Vikulegar markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku.

 

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku. Smelltu hér ef þú vilt skrá þig á listann.


Innlend skuldabréf

Löng verðtryggð skuldabréf lækkuðu um 0,14% en millilöng verðtryggð skuldabréf hækkuðu um 0,14%. Löng óverðtryggð skuldabréf lækkuðu um 0,33%, en millilöng óverðtryggð skuldabréf hækkuðu um 0,24%.

Markaðsaðilar voru því frekar rólegir í vikunni. Það er farið að styttast í næstu mikilvægu tölur, þann 27. okt. er tilkynnt um breytingu á vísitölu neysluverðs og þann 2. nóv. er stýrivaxtaákvörðun hjá Seðlabanka Íslands. Ekki er ólíklegt að fjárfestar bíði eftir þessum ákvörðunum áður en næstu skref verða tekin.

Á fimmtudaginn voru Lánamál ríkisins með ríkisvíxlaútboð og voru boðnir þriggja og sex mánaða víxlar. Mikil eftirspurn var í útboðinu en alls bárust tilboð upp á tæpa 28,5 milljarða að nafnverði og var tilboðum tekið fyrir rétt rúma 24,2 milljarða að nafnverði.

 

 

Innlend hlutabréf

OMXI6ISK vísitalan lækkaði um 1,43% í síðustu viku.  Marel var eina félagið sem hækkaði, um 0,43%.  Mesta lækkun var hjá færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum og nam hún 16,29 %.

Veltan á OMXI6ISK í síðustu viku nam einungis 145  m.kr. og er þetta ríflega helmingi minni velta en í vikunni á undan.  Icelandair og Marel voru sem fyrr með stærsta hluta veltunnar, ríflega 58%.

Nú styttist í 9 mánaða uppgjör hjá félögum í vísitölunni, Marel birtir fyrst félaga þann 26.október.

Atlantic Petroleum birti framleiðslutölur fyrir september, 30.000 þúsund tunnur af olíu voru framleiddar á Chestnut og Ettrick svæðunum.  Meðalframleiðsla var því 1.000 tunnur sem er talsvert undir þeim 2.100 – 2.600 tunnum sem gert er ráð fyrir að framleiddar séu að meðaltali á dag árið 2011.

Mikill lækkun hefur verið á gengi félagsins síðustu mánuði og nemur hún ríflega 49% frá áramótum.

 

Félög/vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
BNORDIK 75,00 -5,06% -10,71% -36,44% -38,52% -47,18% -52,53%
FO-AIR 106,00 0,00% 0,00% 0,00% -3,64% -8,62% -7,02%
FO-ATLA 110,50 -16,29% -18,75% -35,57% -45,97% -49,20% -30,94%
ICEAIR 5,64 -1,05% 6,62% 11,68% 25,61% 79,05% 61,14%
MARL 115,50 0,43% -1,70% -9,77% -10,47% 15,50% 17,26%
OSSRu 185,00 0,00% -2,63% -8,42% -2,12% -8,87% -13,95%
OMXI6ISK 863,63 -1,43% -3,54% -13,14% -11,88% -10,57% -7,54%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Nasdaq OMX Nordic, 17. október 2011)

 

Erlend hlutabréf

Hlutabréfaverð hélt áfram að hækka á helstu hlutabréfamörkuðum í liðinni viku.  Heimsvísitalan MSCI hækkaði um 5,35%,  DAX í Þýskalandi um 5,14% og S&P 500 í Bandaríkjunum um 5,98%.

Leita þarf aftur til ársins 2009 til að finna jafn mikla hækkun á S&P 500 vísitölunni á einni viku.  Hækkunin í Bandaríkjunum  kom meðal annars til vegna 1,1% aukningar í smásölu í september sem var meiri hækkun en spár gerðu ráð fyrir. Fjárfestar virðast auk þess vera bjartsýnni en oft áður á að leiðtogar Evrópu nái að leysa skuldavanda evrusvæðisins.

Hækkunin kom þrátt fyrir að matsfyrirtækin héldu áfram að lækka lánshæfiseinkunn ýmissa ríkja en nú síðast lækkaði Standard & Poor‘s lánshæfismat Spánar um eitt þrep eða úr AA niður í AA-.

 

Vísitölur Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
Heimsvísitala (MSCI) 1186,40 5,35% 0,88% -9,65% -11,33% -7,32% -3,03%
Þýskaland (DAX) 5967,20 5,14% 8,94% -15,91% -15,42% -12,19% -6,48%
Bretland (FTSE) 5466,36 3,07% 3,19% -5,20% -7,61% -6,10% -2,87%
Frakkland (CAC) 3217,89 3,95% 7,55% -12,52% -17,98% -14,32% -14,83%
Bandaríkin (Dow Jones) 11644,49 4,88% 1,18% -6,69% -5,65% 0,58% 5,26%
Bandaríkin (Nasdaq) 2667,85 7,61% 1,74% -4,37% -3,50% 0,56% 8,06%
Bandaríkin (S&P 500) 1224,58 5,98% 0,70% -6,96% -7,21% -2,63% 4,11%
Japan (Nikkei) 8747,96 1,65% 0,17% -10,98% -7,42% -13,19% -6,53%
Samnorræn (VINX) 83,50 4,62% 3,03% -11,70% -18,90% -20,48% -12,70%
Svíþjóð (OMXS30) 956,39 4,15% 4,16% -10,55% -14,07% -16,43% -11,77%
Noregur (OBX) 345,07 7,56% 3,07% -8,46% -12,89% -12,31% -3,27%
Finnland (OMXH25) 2006,69 6,36% 4,28% -10,50% -21,82% -22,84% -17,21%
Danmörk (OMXC20) 349,29 1,67% 0,72% -19,05% -24,24% -23,49% -16,74%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Bloomberg, 17. október 2011)

 

Krónan

Gengisvísitalan hækkaði um 0,32% og endaði í 214,37 stigum. Af helstu myntum lækkaði japanskt jen mest í verði, um 2,29% og dollar um 1,93%. Hins vegar hækkaði norsk króna mest, um 1,64% og evra um 0,79%.

Frá áramótum hefur krónan veikst um 2,95%, en veikingin frá áramótum hefur að miklu leyti gengið  til baka undanfarið.

 

Vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
GVT ISK 214,37 0,32% -0,87% -3,47% -1,16% 3,04% 3,97%

(Gengisvísitala krónunnar, Seðlabankinn, 17. október 2011)

 

Fyrirvari

Markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa eru unnar af starfsmönnum Íslenskra verðbréfa hf. Þær eru stutt samantekt og ber ekki að líta svo á að í þeim sé að finna allar tiltækar upplýsingar um þau viðfangsefni sem til umfjöllunar eru.

Við vinnslu fréttanna er stuðst við innlendar og erlendar upplýsinga- og fréttaveitur sem taldar eru áreiðanlegar, en einnig við opinberar upplýsingar, eigin úrvinnslu og mat starfsmanna á hverjum tíma. Íslensk verðbréf hf. ábyrgjast þó ekki nákvæmni upplýsinganna, áreiðanleika eða réttmæti þeirra.

Markaðsfréttirnar eru einungis birtar í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á þær sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum.

Ábyrgðarmaður Vikulegra markaðsfrétta Íslenskra verðbréfa er Björn Snær Guðbrandsson, forstöðumaður eignastýringar.