Vikulegar markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku.

 

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku. Smelltu hér ef þú vilt skrá þig á listann.

Innlend skuldabréf

Löng verðtryggð skuldabréf hækkuðu um 0,52% en millilöng verðtryggð skuldabréf lækkuðu um 0,07%. Löng óverðtryggð skuldabréf lækkuðu um 0,84%, og millilöng óverðtryggð skuldabréf lækkuðu um 0,89%.

Í vikunni voru Lánamál ríkisins með ríkisvíxlaútboð. Boðnir voru tveir flokkar að venju, þriggja og sex mánaða. Tilboð bárust fyrir 13,7 milljarða að nafnverði og var tilboðum tekið fyrir um 4,5 milljarða að nafnverði. Flatir vextir flokkanna voru þeir sömu eða 2,91%.

 

Innlend hlutabréf

Hlutabréfavísitalan OMXI6ISK lækkaði í vikunni um 0,30%, Össur lækkaði um 1,59% en Marel hækkaði um 1,20%.

Mikil stemning var á fyrsta viðskiptadegi Haga í kauphöllinni á föstudag og hækkaði gengi félagsins um 18,15% frá útboðsgenginu. Töluvert viðskiptamagn var á bak við þessa hækkun og nam heildarveltan 530 milljónum króna.

Stjórn Eimskipafélags Íslands hf. tilkynnti í vikunni að félagið hafi ákveðið að hefja undirbúning fyrir skráningu þess á Nasdaq OMX Iceland seinni hluta næsta árs. Útboðinu verður beint til fagfjárfesta og almennra fjárfesta með þeim markmiðum að tryggja góða dreifingu á eignarhaldi. Tveir stærstu eigendur Eimskips eru skilanefnd Landsbankans og fjárfestingarsjóðurinn Yucaipa en þeir eiga samtals um 70% í félaginu.

 

Félög/vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
BNORDIK 81,00 0,00% 5,19% -3,57% -34,15% -42,96% -42,96%
FO-AIR 106,00 0,00% 0,00% 0,00% -3,64% -8,62% -10,17%
FO-ATLA 153,00 -7,55% -4,37% 12,50% -21,94% -29,66% -28,50%
ICEAIR 5,22 0,38% 1,75% -1,32% 9,89% 65,71% 60,12%
MARL 127,00 1,20% 4,96% 8,09% 5,39% 27,00% 29,59%
OSSRu 189,00 -1,59% 0,80% -0,53% -3,08% -6,90% -8,25%
OMXI6ISK 924,96 -0,30% 2,78% 3,34% -4,96% -0,58% -0,94%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Nasdaq OMX Nordic, 19. desember 2011)


Erlend hlutabréf

Töluverð lækkun var á erlendum hlutabréfum. Heimsvísitalan MSCI lækkaði um 3,44%, Dax í Þýskalandi um 4,76%, S&P 500 í Bandaríkjunum um 2,83% og Nikkei í Japan um 1,58%.

Matsfyrirtækin halda áfram að lækka lánshæfiseinkunn ríkja og fyrirtækja. Á föstudaginn lækkaði Moody‘s lánshæfiseinkunn belgíska ríkisins um tvö stig eða úr Aa1 í Aa3.

Þá færði matsfyrirtækið Fitch Ratings sex evruríki á athugunarlista með möguleika á lækkun, þar á meðal Spán og Ítalíu.

Í meðfylgjandi töflu er Dow Jones hlutabréfavísitalan eina vísitalan sem sýnir hækkun á árinu og þar sem einungis tvær vikur eru fram að áramótum og mikil óvissa ríkir á mörkuðum virðist fátt benda til að breyting verði þar á.

 

Vísitölur Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
Heimsvísitala (MSCI) 1146,48 -3,44% -0,95% -0,87% -10,47% -10,44% -8,85%
Þýskaland (DAX) 5701,78 -4,76% -2,14% 4,80% -20,77% -17,91% -18,71%
Bretland (FTSE) 5387,34 -2,57% -0,13% 1,83% -6,28% -9,22% -8,78%
Frakkland (CAC) 2972,3 -6,31% -1,45% 0,46% -22,76% -22,38% -23,63%
Bandaríkin (Dow Jones) 11866,39 -2,61% 0,60% 4,08% -1,15% 2,50% 3,26%
Bandaríkin (Nasdaq) 2555,33 -3,46% -0,67% -2,20% -2,34% -3,68% -3,32%
Bandaríkin (S&P 500) 1219,66 -2,83% 0,33% 1,29% -4,08% -3,02% -1,95%
Japan (Nikkei) 8401,72 -1,58% -0,94% -6,41% -11,28% -18,90% -19,49%
Samnorræn (VINX) 82,39459 -3,14% -1,16% 3,19% -14,27% -22,74% -21,54%
Svíþjóð (OMXS30) 937,6925 -2,65% -0,74% 4,34% -13,77% -19,15% -18,98%
Noregur (OBX) 340,63 -3,07% -3,37% 1,71% -9,92% -15,44% -12,89%
Finnland (OMXH25) 1822,961 -5,03% -4,61% -3,94% -22,78% -31,11% -29,53%
Danmörk (OMXC20) 372,7337 -1,96% 0,11% 9,76% -11,56% -18,21% -17,90%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Bloomberg, 19. desember 2011)

 

Krónan

Gengisvísitala krónunnar hækkaði um 0,78% í vikunni og endaði í 217,17 stigum. Krónan hefur veikst nær stöðugt síðan snemma í nóvember eftir nokkra styrkingarhrinu frá því um miðjan júlí. Líklega er um árstíðarsveiflu að ræða þar sem innflæði af ferðamönnum og mikill útflutningur sjávarafurða síðla sumars  hefur minnkað, en við tekur aukinn innflutningur vegna jólanna.

 

Vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
GVT ISK 217,1696 0,78% 1,30% 0,79% -1,53% 4,39% 4,31%

(Gengisvísitala krónunnar, Seðlabankinn, 19. desember 2011)

 

Fyrirvari

Markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa eru unnar af starfsmönnum Íslenskra verðbréfa hf. Þær eru stutt samantekt og ber ekki að líta svo á að í þeim sé að finna allar tiltækar upplýsingar um þau viðfangsefni sem til umfjöllunar eru.

Við vinnslu fréttanna er stuðst við innlendar og erlendar upplýsinga- og fréttaveitur sem taldar eru áreiðanlegar, en einnig við opinberar upplýsingar, eigin úrvinnslu og mat starfsmanna á hverjum tíma. Íslensk verðbréf hf. ábyrgjast þó ekki nákvæmni upplýsinganna, áreiðanleika eða réttmæti þeirra.

Markaðsfréttirnar eru einungis birtar í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á þær sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum.

Ábyrgðarmaður Vikulegra markaðsfrétta Íslenskra verðbréfa er Björn Snær Guðbrandsson, forstöðumaður eignastýringar.