinu.  Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins jók til að mynda sinn hlut í 6,17% úr 3,29%.

Eftir söluna er eignarhlutur Eignabjargs kominn niður í 5,98% af útgefnu hlutafé í Högum.  Fjármálaeftirlitið hafði staðfest að það gerði ekki athugasemd við eignarhlut að 10%.

Jón Sigurðsson forstjóri Össurar keypti í síðustu viku 76.000 hluti í félaginu í kauphöllinni í Kaupmannahöfn og var gengi viðskiptana 8,3 DKK en í vikulok stóð gengið í 8,4 DKK.

Aðalfundur Össurar verður haldinn föstudaginn 16. mars og liggur fyrir fundinum að færa hagnað félagsins á árinu 2011 til næsta árs.

 

Félög/vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
BNORDIK 69,50 8,59% -2,11% -7,33% -22,78% -14,20% -46,95%
FO-ATLA 191,00 -5,45% 7,00% 17,90% 36,92% 24,84% -19,92%
HAGA 17,45 2,05% 4,18% 0,00% 0,00% 6,73% 9,40%
ICEAIR 5,59 3,33% 5,47% 14,08% 3,71% 11,13% 22,05%
MARL 144,00 3,97% 2,49% 21,52% 17,07% 14,74% 16,13%
OSSRu 197,00 5,07% 2,07% 5,63% 0,77% 6,49% -0,51%
OMXI6ISK 1002,91 3,68% 3,23% 13,13% 7,80% 10,25% -0,57%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Nasdaq OMX Nordic, 05. mars 2012)

 

Erlend hlutabréf

Í vikunni lækkaði heimsvísitalan (MSCI) um 0,16%.  Í Þýskalandi hækkaði DAX vísitalan um 0,83%, FTSE í Bretlandi lækkaði um 0,40%, S&P 500 vísitalan í Bandaríkjunum hækkaði um 0,28% og Nikkei í Japan um 1,34%.

Seðlabanki Evrópu var með skuldabréfaútboð þar sem hann býður evrópskum bönkum mjög hagstæð lán. Lánin hafa verið nýtt til endurfjármögnunar eldri lána auk þess sem reynt er að koma í veg fyrir að skuldakreppan sem nú ríkir breytist í lausafjárkreppu. Er þetta í annað sinn sem Seðlabankinn heldur slíkt útboð. Ekki er reiknað með fleiri útboðum þrátt fyrir  að vel hafi tekist þar sem um var að ræða tímabundna lausn og spurning hvort  útboðið stangist á við hlutverk Seðlabankans.

Í Bandaríkjunum og Asíu lækkaði hlutbréfaverð í kjölfar yfirlýsingar seðlabankastjóra Bandaríkjanna um að Seðlabankinn myndi ekki fjárfesta í nýjum skuldabréfum til að örva hagkerfið. Einnig ítrekaði hann að líklegt yrði að vextir myndu haldast lágir út árið 2014.

 

Vísitölur Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
Heimsvísitala (MSCI) 1298,50 -0,16% 1,94% 8,27% 12,56% 9,80% -3,70%
Þýskaland (DAX) 6921,37 0,83% 1,49% 12,47% 30,90% 16,43% -4,34%
Bretland (FTSE) 5911,13 -0,40% -0,12% 5,85% 15,51% 5,77% -1,61%
Frakkland (CAC) 3501,17 0,98% 1,66% 8,86% 16,18% 10,29% -13,32%
Bandaríkin (Dow Jones) 12977,57 -0,04% 0,90% 7,27% 15,46% 6,22% 6,64%
Bandaríkin (Nasdaq) 2976,19 0,42% 2,43% 12,07% 19,99% 14,24% 6,88%
Bandaríkin (S&P 500) 1369,63 0,28% 1,84% 8,95% 16,67% 8,91% 3,67%
Japan (Nikkei) 9777,03 1,34% 9,81% 11,53% 10,41% 14,70% -9,31%
Samnorræn (VINX) 99,94 0,06% 2,73% 14,06% 25,17% 13,57% -5,15%
Svíþjóð (OMXS30) 1105,11 0,46% 1,60% 10,84% 23,49% 10,93% -1,48%
Noregur (OBX) 396,65 0,44% 4,11% 10,81% 20,60% 9,93% -4,28%
Finnland (OMXH25) 2253,99 -1,24% 2,14% 11,60% 18,94% 15,34% -12,79%
Danmörk (OMXC20) 457,04 0,38% 5,06% 18,21% 33,30% 16,63% -3,13%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Bloomberg, 05. mars 2012)

 

Krónan

Gengisvísitala krónunnar hækkaði um 0,94% í vikunni og endaði í 229,00 stigum. Krónan veiktist um 0,4% gagnvart evru og um 1,5% gagnvart gagnvart Bandaríkjadal.

1. mars s.l. birti Seðlabanki Íslands tölur um greiðslujöfnuð við útlönd og erlenda stöðu þjóðarbúsins á fjórða ársfjórðungi 2011. Viðskiptajöfnuður var óhagstæður um 48,9 milljarða króna. Skiptist jöfnuðurinn þannig að 15,3 ma.kr. afgangur var af vöruskiptum við útlönd, 5 ma.kr. halli var á þjónustuviðskiptum og jöfnuður þáttatekna var neikvæður um 59,2 ma.kr. Séu áhrif gömlu bankanna undanskilin var jöfnuður þáttatekna óhagstæður um 32,7 ma.kr. og viðskiptajöfnuður óhagstæður um 22,3 ma.kr.

Seðlabankinn birti í fyrsta sinn ársfjórðungslega könnun á væntingum markaðsaðila til ýmissa hagstærða, s.s. verðbólgu og vaxta. Að meðaltali eiga þeir 20 aðilar sem svöruðu könnuninni von á að verðbólga verði 5% eftir tólf mánuði og 4,7% eftir tvö ár. Markaðsaðilar eiga von á að stýrivextir Seðlabankans hækki um 0,75% það sem eftir lifir árs og 0,25% á fyrsta ársfjórðungi 2013.

 

Vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
GVT ISK 229,00 0,94% 3,06% 6,09% 4,72% 5,39% 5,88%

(Gengisvísitala krónunnar, Seðlabankinn, 05. febrúar 2012)

 

Fyrirvari

Markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa eru unnar af starfsmönnum Íslenskra verðbréfa hf. Þær eru stutt samantekt og ber ekki að líta svo á að í þeim sé að finna allar tiltækar upplýsingar um þau viðfangsefni sem til umfjöllunar eru.

Við vinnslu fréttanna er stuðst við innlendar og erlendar upplýsinga- og fréttaveitur sem taldar eru áreiðanlegar, en einnig við opinberar upplýsingar, eigin úrvinnslu og mat starfsmanna á hverjum tíma. Íslensk verðbréf hf. ábyrgjast þó ekki nákvæmni upplýsinganna, áreiðanleika eða réttmæti þeirra.

Markaðsfréttirnar eru einungis birtar í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á þær sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum.

Ábyrgðarmaður Vikulegra markaðsfrétta Íslenskra verðbréfa er Björn Snær Guðbrandsson, forstöðumaður eignastýringar.