Vikulegar markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku.

 

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku. Smelltu hér ef þú vilt skrá þig á listann.

Innlend skuldabréf

Löng verðtryggð skuldabréf hækkuðu um 0,23% en millilöng verðtryggð skuldabréf hækkuðu um 1,14%. Löng óverðtryggð skuldabréf hækkuðu um 1,26%, og millilöng óverðtryggð skuldabréf hækkuðu um 0,66%.

Í vikunni tilkynntu Lánamál ríkisins að þau myndu fella niður útboð ríkisbréfa sem áttu að vera í desember. Ástæðan er sú að búið er að gefa heldur meira út en gert var ráð fyrir í ársáætluninni.

Á föstudaginn birti Hagstofa Íslands vísitölu neysluverðs og var hún óbreytt á milli mánaða. Flestir reiknuðu með hógværri hækkun svo þetta kom aðeins á óvart. Viðbrögð markaðarins voru þau að kaupa óverðtryggð bréf.

 

Innlend hlutabréf

OMXI6ISK vísitalan lækkaði í síðustu viku um 0,78%.  Eina félagið sem hækkaði var Icelandair, um 0,97%.  Mest lækkaði Atlantic Petroleum, um 3,13%. Heildarvelta á OMXI6ISK nam um 886 milljónum króna, mest var velta með bréf í BankNordik fyrir um 794 milljónir króna.

Almennt útboð í 20-30% hlutafjár í Högum mun standa yfir 5.-8. desember. Verðbil í áskriftarsöfnun verður 11-13,5 krónur á hlut.  Allir hlutir verða seldir á sama gengi.  Fjárfestar geta skilyrt áskrift sína við ákveðið gengi.

Þeir sem vilja taka þátt skila áskrift að andvirði 100 þúsund til 25 m.kr á áskriftarvef á heimasíðu Arion banka. Stefnt er því að fyrsti viðskiptadagur Haga í kauphöllinni verði 15. desember.

Fasteignafélögin Reginn og Reitir, fjárfestingarfélagið Horn, SKÝRR og Tryggingamiðstöðin hafa birt áætlun um skráningu í Kauphöll og væntanlega fara því einhver þessara félaga á markað á næsta ári.

 

Félög/vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
BNORDIK 75,00 -2,60% 1,35% -16,67% -39,52% -47,18% -48,98%
FO-AIR 106,00 0,00% 0,00% 0,00% -3,64% -8,62% -8,62%
FO-ATLA 155,00 -3,13% 27,57% 11,11% -20,92% -28,74% -18,42%
ICEAIR 5,18 0,97% -8,48% -2,81% 8,60% 64,44% 52,35%
MARL 120,00 -0,83% -4,00% -1,23% -4,38% 20,00% 20,00%
OSSRu 187,00 -0,27% -4,59% -4,59% -5,08% -7,88% -13,02%
OMXI6ISK 892,88 -0,78% -2,67% -3,63% -9,98% -4,38% -5,61%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Nasdaq OMX Nordic, 28. nóvember 2011)

 

Erlend hlutabréf

Hlutabréfaverð hélt áfram að lækka á helstu hlutabréfamörkuðum í liðinni viku.  Heimsvísitalan MSCI lækkaði um 5,16%,  DAX í Þýskalandi um 5,30% og S&P 500 í Bandaríkjunum um 4,69%.

Samkvæmt Bloomberg fréttaveitunni þarf að leita aftur til ársins 1932 til að finna jafn mikla lækkun á S&P500 hlutabréfavísitölunni í svokallaðri þakkargjörðarviku.

Mikill óróleiki hefur einkennt markaði síðustu mánuði og hefur heimsvísitalan MSCI til að mynda lækkað um 18,60% frá 22. júlí á þessu ári.

Lítil eftirspurn eftir þýskum ríkisskuldabréfum í útboði sem haldið var í síðustu viku var ekki til að bæta það óvissuástand sem skapast hefur á erlendum hlutabréfamarkaði.  Einungis bárust tilboð í 3,6 milljarða evra af þeim 6 milljörðum sem í boði voru.

