Vikulegar markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku.

 

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku. Smelltu hér ef þú vilt skrá þig á listann.

 

Innlend skuldabréf

Löng verðtryggð skuldabréf hækkuðu um 0,46% en millilöng verðtryggð skuldabréf hækkuðu um 1,27%. Löng óverðtryggð skuldabréf hækkuðu um 0,51%, og millilöng óverðtryggð skuldabréf hækkuðu um 0,40%.

Á föstudaginn héldu Lánamál ríkisins útboð í RIKB31. Tilboð bárust fyrir um 12,8 ma.kr. að nv. Og var tilboðum  tekið fyrir um 3,8 ma.kr. að nv. á kröfunni 6,9%. Eins og sést á þessum tölum  var eftirspurnin mikil enda ekki margt í boði fyrir fjárfesta. Miðað við útgáfuáætlun Lánamála ríkisins  er búið að gefa út heldur meira en gert var ráð fyrir í byrjun árs.  Útgáfa það sem eftir lifir árs ætti því að verða óveruleg.

 

Innlend hlutabréf

Almennt var góður gangur á innlendum hlutabréfum í vikunni, OMXI6ISK hækkaði um 1,50% og Marel um 1,68%, Icelandair hækkaði um 0,39% en Össur lækkaði um 1,32%.

Heildarvelta vikunnar nam um 110 m.kr. og var mesta veltan með bréf í Marel fyrir 63 m.kr.

Uppgjör BankNordik fyrir þriðja ársfjórðungi var nokkuð gott miða við erfiðleika á fjármálamarkaði. Hagnaður bankans nam 24,5 milljónum danskra króna eða 524 milljónir íslenskra króna en stærsti hluti hans kemur til vegna yfirtöku bankans á besta parti Amagerbankans í Danmörku í júlí.

Hagnaður Eimskips nam 800 m.kr. á þriðja ársfjórðungi og hefur félagið hagnast um 2 ma.kr. á fyrstu 9 mánuðum ársins samfara því að flutningsmagn eykst á milli ára. Eigendur félagsins eru fyrrum kröfuhafar en félagið fór í gegnum mikla endurskipulagningu í kjölfar bankahrunsins. Það yrði fengur fyrir íslenskan hlutabréfamarkað ef félagið yrði skráð og færi í almenna sölu.

 

Félög/vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
BNORDIK 77,00 4,05% 2,67% -25,96% -39,13% -45,77% -49,01%
FO-AIR 106,00 0,00% 0,00% 0,00% -3,64% -8,62% -10,17%
FO-ATLA 160,00 23,08% 44,80% -6,98% -19,19% -26,44% -15,79%
ICEAIR 5,13 0,39% -9,52% -1,35% 4,69% 62,86% 55,45%
MARL 121,00 1,68% 5,22% -2,02% -5,47% 21,00% 24,49%
OSSRu 187,50 -1,32% 0,81% -4,34% -4,34% -7,64% -10,71%
OMXI6ISK 899,92 1,50% 4,36% -6,26% -10,40% -3,62% -3,73%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Nasdaq OMX Nordic, 21. nóvember 2011)

 

Erlend hlutabréf

Erlend hlutabréf lækkuðu í vikunni ef frá er talin danska hlutabréfavísitalan OMXC20, en hún hækkaði um 0,21%.  Heimsvísitalan MSCI lækkaði um 3,98%,  OMXH25 í Finnlandi lækkaði mest, um 5,8% og CAC í Frakklandi lækkaði um 4,84%. Nikkei í Japan lækkaði minnst, um 1,64%.

Í upphafi vikunnar opnuðu markaðir í Evrópu í plús eftir afsögn Berlusconi, en þegar líða tók á daginn  ríkti ójafnvægi á mörkuðum.  Enn er staða Ítalíu og Grikklands einn helsti orsakavaldurinn.

Þrátt fyrir jákvæðari hagvaxtatölur en búist hafði verið við á þriðja ársfjórðungi í Þýskalandi og Frakklandi hélt hlutabréfaverð áfram að lækka.

