Vikulegar markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku.

 

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku. Smelltu hér ef þú vilt skrá þig á listann.


Innlend skuldabréf

Löng verðtryggð skuldabréf hækkuðu um 2,34% en millilöng verðtryggð skuldabréf hækkuðu um 1,54%. Löng óverðtryggð skuldabréf hækkuðu um 2,23% og millilöng óverðtryggð skuldabréf hækkuðu um 1,42%.

Það var því mjög mikil hækkun á innlendum ríkisskuldabréfum í vikunni og það í ekki svo miklum viðskiptum. Það var greinilega kominn uppsöfnuð eftirspurnarþörf og því fór krafan mjög hratt niður eins og gerist þegar allir eru á sömu hlið.

Á föstudaginn voru Lánamál ríkisins með útboð í RB13 og RB16. Alls var selt fyrir 2,7 ma. kr. að nv. sem verður að teljast frekar lítið miðað við mikla eftirspurn eftir skuldabréfum í vikunni.

 

Innlend hlutabréf

OMXI6ISK vísitalan lækkaði um 1,73% í síðustu viku.  Mest hækkuðu bréf BankNordik, um 9,72%.  Mesta lækkun var í bréfum Össurar, eða um 4,64%.

Velta á OMXI6ISK í síðustu viku nam um 329 milljónum króna.  Mest var veltan með bréf Icelandair, fyrir 191 milljón króna.

Í síðustu viku greindi  Icelandair Group frá lántöku hjá Deutsche Bank.  Lánsupphæðin nemur  18 milljónum USD og lánið er veitt til sjö ára með veði í tveimur flugvélum fyrirtækisins.  Lánið er nýtt til endurfjármögnunar á óhagstæðari lánum sem hafa verið greidd upp.

Þá birti félagið flutningstölur fyrir september og flutti félagið 168 þúsund farþega í mánuðinum sem er 15% fleiri en í sama mánuði á síðasta ári.

 

Félög/vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
BNORDIK 79,00 9,72% -12,22% -34,17% -37,55% -44,37% -42,75%
FO-AIR 106,00 0,00% 0,00% 0,00% -7,02% -8,62% -10,92%
FO-ATLA 132,00 0,00% -2,94% -24,79% -35,45% -39,31% -17,50%
ICEAIR 5,70 0,00% 7,55% 10,04% 31,34% 80,95% 62,86%
MARL 115,00 -2,13% -4,17% -11,20% -8,73% 15,00% 25,00%
OSSRu 185,00 -4,64% -4,39% -6,09% -6,57% -8,87% -16,29%
OMXI6ISK 875,90 -1,73% -4,03% -11,99% -11,74% -6,20% -6,39%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Nasdaq OMX Nordic, 10. október 2011)

 

Erlend hlutabréf

Almenn hækkun var á helstu hlutabréfamörkuðum í síðustu viku.  Heimsvísitalan MSCI hækkaði um 2,00%,  DAX í Þýskalandi um 3,16% og S&P 500 í Bandríkjunum um 2,12%.  Nikkei í Japan lækkaði um 1,09% og OMXC20 í Danmörku lækkaði um 1,94%.

Matsfyrirtækið Moody´s fylgdi á eftir lækkun Standard og Poor´s og lækkaði lánshæfi ítalska ríkisins um einn flokk,  úr Aa2 í A2.  Standard og Poor´s er þó með einkunnina A og neikvæðar horfur. Lánshæfiseinkunnin A2 er ekki nema fimm flokkum fyrir ofan rusl flokk og er þetta mikið áhyggjuefni fyrir Ítalíu og evrusvæðið í heild enda er Ítalía þriðja stærsta efnahagsvæðið í Evrópu.

Góðar hagtölur komu frá Bandaríkjunum í vikunni þar sem 103 þúsund ný störf urðu til í september og er það vel yfir væntingum og hafði  góð áhrif á markaðinn í heild.  Atvinnuleysi í Bandaríkjunum er nú um 9,10%.

