Vikulegar markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku.

 

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku. Smelltu hér ef þú vilt skrá þig á listann.

Innlend skuldabréf

Löng verðtryggð skuldabréf hækkuðu um 0,41% en millilöng verðtryggð skuldabréf lækkuðu um 1,13%. Löng óverðtryggð skuldabréf lækkuðu um 0,34%, og millilöng óverðtryggð skuldabréf hækkuðu um 0,05%.

Næsti vaxtaákvörðunardagur SÍ er miðvikudaginn 7. desember n.k. Flestir markaðsaðilar eru á því að ekki verði hreyft við stýrivöxtum á þeim fundi. Við teljum að stýrivöxtum verði haldið óbreyttum næstu mánuðina að því gefnu að ekkert óvænt gerist í þróun helstu verðbólguvaldanna s.s. laun, hrávara og gengi íslensku krónunnar.

 

Innlend hlutabréf

Almenn lækkun var á innlendum hlutabréfamarkaði í vikunni. OMXI6ISK lækkaði um 0,71%, Icelandair lækkaði um 5,41%, Marel um 1,25% og Össur um 0,27%.

Heildarvelta vikunnar var um 300 milljónir króna, Icelandair var með 57% af veltunni eða um 170 milljónir. Velta á innlenda hlutabréfamarkaðinum í nóvember var 8,4 milljarðar samanborið við 1,5 milljarð árið áður.

Mikil stemming virðist vera fyrir hlutafjárútboði Haga hf. sem hófst í dag (05.12.11). Gera má ráð fyrir að eftirspurn í útboðinu verði meiri en framboðið þar sem fjárfestingarkostir á Íslandi eru fáir og ef miðað er við verðmat greiningardeilda virðist verðlagningin vera ásættanleg.

 

Félög/vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
BNORDIK 75,00 0,00% 5,63% -16,67% -39,02% -47,98% -48,98%
FO-AIR 106,00 0,00% 0,00% 0,00% -3,64% -8,62% -7,83%
FO-ATLA 162,00 4,52% 24,62% 16,13% -19,40% -25,52% -14,74%
ICEAIR 4,90 -5,41% -9,59% -9,09% 2,94% 55,56% 36,11%
MARL 118,50 -1,25% -3,27% -3,66% -5,58% 18,50% 18,50%
OSSRu 186,50 -0,27% -3,37% -4,60% -3,62% -8,13% -10,34%
OMXI6ISK 886,55 -0,71% -1,53% -4,71% -10,15% -5,06% -4,64%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Nasdaq OMX Nordic, 5. desember 2011)


Erlend hlutabréf

Miklar hækkanir voru á verði erlendra hlutabréfa í vikunni og hækkaði heimsvísitalan (MSCI) um 8,18%.  CAC í Frakklandi hækkaði 10,78%, DAX í Þýskalandi hækkaði um 10,7%, S&P 500 í Bandaríkjunum hækkaði um 7,39% og Nikkei í Japan hækkaði um 5,93%.

Mjög góð smásöluverslun í Bandaríkjunum um Þakkagjörðarhelgina hafði góð áhrif á markaði í Asíu og Evrópu og í Bandaríkjunum ríkti jákvæðni vegna birtingar væntingarvísitölunnar sem hækkaði mikið milli mánaða. Á móti kom áframhaldandi ótti vegna stöðu Ítalíu auk þess sem lánshæfisfyrirtækið Standard & Poor‘s lækkaði lánshæfiseinkunn 15 stærstu banka heims.

Fjármálaráðherrar evruríkjanna komust að samkomulagi um að auka fjárhagslegan styrk björgunarsjóðsins og nokkrir af stærstu seðlabönkum heims komu sér saman um  að auðvelda aðgengi banka og fjármálafyrirtækja að fjármagni til að vinna gegn slaka í hagkerfum heimsins.  Mikil hækkun varð á mörkuðum í kjölfar yfirlýsingarinnar.

 

Vísitölur Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
Heimsvísitala (MSCI) 1187,64 8,18% -1,28% 2,95% -10,03% -7,22% -4,77%
Þýskaland (DAX) 6080,68 10,70% 2,49% 16,56% -13,99% -11,56% -11,99%
Bretland (FTSE) 5552,29 7,51% 0,67% 9,05% -4,96% -5,69% -3,15%
Frakkland (CAC) 3164,95 10,78% 2,29% 6,52% -17,88% -16,02% -14,81%
Bandaríkin (Dow Jones) 12019,42 7,01% 0,30% 6,93% -1,08% 3,82% 5,60%
Bandaríkin (Nasdaq) 2626,93 7,59% -2,20% 5,91% -3,87% -0,98% 1,37%
Bandaríkin (S&P 500) 1244,28 7,39% -0,71% 5,99% -4,30% -1,06% 1,60%
Japan (Nikkei) 8643,75 5,93% -1,20% -1,01% -8,39% -14,99% -14,56%
Samnorræn (VINX) 86,10 10,08% 0,53% 9,23% -15,39% -18,38% -15,09%
Svíþjóð (OMXS30) 974,48 9,59% -0,75% 10,40% -13,58% -15,22% -14,77%
Noregur (OBX) 352,03 7,22% -0,24% 8,81% -10,70% -11,42% -7,22%
Finnland (OMXH25) 1974,35 9,61% 0,39% 6,40% -18,53% -23,77% -21,31%
Danmörk (OMXC20) 382,84 5,35% 5,81% 12,43% -15,61% -16,17% -12,31%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Bloomberg, 5. desember 2011)

 

Krónan

Gengisvísitala krónunnar var nær óbreytt í vikunni og endaði í 215,85 stigum.

Eins og undanfarnar vikur eru miklar sveiflur á gengi helstu gjaldmiðla. Mest hækkaði kanadadalur í verði, um 2,08% og sænsk króna um 1,80%. Hins vegar lækkaði japanskt jen mest, um 2,24% og bandaríkjadalur um 1,69%. Búast má við áframhaldi á þessu sveiflum á meðan óvissa um hvort og hvernig skuldamálakreppan í Evrópu leysist.

 

Vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
GVT ISK 215,85 -0,07% 1,13% -1,30% -2,22% 3,76% 4,84%

(Gengisvísitala krónunnar, Seðlabankinn, 5. desember 2011)

 

Fyrirvari

Markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa eru unnar af starfsmönnum Íslenskra verðbréfa hf. Þær eru stutt samantekt og ber ekki að líta svo á að í þeim sé að finna allar tiltækar upplýsingar um þau viðfangsefni sem til umfjöllunar eru.

Við vinnslu fréttanna er stuðst við innlendar og erlendar upplýsinga- og fréttaveitur sem taldar eru áreiðanlegar, en einnig við opinberar upplýsingar, eigin úrvinnslu og mat starfsmanna á hverjum tíma. Íslensk verðbréf hf. ábyrgjast þó ekki nákvæmni upplýsinganna, áreiðanleika eða réttmæti þeirra.

Markaðsfréttirnar eru einungis birtar í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á þær sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum.

Ábyrgðarmaður Vikulegra markaðsfrétta Íslenskra verðbréfa er Björn Snær Guðbrandsson, forstöðumaður eignastýringar.