Vikulegar markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku.

 

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku. Smelltu hér ef þú vilt skrá þig á listann.

 

Innlend skuldabréf

Löng verðtryggð skuldabréf hækkuðu um 0,37% og millilöng verðtryggð skuldabréf hækkuðu um 0,05%. Löng óverðtryggð skuldabréf hækkuðu um 0,58% og millilöng óverðtryggð skuldabréf hækkuðu um 0,10%.

Frekar lítil viðskipti voru í vikunni eins og hefðbundið er  síðustu viku fyrir jól. Fjárfestar búnir að staðsetja sig fyrir nýja árið og eru lítið að hreyfa sig. Við reiknum ennfremur með því að það verði rólegt á markaði á milli jóla og nýárs.

 

Innlend hlutabréf

OMXI6ISK vísitalan lækkaði í síðustu viku um 1,11%.  Ekkert félag í vísitölunni hækkaði. Mest lækkuðu bréf Icelandair, um 3,26%.

Heildarvelta á OMXI6ISK var í kringum 204 milljónir króna, mest var velta með bréf Icelandair fyrir um 103 milljónir króna.

Hagar koma inn í vísitöluna á nýju ári fyrir færeyska flugfélagið Atlantic Airways.  Gengi Haga í vikulok var 16,3 og hækkaði um 2,2% frá síðasta föstudegi.  Hæst fór gengið í 17,45 í vikunni.  Velta með félagið var 523 milljónir í vikunni.

 

Félög/vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
BNORDIK 81 0,00% 8,00% -1,22% -34,15% -42,96% -41,73%
FO-AIR 106 0,00% 0,00% 0,00% -3,64% -8,62% -10,17%
FO-ATLA 153 0,00% -1,29% 15,04% -21,94% -29,66% -28,50%
ICEAIR 5,05 -3,26% -2,51% -5,78% 3,06% 60,32% 54,91%
MARL 125,5 -1,18% 4,58% 8,19% 2,45% 25,50% 26,38%
OSSRu 186 0,00% -0,80% 0,54% -5,58% -8,37% -11,00%
OMXI6ISK 914,7 -1,11% 2,26% 4,26% -7,06% -2,04% -1,68%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Nasdaq OMX Nordic, 26. desember 2011)

 

Erlend hlutabréf

Almennt voru miklar hækkanir á erlendum hlutabréfum í vikunni og hækkaði heimsvísitalan MSCI um 3,12%.  Dax í Þýskalandi hækkaði um 3,11%, S&P 500 í Bandaríkjunum um 3,74% en Nikkei í Japan lækkaði um 0,08%.

Evrópski seðlabankinn lánaði yfir 500 bönkum í Evrópu 490 ma evra. Lánin eru til 3ja ára með 1% vöxtum og eiga að hjálpa bönkunum við endurfjármögnun lána sem eru nú á gjalddaga.

Evrópski seðlabankinn keypti megnið af útgefnum ríkisskuldabréfum í útboði á Spáni.  Spænska ríkið þurfti að greiða um 7% vexti í nóvember en lækkuðu vextirnir nú í rúm 3%.

Samkæmt efnahagstölum í Bandaríkjunum hefur sala fasteigna loks tekið við sér eftir að hafa hrunið árið 2008 og hækkaði verð bandarískra hlutabréfa vel í kjölfarið.

Verð hlutabréfa á Norðurlöndunum hækkaði einnig í vikunni. Sænska hlutabréfavísitalan OMXS30 hækkaði til að mynda um 4,73% í vikunni, en sænski seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 0,25% og eru vextirnir nú 1,75%.

 

Vísitölur Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
Heimsvísitala (MSCI) 1182,24 3,12% 7,75% 3,74% -7,72% -7,59% -7,08%
Þýskaland (DAX) 5878,93 3,11% 7,49% 10,45% -17,09% -14,61% -16,35%
Bretland (FTSE) 5512,7 2,33% 6,74% 8,32% -3,25% -6,56% -8,26%
Frakkland (CAC) 3102,09 4,37% 9,07% 8,98% -17,67% -18,10% -20,11%
Bandaríkin (Dow Jones) 12294 3,61% 9,46% 11,32% 3,01% 6,19% 6,23%
Bandaríkin (Nasdaq) 2618,64 2,48% 7,25% 4,05% -1,29% -1,29% -1,76%
Bandaríkin (S&P 500) 1265,33 3,74% 9,21% 8,80% -0,25% 0,61% 0,68%
Japan (Nikkei) 8395,16 -0,08% 3,44% -1,97% -11,88% -17,48% -18,50%
Samnorræn (VINX) 86,16972 4,58% 10,73% 13,54% -7,44% -18,48% -18,73%
Svíþjóð (OMXS30) 982,0789 4,73% 10,74% 12,80% -6,68% -14,78% -15,15%
Noregur (OBX) 355,84 4,47% 8,13% 12,59% -3,41% -11,33% -11,33%
Finnland (OMXH25) 1920,198 5,33% 6,76% 7,25% -15,13% -26,84% -27,34%
Danmörk (OMXC20) 382,6016 2,65% 5,70% 12,44% -7,65% -16,05% -16,37%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Bloomberg, 26. desember 2011)

 

Krónan

Gengisvísitala krónunnar hækkaði um 0,71% í síðustu viku.  Hefur krónan því veikst nokkuð stöðugt frá byrjun nóvember þegar gengisvísitalan stóð í 213.

Frá áramótum hefur gengisvísitalan hækkað um 5,1% sem samsvarar 4,9% veikingu.  Af helstu gjaldmiðlum hefur krónan veikst mest á móti japanska jeninu og breska pundinu en minnst gagnvart evrunni og sænsku krónunni.

Almennt má segja að gengi krónunnar sé nú orðið mjög stöðugt enda er hún niðurnjörfuð með gjaldeyrishöftum.  Þetta sést vel þegar flökt hennar er skoðað.  Í ár hefur flökt gengisvísitölunnar verið óvenjulega lítið, þ.e. einungis 2,9%.  Til samanburðar var það 45,0% árið 2008 og 13,7% árið 2007.   Íslenska „haftakrónan“ er því orðin einn stöðugasti gjaldmiðill í heimi enda er flökt hennar nú mun minna en annarra gjaldmiðla.

 

Vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
GVT ISK 218,7178 0,71% 1,50% 2,15% -0,74% 5,13% 5,02%

(Gengisvísitala krónunnar, Seðlabankinn, 27. desember 2011)

 

Fyrirvari

Markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa eru unnar af starfsmönnum Íslenskra verðbréfa hf. Þær eru stutt samantekt og ber ekki að líta svo á að í þeim sé að finna allar tiltækar upplýsingar um þau viðfangsefni sem til umfjöllunar eru.

Við vinnslu fréttanna er stuðst við innlendar og erlendar upplýsinga- og fréttaveitur sem taldar eru áreiðanlegar, en einnig við opinberar upplýsingar, eigin úrvinnslu og mat starfsmanna á hverjum tíma. Íslensk verðbréf hf. ábyrgjast þó ekki nákvæmni upplýsinganna, áreiðanleika eða réttmæti þeirra.

Markaðsfréttirnar eru einungis birtar í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á þær sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum.

Ábyrgðarmaður Vikulegra markaðsfrétta Íslenskra verðbréfa er Björn Snær Guðbrandsson, forstöðumaður eignastýringar.