 

Vísitölur Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
Heimsvísitala (MSCI) 1126,15 2,00% -0,75% -16,15% -16,67% -12,02% -6,91%
Þýskaland (DAX) 5675,70 3,16% 9,47% -23,26% -21,28% -17,83% -9,70%
Bretland (FTSE) 5303,40 3,41% 2,17% -11,06% -12,02% -9,69% -5,83%
Frakkland (CAC) 3095,56 3,81% 4,46% -20,60% -23,50% -18,33% -17,43%
Bandaríkin (Dow Jones) 11103,12 1,74% 1,01% -12,28% -10,31% -4,10% 0,88%
Bandaríkin (Nasdaq) 2479,35 2,65% 0,46% -13,30% -10,83% -6,54% 3,22%
Bandaríkin (S&P 500) 1155,46 2,12% 0,11% -14,02% -13,00% -8,12% -0,83%
Japan (Nikkei) 8605,62 -1,09% -1,51% -15,11% -11,90% -15,87% -10,25%
Samnorræn (VINX) 79,81 1,16% -0,90% -19,27% -24,74% -24,41% -16,00%
Svíþjóð (OMXS30) 918,28 0,89% 4,46% -17,54% -19,75% -20,04% -14,88%
Noregur (OBX) 320,82 -0,65% -2,16% -15,85% -22,40% -19,01% -9,20%
Finnland (OMXH25) 1886,78 1,81% 0,11% -20,55% -28,98% -28,14% -23,43%
Danmörk (OMXC20) 343,55 -1,94% -0,43% -21,07% -26,61% -24,46% -16,84%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Bloomberg, 10. október 2011)

 

Krónan

Gengisvísitalan lækkaði um 0,43% og endaði í 213,68 stigum. Krónan hefur styrkst nær stöðugt síðan um miðjan júlí en þá stóð gengisvísitalan í rúmum 220 stigum.

Skuldatryggingaálag á skuldir ríkissjóðs Íslands hefur hækkað verulega undanfarna mánuði og stendur í um 300 punktum.  Lægsta gildi ársins var í júní þegar álagið stóð í um 200 punktum.  Það sem veldur því eru að mestu eða öllu leyti alþjóðleg þróun samfara vaxandi ótta tengt skuldastöðu ýmissa ríkja.

Því skal þó haldið til haga að minnkandi alþjóðlegur hagvöxur mun hafa áhrif á innlend umsvif, þá helst í gegnum minni eftirspurn eftir okkar helstu útflutningsafurðum og erfiðara aðgengi að lánsfé sem mun hafa áhrif á fjárfestingar hér á landi. Á móti kemur að alþjóðlegir vextir munu líkast til haldast lágir lengur en talið var og kemur það sér vel fyrir ríkissjóð Íslands og ýmsa aðra innlenda aðila.

 

Vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
GVT ISK 213,68 -0,43% -2,42% -3,43% -1,04% 2,71% 4,14%

(Gengisvísitala krónunnar, Bloomberg, 10. október 2011)

 

Fyrirvari

Markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa eru unnar af starfsmönnum Íslenskra verðbréfa hf. Þær eru stutt samantekt og ber ekki að líta svo á að í þeim sé að finna allar tiltækar upplýsingar um þau viðfangsefni sem til umfjöllunar eru.

Við vinnslu fréttanna er stuðst við innlendar og erlendar upplýsinga- og fréttaveitur sem taldar eru áreiðanlegar, en einnig við opinberar upplýsingar, eigin úrvinnslu og mat starfsmanna á hverjum tíma. Íslensk verðbréf hf. ábyrgjast þó ekki nákvæmni upplýsinganna, áreiðanleika eða réttmæti þeirra.

Markaðsfréttirnar eru einungis birtar í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á þær sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum.

Ábyrgðarmaður Vikulegra markaðsfrétta Íslenskra verðbréfa er Björn Snær Guðbrandsson, forstöðumaður eignastýringar.