Vikulegar markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku.

 

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku. Smelltu hér ef þú vilt skrá þig á listann.

Innlend skuldabréf

Ríkisskuldabréf hækkuðu í verði, sérstaklega óverðtryggð bréf og því lítur út fyrir að dregið hafi úr verðbólguótta fjárfesta. Jafnframt hafði ákvörðun Peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands  um að halda stýrivöxtum óbreyttum góð áhrif á markaðinn.

Löng verðtryggð skuldabréf hækkuðu um 0,43% og millilöng verðtryggð skuldabréf hækkuðu um 0,66%. Löng óverðtryggð skuldabréf hækkuðu um 3,15% og millilöng óverðtryggð skuldabréf hækkuðu um 1,64%.

Hagstofan mun birta vísitölu neysluverðs miðað við verðlag í september miðvikudaginn 28. september. Reikna má með að þær upplýsingar muni hafa mikil áhrif á markaðinn í þessari viku. Við gerum ráð fyrir 0,5-0,6% hækkun frá síðustu mælingu.

 

Innlend hlutabréf

OMXI6ISK vísitalan lækkaði um 2,96% og var það í takt við miklar lækkanir á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum.  Eina félagið sem hækkaði var Icelandair, um 2,1%.  Mest lækkuðu bréf í Marel, um 3,83%.

Veltan á OMXI6ISK nam um 283 milljónum króna.  Mest viðskipti voru með bréf í Marel, fyrir um 136 milljónir króna.

Matsfyrirtækið Moody´s tilkynnti í síðustu viku um lækkun á einkunn á innstæðum hjá BankNordik úr Baa2/Prime-2 í Baa3/Prime-3.  Horfur á öllum einkunnum eru neikvæðar.  Breytingin mun ekki hafa áhrif á fjármögnun bankans sem Moody‘s telur sterka.

Gengi bréfa BankNordik var 8,5% lægra í kauphöllinni í Kaupmannahöfn en hér heima í lok vikunnar.

Gengi bréfa Bank Nordik hefur lækkað um rúm 42% frá áramótum í kauphöllinni hér heima en í kringum 48% í kauphöllinni í Kaupmannahöfn.

Engin viðskiptavakt er með bréf BankNordik í kauphöllinni hér heima og því lítið um viðskipti með bréf félagsins.  Til að mynda hafa engin tilboð sést í kauphöllinni það sem af er degi.

 

Félög/vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
BNORDIK 82,00 -2,38% -8,89% -33,33% -33,87% -42,25% -40,58%
FO-AIR 106,00 0,00% 0,00% -0,93% -7,02% -8,62% -10,92%
FO-ATLA 133,00 -2,21% -5,34% -32,14% -38,00% -38,85% -17,13%
ICEAIR 5,40 2,08% 1,69% 8,43% 22,17% 71,43% 54,29%
MARL 113,00 -3,83% -7,00% -7,76% -9,96% 13,00% 24,18%
OSSRu 185,50 -2,37% -5,36% -4,63% -5,36% -8,62% -14,91%
OMXI6ISK 868,57 -2,96% -6,28% -9,46% -12,15% -6,98% -9,88%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Nasdaq OMX Nordic, 26. september 2011)

 

Erlend hlutabréf

Mikil ólga var á erlendum hlutabréfamörkuðum í vikunni og lækkuðu bréfin töluvert. Heimsvísitalan MSCI lækkaði um 6,87%, DAX í Þýskalandi um 6,76%, CAC í Frakklandi um 7,08%og S&P 500 í Bandaríkjunum lækkaði um 6,52%. Eins og oft áður er það skuldavandinn sem keyrir markaðinn niður og þó aðallega vandi Ítalíu og Grikklands.

Matsfyrirtækið Standard og Poor´s lækkaði lánshæfi Ítalska ríkisins úr A+ í A og telur að framtíðarhorfur séu neikvæðar. Standard og Poor´s telur að það verði erfitt fyrir Ítalska ríkið að skera niður og ná tökum á ríkisfjármálum.

