Vikulegar markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku.

 

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku. Smelltu hér ef þú vilt skrá þig á listann.

Innlend skuldabréf

Löng verðtryggð skuldabréf lækkuðu um 1,67% en millilöng verðtryggð skuldabréf hækkuðu um 0,03%. Löng óverðtryggð skuldabréf lækkuðu um 0,46%, og millilöng óverðtryggð skuldabréf lækkuðu um 0,37%.

Verð ríkistryggðra skuldabréfa lækkaði því almennt í vikunni og þá sérstaklega löng verðtryggð bréf. Skýringuna má trúlega rekja til þess að lífeyrissjóðir, sem eru stærsti kaupendahópurinn, eiga erfitt með að kaupa þessi bréf  þar sem þeir eru gerðir upp á 3,5% verðtryggðri kröfu en krafa bréfa á markaði er 1,8 – 2,8%. Kaupin virka því neikvætt í tryggingafræðilegum útreikningi og því verr sem bréfin eru lengri.

Vaxtaákvörðunardagur SÍ var í vikunni og var niðurstaðan sú að halda stýrivöxtum óbreyttum. Það var í samræmi við væntingar markaðsaðila og hafði ákvörðunin því ekki teljandi áhrif á markaðinn.

 

Innlend hlutabréf

OMXI6ISK vísitalan hækkaði í síðustu viku um 4,64%.  Ekkert félag í vísitölunni lækkaði. Mest var hækkunin á bréfum í BankNordik, um 8% og þá hækkuðu bréf Icelandair um 6,12%.

Heildarvelta á OMXI6ISK var í kringum 1,2 milljarðar króna, mest var velta með bréf í Marel fyrir um 915 milljónir króna.

Almennu útboði á hlutabréfum í Högum lauk síðastliðinn fimmtudag og var endanleg stærð útboðsins 30% af útgefnum hlutum í félaginu.  Endanlegt útboðsgengi var 13,5 krónur á hlut til allra kaupenda sem voru um 3.000. Heildarsöluandvirði útboðsins nam um 4,9 milljörðum króna og samtals seldir hlutir í útboðinu voru 365.275.752.

Farþegum Icelandair fjölgaði um 10% í nóvember miðað við sama mánuð 2010, félagið flutti 104 þúsund farþega í mánuðinum.  Farþegar eru orðnir 1.643.927 það sem af er ári og vantar því aðeins um 106 þúsund til að ná markmiðum félagsins um 1.750.000 farþega á árinu 2011.

 

Félög/vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
BNORDIK 81,00 8,00% 9,46% -10,00% -34,15% -42,96% -42,96%
FO-AIR 106,00 0,00% 0,00% 0,00% -3,64% -8,62% -10,17%
FO-ATLA 165,50 2,16% 27,31% 21,69% -16,56% -23,91% -22,66%
ICEAIR 5,20 6,12% 1,76% -1,89% 11,35% 65,08% 48,57%
MARL 125,50 5,91% 5,46% 4,58% 2,87% 25,50% 25,50%
OSSRu 192,00 2,95% 1,05% -0,78% -2,29% -5,42% -9,43%
OMXI6ISK 927,72 4,64% 4,64% 1,65% -5,32% -0,65% -2,17%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Nasdaq OMX Nordic, 12. desember 2011)


Erlend hlutabréf

Heimsvísitalan stóð í stað eftir vikuna.  DAX í Þýskalandi lækkaði um 1,55%, CAC í Frakklandi hækkaði um 0,23% og Dow Jones vísitalan í Bandaríkjunum hækkaði um 1,42%. Nikkei í Japan lækkaði um 1,24%.

Á leiðtogafundi Evrópusambandsins var reynt til þrautar að komast að samkomulagi um nánari samvinnu í efnahagsmálum sem á m.a. að auka tiltrú á evrunni.  Einnig var unnið að því að ná samkomulegi um umtalsverða stækkun björgunarsjóðsin.

