Vikulegar markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku.

 

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku. Smelltu hér ef þú vilt skrá þig á listann.


Innlend skuldabréf

Löng verðtryggð skuldabréf hækkuðu um 1,29% en millilöng verðtryggð skuldabréf lækkuðu um 0,31%. Löng óverðtryggð skuldabréf hækkuðu um 0,29%, en millilöng óverðtryggð skuldabréf lækkuðu um 0,22%.

Á föstudaginn var útboð í nýjum flokki ríkisbréfa, RIKB 22 1026 hjá Lánamálum ríkisins. Alls bárust tilboð fyrir tæpa 16 milljarða að n.v. og var tilboðum tekið fyrir tæpa 12,5 milljarða að n.v. á kröfunni 7,35%. Það er því óhætt að segja að útboðið hafi heppnast mjög vel. Krafan var hins vegar í hærri kantinum miðað við markaðinn.

N.k. fimmtudag verður októbermæling neysluverðsvísitölunnar birt. Við reiknum með að hækkun verðlags verði um 0,3% og er það nokkuð í takt við álit annarra markaðsaðila.

 

Innlend hlutabréf

OMXI6ISK vísitalan hækkaði um 0,16%.  Icelandair hækkaði mest allra félaga, um  1,42%.  Ekkert félag lækkaði.

Veltan á OMXI6ISK hefur verið mjög lítil í október og nam einungis 64 m.kr. í síðustu viku sem er minnsta vikuvelta það sem af er ári.  Mest velta var með bréf Marels, fyrir um 53 m.kr.  Engin velta var með bréf í færeysku félögunum þrem.

Marel og Össur birta 9 mánaða uppgjör í vikunni.  Uppgörin verða birt eftir lokun markaða á miðvikudag og fimmtudag.

Athyglisvert verður að skoða hvernig pantanabók hefur þróast á milli fjórðunga hjá Marel en góður vöxtur hefur verið í nýjum pöntunum.  Virði pantana var rúmum 40% hærra í lok 2.ársfjórðungs 2011 en á sama tíma árið 2010.

Bæði félög eru háð sölu á alþjóðlegum mörkuðum og því mun áframhaldandi niðursveifla á þessum mörkuðum væntanlega hafa einhver áhrif á komandi uppgjör félaganna.

 

Félög/vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
BNORDIK 75,00 0,00% -8,54% -29,25% -40,94% -47,18% -50,00%
FO-AIR 106,00 0,00% 0,00% 0,00% -3,64% -8,62% -3,64%
FO-ATLA 110,50 0,00% -16,92% -35,57% -45,97% -49,20% -30,94%
ICEAIR 5,72 1,42% 5,93% 15,32% 27,96% 81,59% 63,43%
MARL 115,50 0,00% 2,21% -9,77% -8,70% 15,50% 16,90%
OSSRu 186,00 0,54% 0,27% -6,30% -2,36% -8,37% -12,68%
OMXI6ISK 864,72 0,16% -0,44% -11,52% -12,05% -7,39% -7,72%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Nasdaq OMX Nordic, 24. október 2011)

 

Erlend hlutabréf

Almenn hækkun var á mörkuðum í vikunni, heimsvísitalan MSCI world hækkað um 0,68%, DAX í Þýskalandi um 0,06%, Samnorræna vísitalan VINX um 0,86% en aftur á móti lækkaði CAC vísitalan í Frakklandi um 1,45% og Nikkei í Japan um 0,79%.

Fjármálaráðherrar evruríkjanna komust að samkomulagi um að veita Grikkland átta milljarða evra lán eða um 1.300 milljarða króna, eftir að grísk stjórnvöld samþykktu að fara í gríðarlegan niðurskurð á ríkisútgjöldum.   Lánið er þó háð samþykki alþjóðagjaldeyrissjóðsins Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gaf það út að sjóðinn muni gera allt sem hann gæti til þess að hjálpa evruríkjunum út úr þeim vanda sem mörg þeirra glíma við.

Minni hagvöxtur var í Kína en menn gerðu ráð fyrir, hagvöxtur mældist 9,1% á þriðja ársfjórðungi en var 9,5% fyrir sama tímabil í fyrra. Ein af ástæðunum minni hagvaxtar  er sú að kínverski seðlabankinn er að reyna að ná niður verðbólgu og hefur hækkað vexti fimm sinnum á síðustu 12 mánuðum. Kínverjar hafa miklar áhyggjur af verðbólgu og í september var 12 mánaða verðbólgan 6,10%.

