Vikulegar markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku.

 

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku. Smelltu hér ef þú vilt skrá þig á listann.

 

Innlend skuldabréf

Löng verðtryggð skuldabréf lækkuðu um 0,29% en millilöng verðtryggð skuldabréf hækkuðu um 0,12%. Löng óverðtryggð skuldabréf hækkuðu um 0,78% og millilöng óverðtryggð skuldabréf hækkuðu um 0,22%.

Fjárfestar voru því að færa sig úr löngum verðtryggðum bréfum og  yfir í óverðtryggð skuldabréf . Það kann þó að hafa haft áhrif að Íbúðalánasjóður var með útboð á föstudaginn. Það gerist iðulega að skuldabréf eru seld rétt fyrir útboð, að því virðist með þeim eina tilgangi að fá bréf í útboðinu á lægra verði.

Á föstudaginn var útboð hjá Íbúðalánasjóði. Eingöngu var tekið tilboðum í lengri flokkana, HFF34 og HFF44,  fyrir um 6,15 milljarða. Á sama tíma var Lánasjóður sveitarfélaga með útboð í LSS150224 og tóku þeir tilboðum fyrir 255 m.kr. að nv. Fjárfestar keyptu því verðtryggð skuldabréf  í þessum útboðum fyrir um 6,4 milljarða.

 

Innlend hlutabréf

OMXI6ISK vísitalan hækkaði um 2,62% í síðustu viku.  Mest hækkuðu bréf Icelandair, um 5,56%.  Mesta lækkun var í bréfum BankNordik, eða um 12,2%.

Veltan á OMXI6ISK í síðustu viku nam um 520 m.kr. sem er talsvert meira en undanfarnar vikur.  Sem fyrr var mest velta með bréf í Marel og Icelandair sem saman voru með nærri 87% af veltu vikunnar.

Veltan var ríflega 1,5 ma.kr.  í september sem er um 500 m.kr. minna en í ágúst.

Gengi Össurar endaði vikuna hér heima í kringum 13% hærra en í kauphöllinni í Kaupmannahöfn.

 

Félög/vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
BNORDIK 72,00 -12,20% -20,00% -41,46% -44,62% -49,30% -48,57%
FO-AIR 106,00 0,00% 0,00% -0,93% -7,02% -8,62% -10,92%
FO-ATLA 132,00 -0,75% -5,38% -26,67% -38,75% -39,31% -17,76%
ICEAIR 5,70 5,56% 5,75% 14,23% 26,11% 80,95% 62,86%
MARL 117,50 3,98% -4,47% -4,08% -8,56% 17,50% 29,12%
OSSRu 194,00 4,58% -0,77% -0,51% 0,52% -4,43% -10,60%
OMXI6ISK 891,35 2,62% -4,19% -6,78% -10,94% -4,54% -3,90%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Nasdaq OMX Nordic, 3. október 2011)

 

Erlend hlutabréf

Miklar sveiflur einkenndu hlutabréfamarkaði í liðinni viku. Hlutabréfaverð hækkaði töluvert í Evrópu og hækkaði DAX í Þýskalandi til að mynda um 5,88% og CAC í Frakklandi um 6,12%.  Heimshlutabréfavísitalan MSCI hækkaði um 0,83% en S&P 500 í Bandaríkjunum lækkaði hins vegar um 0,44%.

Vikan byrjaði vel þegar fréttir bárust af því að nýr björgunarpakki væri í undirbúningi í Evrópu.  Samkvæmt honum verður björgunarsjóður evrusvæðisins stækkaður úr 250 í 440 ma.  evra.  Öll evruríkin sautján verða þó að samþykkja stækkunina.

Markaðir hækkuðu mikið í kjölfarið en lækkuðu á ný í lok vikunnar meðal annars vegna nýrra verðbólgutalna á evrusvæðinu sem sýndu vaxandi verðbólgu.  Verðbólga síðustu 12 mánuði mælist nú 3% en verðbólgumarkmið Seðlabanka Evrópu er 2%.