Eftir lækkun Standard og Poor´s á lánshæfi Ítalska ríkisins vildu fjárfestar fá hærri ávöxtunarkröfu á ríkisskuldabréf landsins en Seðlabanki Evrópu greip inn í og keypti ríkisskuldabréf til þess að halda ávöxtunarkröfunni niðri.  Seðlabanki Evrópu hefur verið að kaupa Spænsk og Ítölsk ríkisskuldabréf til þess að halda niðri lántökukostnaði þessara ríkja.

Miklar sveiflur hafa verið á hrávörunni á þessu ári, gull hefur hækkað um 14,09% en ál hefur lækkað um 10,69% og olían um 15,14%.

 

Vísitölur Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
Heimsvísitala (MSCI) 1094,92 -6,87% -5,86% -14,15% -17,42% -14,46% -7,45%
Þýskaland (DAX) 5196,56 -6,76% -4,09% -25,42% -23,54% -23,19% -15,68%
Bretland (FTSE) 5066,81 -5,59% -0,79% -10,68% -13,75% -13,74% -9,09%
Frakkland (CAC) 2810,11 -7,08% -7,12% -24,23% -27,80% -24,62% -24,18%
Bandaríkin (Dow Jones) 10771,48 -6,41% -4,55% -9,75% -11,86% -6,96% -0,82%
Bandaríkin (Nasdaq) 2483,23 -5,29% 0,14% -6,40% -9,47% -6,39% 4,28%
Bandaríkin (S&P 500) 1136,43 -6,52% -3,43% -10,41% -13,50% -9,64% -1,07%
Japan (Nikkei) 8560,26 -1,25% -4,11% -12,74% -11,38% -18,13% -12,46%
Samnorræn (VINX) 75,63 -7,76% -4,02% -18,19% -26,56% -27,95% -20,35%
Svíþjóð (OMXS30) 862,35 -6,99% -3,28% -17,11% -22,40% -24,31% -20,17%
Noregur (OBX) 316,82 -7,00% -4,81% -13,79% -22,52% -20,86% -8,98%
Finnland (OMXH25) 1771,61 -8,91% -4,84% -20,57% -31,23% -31,52% -24,44%
Danmörk (OMXC20) 338,73 -2,55% 2,09% -17,25% -25,16% -24,78% -17,91%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Bloomberg, 26. september 2011)

 

Krónan

Gengisvísitalan lækkaði um 0,63% og endaði í 214,12 stigum. Af helstu myntum þá lækkaði Kanadadalur mest í verði gagnvart krónu, um 2,84% og norska krónan um 2,63%. Þar spilar eflaust lækkun á hrávörum mikið inn í. Japanskt jen og Bandaríkjadalur hækkuðu hinsvegar mest í verði gagnvart krónu, um 2,69% og 2,01%.

Þrátt fyrir að vöxtum hafi verið haldið óbreyttum í vikunni, þá styrktist krónan, en ýmsir aðilar á markaði væntu þess að Seðlabanki Íslands myndi hækka vexti. Mjög óljóst er hve mikil áhrif vextir hafa á gengi krónunnar sem er í viðjum strangra gjaldeyrishafta.

 

Vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
GVT ISK 214,12 -0,63% -2,08% -2,83% -0,91% 2,92% 3,38%

(Gengisvísitala krónunnar, Bloomberg, 26. september 2011)

 

Fyrirvari

Markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa eru unnar af starfsmönnum Íslenskra verðbréfa hf. Þær eru stutt samantekt og ber ekki að líta svo á að í þeim sé að finna allar tiltækar upplýsingar um þau viðfangsefni sem til umfjöllunar eru.

Við vinnslu fréttanna er stuðst við innlendar og erlendar upplýsinga- og fréttaveitur sem taldar eru áreiðanlegar, en einnig við opinberar upplýsingar, eigin úrvinnslu og mat starfsmanna á hverjum tíma. Íslensk verðbréf hf. ábyrgjast þó ekki nákvæmni upplýsinganna, áreiðanleika eða réttmæti þeirra.

Markaðsfréttirnar eru einungis birtar í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á þær sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum.

Ábyrgðarmaður Vikulegra markaðsfrétta Íslenskra verðbréfa er Björn Snær Guðbrandsson, forstöðumaður eignastýringar.