Mikil verðbólga mældist einnig í Bretlandi og er 12 mánaða verðbólgan nú 5,20%. Ekki  hefur mælst meiri verðbólga í Bretlandi síðan í september 2008  þegar fjármálakerfi heimsins var í miklu ójafnvægi.

 

Vísitölur Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
Heimsvísitala (MSCI) 1194,33 0,68% 9,08% -11,45% -12,25% -6,70% -2,34%
Þýskaland (DAX) 5970,96 0,06% 16,04% -17,69% -17,34% -12,78% -8,71%
Bretland (FTSE) 5488,65 0,43% 9,04% -6,91% -8,20% -6,36% -3,77%
Frakkland (CAC) 3171,34 -1,45% 13,46% -17,03% -20,73% -16,20% -17,59%
Bandaríkin (Dow Jones) 11808,79 1,48% 9,63% -6,88% -5,57% 2,00% 6,07%
Bandaríkin (Nasdaq) 2637,46 -1,14% 6,21% -7,74% -6,48% -0,58% 6,38%
Bandaríkin (S&P 500) 1238,25 1,14% 8,96% -7,94% -7,41% -1,54% 4,66%
Japan (Nikkei) 8678,89 -0,79% 3,31% -12,71% -8,66% -13,54% -6,18%
Samnorræn (VINX) 84,22 0,86% 12,01% -13,10% -20,09% -20,26% -13,64%
Svíþjóð (OMXS30) 965,20 0,92% 12,44% -11,13% -15,03% -16,09% -12,65%
Noregur (OBX) 352,23 2,07% 11,81% -9,73% -13,07% -11,53% -2,84%
Finnland (OMXH25) 1963,47 -2,15% 12,72% -12,66% -23,65% -24,02% -20,23%
Danmörk (OMXC20) 349,47 0,05% 3,43% -20,02% -24,86% -23,43% -17,51%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Bloomberg, 24. október 2011)

 

Krónan

Gengisvísitalan var nær óbreytt í vikunni og endaði í 214,41 stigum. Lítil breyting var á helstu myntum gagnvart krónu. Evra og dönsk króna lækkuðu um 0,18% í verði en svissneskur franki hækkaði mest í verði, um 0,81% og japanskt jen um 0,49%.

Í vikunni tilkynnti Seðlabanki Íslands um nýtt skref í afnámi gjaldeyrishafta. Efnt verður til útboða en þar geta þeir sem eiga aflandskrónur selt þær fyrir gjaldeyri í eigu erlendra aðila sem vilja fjárfesta á Íslandi.

Þeir sem kaupa aflandskrónurnar og þeir sem eiga þær verður gefinn kostur á að kaupa í sérstökum lokuðum sjóðum sem geta fjárfest í innlendu atvinnulífi, fasteignum, hlutdeildarskírteinum eða skuldabréfum sem verða bundin til 5 ára að lágmarki. Til að geta keypt aflandskrónur eða notað þær verða aðilar að koma með jafnháa upphæð í erlendum gjaldeyri sem verður selt á gengi seðlabankans.

 

Vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
GVT ISK 214,41 0,02% -0,32% -3,28% -1,62% 3,06% 3,58%

(Gengisvísitala krónunnar, Seðlabankinn, 24. október 2011)

 

Fyrirvari

Markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa eru unnar af starfsmönnum Íslenskra verðbréfa hf. Þær eru stutt samantekt og ber ekki að líta svo á að í þeim sé að finna allar tiltækar upplýsingar um þau viðfangsefni sem til umfjöllunar eru.

Við vinnslu fréttanna er stuðst við innlendar og erlendar upplýsinga- og fréttaveitur sem taldar eru áreiðanlegar, en einnig við opinberar upplýsingar, eigin úrvinnslu og mat starfsmanna á hverjum tíma. Íslensk verðbréf hf. ábyrgjast þó ekki nákvæmni upplýsinganna, áreiðanleika eða réttmæti þeirra.

Markaðsfréttirnar eru einungis birtar í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á þær sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum.

Ábyrgðarmaður Vikulegra markaðsfrétta Íslenskra verðbréfa er Björn Snær Guðbrandsson, forstöðumaður eignastýringar.