Hlutabréfaverð lækkaði mikið á þriðja ársfjórðungi þessa árs vegna ótta fjárfesta við að skuldavandi margra Evrópuríkja muni leiða til nýrrar heimskreppu.   Hlutabréfavísitölur í Þýskalandi, Frakklandi og Finnlandi hafa allar lækkað yfir 22% á þriðja ársfjórðungi.

 

Vísitölur Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
Heimsvísitala (MSCI) 1104,06 0,83% -6,06% -17,84% -17,70% -13,75% -6,77%
Þýskaland (DAX) 5502,02 5,88% -3,95% -28,30% -25,91% -23,07% -14,36%
Bretland (FTSE) 5128,48 1,22% -5,51% -16,52% -16,80% -15,25% -10,59%
Frakkland (CAC) 2981,96 6,12% -8,00% -27,72% -28,56% -23,87% -21,55%
Bandaríkin (Dow Jones) 10913,38 1,32% -2,91% -13,27% -11,82% -5,74% 0,77%
Bandaríkin (Nasdaq) 2415,40 -2,73% -2,62% -14,23% -13,41% -8,95% 1,88%
Bandaríkin (S&P 500) 1131,42 -0,44% -3,62% -15,54% -15,08% -10,04% -1,29%
Japan (Nikkei) 8700,29 1,64% -4,53% -13,40% -11,98% -16,46% -9,13%
Samnorræn (VINX) 78,90 4,32% -6,41% -22,08% -26,96% -26,87% -18,46%
Svíþjóð (OMXS30) 910,17 5,55% -4,29% -20,21% -22,13% -22,80% -17,58%
Noregur (OBX) 322,92 1,93% -7,95% -19,68% -24,20% -21,53% -10,65%
Finnland (OMXH25) 1853,21 4,61% -7,17% -24,13% -31,24% -30,44% -24,46%
Danmörk (OMXC20) 350,34 3,43% -0,85% -20,03% -25,65% -23,77% -15,36%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Bloomberg, 3. október 2011)

 

Krónan

Gengisvísitalan hækkaði um 0,22% og endaði í 214,60 stigum. Raungengi krónunnar er enn mjög lágt sögulega, sem endurspeglast í því að samkeppnishæfni innlendra fyrirtækja er góð á þann mælikvarða.

Hins vegar mun mikil innlend verðbólga, að því gefnu að hún sé hærri en í helstu viðskiptalöndum, hækka raungengið og draga þannig úr góðri samkeppnisstöðu. Það hefur gerst undanfarin misseri, samfara mikilli verðbólgu í kjölfar hruns á gengi krónunnar. Sé horft á raungengi er mikilvægt að draga úr verðbólgu og að umgjörð, eignarhald og skuldsetning  innlends atvinnulífs sé með þeim hætti að það geti sótt fram í samkeppni við erlenda aðila.

 

Vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
GVT ISK 214,60 0,22% -2,11% -2,49% -0,76% 3,15% 3,61%

(Gengisvísitala krónunnar, Bloomberg, 3. október 2011)

 

Fyrirvari

Markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa eru unnar af starfsmönnum Íslenskra verðbréfa hf. Þær eru stutt samantekt og ber ekki að líta svo á að í þeim sé að finna allar tiltækar upplýsingar um þau viðfangsefni sem til umfjöllunar eru.

Við vinnslu fréttanna er stuðst við innlendar og erlendar upplýsinga- og fréttaveitur sem taldar eru áreiðanlegar, en einnig við opinberar upplýsingar, eigin úrvinnslu og mat starfsmanna á hverjum tíma. Íslensk verðbréf hf. ábyrgjast þó ekki nákvæmni upplýsinganna, áreiðanleika eða réttmæti þeirra.

Markaðsfréttirnar eru einungis birtar í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á þær sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum.

Ábyrgðarmaður Vikulegra markaðsfrétta Íslenskra verðbréfa er Björn Snær Guðbrandsson, forstöðumaður eignastýringar.