Fréttir af endurmati á hagvexti í Bandaríkjunum á þriðja ársfjórðungi fóru einnig illa í fjárfesta þar sem hagvöxturinn mældist 2% í stað 2,5%.

 

Vísitölur Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
Heimsvísitala (MSCI) 1097,81 -5,16% -12,47% -5,61% -17,98% -14,24% -9,30%
Þýskaland (DAX) 5492,87 -5,30% -11,06% 1,93% -21,21% -18,36% -17,59%
Bretland (FTSE) 5164,65 -3,70% -7,89% 2,39% -11,56% -10,97% -7,34%
Frakkland (CAC) 2856,97 -4,67% -12,22% -4,80% -25,60% -22,74% -21,17%
Bandaríkin (Dow Jones) 11231,78 -4,78% -8,17% -0,47% -9,72% -2,99% 1,26%
Bandaríkin (Nasdaq) 2441,51 -5,09% -10,80% -1,55% -12,71% -7,97% -3,67%
Bandaríkin (S&P 500) 1158,67 -4,69% -9,84% -1,54% -12,95% -7,87% -2,58%
Japan (Nikkei) 8160,01 -2,57% -8,43% -5,80% -12,96% -18,98% -17,45%
Samnorræn (VINX) 78,22 -5,82% -10,52% 1,08% -23,02% -24,12% -17,51%
Svíþjóð (OMXS30) 889,22 -5,53% -10,46% 1,55% -20,08% -20,53% -17,27%
Noregur (OBX) 328,32 -6,30% -7,59% 0,78% -16,09% -16,21% -8,53%
Finnland (OMXH25) 1801,32 -5,12% -11,27% -0,29% -25,68% -28,25% -24,10%
Danmörk (OMXC20) 363,41 -2,80% -1,44% 9,56% -18,51% -19,28% -13,81%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Bloomberg, 28. nóvember 2011)

 

Krónan

Gengisvísitala krónunnar hækkaði um 0,60% í vikunni og endaði í 216,01 stigum.

Af helstu gjaldmiðlum hækkaði Bandaríkjadalur mest í verði, um 2,49% og japanskt jen um 1,54%. Hins vegar lækkaði einungis sænska krónan í verði, um 0,44%. Frá áramótum hefur krónan veikst um 3,69%.

Krónan hafði styrkst frá miðjum júlí en snéri við snemma í nóvember.  Að einhverju marki er um að ræða árstíðarbundna sveiflu  en innflæði frá ferðamönnum hefur minnkað með haustinu og eins var mikið flutt út af sjávarafurðum undir lok sumars.

Verulegar líkur eru til þess að þessi þróun haldi áfram vel fram á næsta ár, nema til komi verulegt innflæði gjaldeyris t.d. vegna fjárfestinga eða í tengslum við afnám gjaldeyrishafta. Mikil óvissa er um bæði þessi atriði en þau hanga nokkuð saman.

 

Vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
GVT ISK 216,01 0,60% 0,90% -1,52% -1,99% 3,83% 5,09%

(Gengisvísitala krónunnar, Seðlabankinn, 28. nóvember 2011)

 

Fyrirvari

Markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa eru unnar af starfsmönnum Íslenskra verðbréfa hf. Þær eru stutt samantekt og ber ekki að líta svo á að í þeim sé að finna allar tiltækar upplýsingar um þau viðfangsefni sem til umfjöllunar eru.

Við vinnslu fréttanna er stuðst við innlendar og erlendar upplýsinga- og fréttaveitur sem taldar eru áreiðanlegar, en einnig við opinberar upplýsingar, eigin úrvinnslu og mat starfsmanna á hverjum tíma. Íslensk verðbréf hf. ábyrgjast þó ekki nákvæmni upplýsinganna, áreiðanleika eða réttmæti þeirra.

Markaðsfréttirnar eru einungis birtar í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á þær sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum.

Ábyrgðarmaður Vikulegra markaðsfrétta Íslenskra verðbréfa er Björn Snær Guðbrandsson, forstöðumaður eignastýringar.