Leiðtogar Evrópusambandsins komust að samkomulagi sem á að skapa stöðugleika í Evrópu. Bretland var eina þjóðin sem tekur ekki þátt í samkomulaginu og óttast margir að sú ákvörðun verði til þess að Bretland einangrist í Evrópu.

Stýrivextir í Evrópu voru lækkaðir um 0,25% og eru nú 1%. Vextirnir hafa aldrei verið lægri. Seðlabanki Bretlands ákvað að halda stýrivöxtun þar í land óbreyttum í 0,5%.

 

Vísitölur Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
Heimsvísitala (MSCI) 1187,29 0,00% -1,51% 5,75% -7,85% -7,25% -5,51%
Þýskaland (DAX) 5986,71 -1,55% -3,30% 15,47% -17,16% -15,29% -16,40%
Bretland (FTSE) 5529,21 -0,41% -1,19% 6,82% -4,96% -7,12% -5,73%
Frakkland (CAC) 3172,35 0,23% -1,10% 9,10% -18,14% -18,14% -19,25%
Bandaríkin (Dow Jones) 12184,26 1,42% 0,25% 10,15% 1,94% 5,24% 6,78%
Bandaríkin (Nasdaq) 2646,85 0,77% -1,19% 6,08% 0,12% -0,23% 0,35%
Bandaríkin (S&P 500) 1255,19 0,91% -0,69% 7,99% -1,24% -0,19% 1,19%
Japan (Nikkei) 8536,46 -1,24% 1,64% 1,38% -9,05% -15,40% -15,26%
Samnorræn (VINX) 85,07 -1,13% -3,04% 7,54% -14,59% -21,10% -17,97%
Svíþjóð (OMXS30) 963,25 -1,15% -2,52% 10,36% -13,12% -17,62% -16,44%
Noregur (OBX) 351,41 -0,18% -4,65% 6,25% -10,83% -13,91% -10,04%
Finnland (OMXH25) 1919,58 -2,77% -6,23% 3,34% -20,94% -28,11% -25,56%
Danmörk (OMXC20) 380,19 -0,64% 0,91% 11,80% -14,20% -17,73% -15,91%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Bloomberg, 12. desember 2011)

 

Krónan

Gengisvísitala krónunnar lækkaði um 0,17% í vikunni og endaði í 215,49 stigum.

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað að halda vöxtum bankans óbreyttum. Undanfarin misseri hefur bankinn talið að hóflegur vaxtamunur við útlönd hafi áhrif á gengi krónunnar þrátt fyrir mjög stíf gjaldeyrishöft. Með lækkandi vöxtum erlendis er því líklega ekki þörf fyrir hærri vexti á næstunni.

Mjög mikilvægt er að aukið aðhald peningastefnunnar komi fram í gegnum lægri verðbólgu fremur en hækkandi stýrivexti, því það viðheldur frekar samkeppnishæfni innlends atvinnulífs og grefur síður undan gengi krónunnar.

 

Vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
GVT ISK 215,49 -0,17% 0,72% -1,15% -2,37% 3,58% 4,95%

(Gengisvísitala krónunnar, Seðlabankinn, 12. desember 2011)

 

Fyrirvari

Markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa eru unnar af starfsmönnum Íslenskra verðbréfa hf. Þær eru stutt samantekt og ber ekki að líta svo á að í þeim sé að finna allar tiltækar upplýsingar um þau viðfangsefni sem til umfjöllunar eru.

Við vinnslu fréttanna er stuðst við innlendar og erlendar upplýsinga- og fréttaveitur sem taldar eru áreiðanlegar, en einnig við opinberar upplýsingar, eigin úrvinnslu og mat starfsmanna á hverjum tíma. Íslensk verðbréf hf. ábyrgjast þó ekki nákvæmni upplýsinganna, áreiðanleika eða réttmæti þeirra.

Markaðsfréttirnar eru einungis birtar í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á þær sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum.

Ábyrgðarmaður Vikulegra markaðsfrétta Íslenskra verðbréfa er Björn Snær Guðbrandsson, forstöðumaður eignastýringar.