Lánakjör ítalska ríkisins skánuðu ekki eftir að Mario Monti tók við embætti forsætisráðherra, en álag ítalskra ríkisskuldabréfa til 10 ára fór í 7,039%. Þegar álagið fer yfir 7% er almennt talið að ríki þurfi utanaðkomandi aðstoð. Álag spænskra ríkisskuldabréfa nálgast einnig 7% múrinn, en það fór í 6,842%. Álag á þýsk skuldabréf til 10 ára á sama tíma var 1,856% og sýnir þessi mikli vaxtamunur þá spennu sem ríkir á evrópskum skuldabréfamarkaði sem hefur m.a.  þau áhrif að hlutabréfaverð um allan heim lækkar.

Frá áramótum hafa allar helstu hlutabréfavísitölur heims lækkað, fyrir utan bandarísku hlutabréfavísitöluna  Dow Jones.

 

Vísitölur Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
Heimsvísitala (MSCI) 1157,50 -3,98% -3,08% 2,28% -13,40% -9,58% -6,30%
Þýskaland (DAX) 5800,24 -4,24% -4,35% 4,22% -21,41% -17,40% -16,55%
Bretland (FTSE) 5362,94 -3,29% -3,45% 5,13% -10,92% -10,18% -7,56%
Frakkland (CAC) 2997,01 -4,84% -6,77% -2,00% -25,91% -22,29% -23,41%
Bandaríkin (Dow Jones) 11796,16 -2,94% -0,11% 9,05% -5,72% 1,89% 5,29%
Bandaríkin (Nasdaq) 2572,50 -3,97% -2,46% 9,85% -8,23% -3,03% 2,16%
Bandaríkin (S&P 500) 1215,65 -3,81% -1,83% 8,20% -8,82% -3,34% 1,33%
Japan (Nikkei) 8374,91 -1,64% -3,81% -4,25% -13,10% -18,39% -16,70%
Samnorræn (VINX) 83,05 -3,93% -2,86% 4,57% -22,61% -23,00% -16,22%
Svíþjóð (OMXS30) 941,25 -3,61% -4,02% 5,58% -20,62% -19,83% -16,58%
Noregur (OBX) 350,40 -3,07% -1,41% 7,24% -13,05% -13,27% -7,25%
Finnland (OMXH25) 1898,44 -5,80% -4,83% 0,45% -27,53% -28,91% -24,97%
Danmörk (OMXC20) 373,87 0,21% 5,65% 5,81% -20,13% -19,31% -14,72%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Bloomberg, 21. nóvember 2011)

 

Krónan

Gengisvísitala krónunnar hækkaði um 0,10% í vikunni og endaði í 214,71 stigum. Af helstu gjaldmiðlum hækkaði japanskt jen mest í verði, um 1,73% og bandaríkjadalur um 0,85%. Hins vegar lækkaði norsk króna mest eða um 1,00% og sænsk króna um 0,81%.

Frá áramótum hefur krónan veikst um 3,21%. Veiking gagnvart helstu myntum er mjög misjöfn, mest á móti japönsku jeni, 8,38%, en 0,69% styrking á móti kanadadal, en veiking krónunnar gagnvart öðrum helstu myntum er að mestu á bilinu 2-4 %.

Ljóst er að Seðlabanka Íslands hefur tekist nokkuð vel með að halda genginu stöðugu með núverandi gjaldeyrishöftum. Hins vegar munu höftin, því lengur sem þau vara, leiða til þess að áhugi aðila á að fara framhjá þeim eykst. Gerist það mun um leið draga úr innflæði gjaldeyris.

 

Vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
GVT ISK 214,71 0,10% 0,40% -1,94% -1,85% 3,21% 4,69%

(Gengisvísitala krónunnar, Seðlabankinn, 21. nóvember 2011)

 

Fyrirvari

Markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa eru unnar af starfsmönnum Íslenskra verðbréfa hf. Þær eru stutt samantekt og ber ekki að líta svo á að í þeim sé að finna allar tiltækar upplýsingar um þau viðfangsefni sem til umfjöllunar eru.

Við vinnslu fréttanna er stuðst við innlendar og erlendar upplýsinga- og fréttaveitur sem taldar eru áreiðanlegar, en einnig við opinberar upplýsingar, eigin úrvinnslu og mat starfsmanna á hverjum tíma. Íslensk verðbréf hf. ábyrgjast þó ekki nákvæmni upplýsinganna, áreiðanleika eða réttmæti þeirra.

Markaðsfréttirnar eru einungis birtar í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á þær sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum.

Ábyrgðarmaður Vikulegra markaðsfrétta Íslenskra verðbréfa er Björn Snær Guðbrandsson, forstöðumaður eignastýringar.